Lögmannablaðið - 01.03.2013, Page 18

Lögmannablaðið - 01.03.2013, Page 18
18 lögMannaBlaðið tBl 01/13 Á léttUM nÓtUM dramatískt jólasnapsmót KnATTSpyrnUmóT LmFÍ vAr haldið í Framheimilinu við Safamýri föstudaginn 21. desember 2012. LOGOS FC, OpUS, KF Þruman og Kvennaliðið sendu raunveruleg lið í mótið en auk þess var Lögfræðistofa reykjavíkur skráð til þátttöku. Þar sem lið Lr mætti ekki tapaði það öllum leikjum sínum 0­3, endaði því neðst með núll stig og markatöluna 0­12. vonandi gengur betur hjá þeim næst. Þrátt fyrir að blásið væri í flautuna eftir hádegi hófst keppnin fyrir alvöru um morguninn þegar töluverðar hreyfingar urðu á leikmannamarkaði LmFÍ. Illa mönnuð lið virðast hafa farið á taugum og keypt grimmt leikmenn – jafnvel grimma leikmenn. Hefur heyrst að UeFA hafi áhyggjur af þróuninni og ætli að beita sér fyrir því að „FinancialFairplay“ reglur verði settar innan LmFÍ. Sagan segir að eitt liðið hjá ónefndri stofu hafi hótað fulltrúa sínum uppsögn ef hann keppti fyrir annað lið á mótinu en ég mun ekki segja meira enda vinir mínir þar á ferð. OpUS hafði sigur í mótinu. Fótboltalega séð var það sanngjarnt. Þeir voru einfaldlega í annarri deild en hin lið mótsins og unnu alla leiki sína. Fanney fyrirliði sýndi fádæma yfirburði og var sannur leiðtogi síns liðs, enda var starf hennar í húsi. Þá var gaman að sjá takta erlendar sem hann lærði sem ungur drengur hjá Leikni á Fáskrúðsfirði. Hann hefur engu gleymt og eldist vel. minnir á rauðvín. Danni stóð sig líka sæmilega, verst hvað hann er slappur að nýta færin sín. Aðrir liðsmenn stóðu sig líka vel eða svona flestir. verðskuldaður sigur frábærs liðs. Í öðru sæti var KF Þruman. Þeir tóku reyndar silfrið með svindli en þannig er þetta nú stundum. magnað að sjá virðulega lögmenn beita trixum til að sigra. en þetta telst væntanlega vera reynsla. besti leikmaður Þrumunnar og líklega leikmaður mótsins var eyvindur Sólnes. Leikgleðin var óumdeild og heillandi, skipulagið flott og mikið svakalega getur strákurinn skotið. en það dugði þó skammt á móti OpUS. Í þriðja sæti var LOGOS FC. Til viðbótar við bronsið fá þeir verðlaun

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.