Lögmannablaðið - 01.03.2013, Page 16
16 lögMannaBlaðið tBl 01/13
UMfJÖllUn
stöndum vaktina
fyrir lögmenn
mér bauðst að taka að mér mætingar
þegar bergur bjarnason hrl. var að hætta
en þetta var lítil vinna fyrst í stað. Þá
sinnti ég mætingum ásamt Hafþóri
Inga jónssyni hdl. en síðan tók ásgeir
björnsson hdl. við af honum.
Hvernig ganga mætingarnar fyrir sig?
Lögmenn hafa samband og koma til
okkar gögnum sem við leggjum fyrir
dóminn á reglulegum dómþingum á
þriðjudögum og fimmtudögum. Svo
fylgjum við málum eftir frá þingfestingu
og þangað til þau fara út af reglulega
þinginu og í úthlutun. við erum á
staðnum til að spara lögmönnum
viðveruna en mál eru tekin eftir þeirri
röð sem þau berast. við erum síðan
í talsverðu sambandi við lögmenn
utan þinganna. Það er gagnkvæm
upplýsingaöflun milli okkar og þeirra
lögmanna sem við mætum fyrir enda
má segja að við stöndum vaktina fyrir
þá. Þetta er töluverð binding, það er
til dæmis ekki hægt með góðu móti að
verða veikur og oft eru miklir hagsmunir
í húfi.
Er mikið að gera?
Það var miklu meira að gera á vissu
árabili, í kringum 19901991. Þá voru um
26 þúsund einkamál þingfest á ári. Þingið
þurfti stundum að vera fram á nótt og
svo var jafnvel haldið áfram næsta dag.
Síðustu daga fyrir sumarhlé var svo verið
að demba inn málum að íslenskum sið.
nú eru breyttar aðstæður í þjóðfélaginu
og málin í kringum fimm þúsund á ári.
Hækkun á þingfestingargjöldum hefur
haft áhrif á smámálin og menn kanna
betur greiðslugetu skuldara áður en
þeir leggja af stað með mál.
Hverjir nota þjónustuna?
Það eru svona á milli 50 til 60 aðilar í
hverjum mánuði stærri lögmannsstofur
jafnt sem einyrkjar. Þingfestingar í hvert
sinn eru allt frá tíu málum og yfir eitt
hundrað. Það kemur stundum fyrir að
ólöglærðir mæta sjálfir fyrir dóminn og
þá þurfa dómarar og aðstoðarmenn
þeirra að sinna leiðbeiningaskyldu sinni.
menn þekkja kannski ekki ferlið og það
getur verið viðkvæmt.
Sérð þú fyrir þér hvernig rafrænt
réttarfar muni virka?
Ég sé það nú ekki alveg fyrir mér enda
verð ég sjálfsagt hættur þegar að því
kemur. Lögmenn verða að geta treyst
því að það verði ekki útivist í málum.
Stundum þarf að gera kröfur um
málskostnaðartryggingar og svo geta
komið upp mál í þinginu sem þarf að
bregðast strax við. Það er þessi viðvera
sem við erum að tryggja og skiptir
lögmenn miklu.
þEgar rafrænt réttarfar verður að veruleika munu fyrirtökur og mætingar fyrir dómi væntanlega heyra sögunni
til í þeirri mynd sem þær eru í dag. Einn þeirra lögmanna sem sinnt hefur þessu starfi um árabil er tryggvi viggósson hdl.
en hann hóf mætingar árið 1988.
viðtal við tryggva viggósson