Lögmannablaðið - 01.03.2013, Síða 33

Lögmannablaðið - 01.03.2013, Síða 33
lögMannaBlaðið tBl 01/13 33 Aðsent efni GUðMUnDUr B. ÓlAfsson Hrl. ráðningarsamningar og fíkniefnapróf Að UnDAnFÖrnU HAFA orðið nokkrar umræður um skyldu manna til að gangast undir fíkniefnapróf sam kvæmt ráðningarsamningi. nýverið sagði stórt útgerðarfyrirtæki upp 13 starfsmönnum sem höfðu greinst með leifar af fíkniefnum í þvagi en í ráðningarsamningi var fyrirtækinu heimilt að láta starfsmenn gangast undir fíkniefnapróf sem gæti leitt til fyrir varalausrar uppsagnar. Það sem vekur mann til umhugsunar er hvort ákvæði í ráðningarsamningum um heimild vinnuveitanda til að skipa starfsmönnum að fara fyrirvaralaust í fíkniefnapróf standist lög og hvort brot á slíku samningsákvæði geti rétt­ lætt fyrirvaralausa uppsögn ráðningar­ samnings. Þessari grein er ekki ætlað að vera tæmandi um þetta viðfangsefni en þau ákvæði sem helst koma til athugunar eru 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs og 8. gr mannréttindasáttmála evrópu. Þá koma til skoðunar ákvæði persónuverndarlaga nr. 77/2000 um hvort framkvæmd slíkra prófa falli ekki undir söfnun upplýsinga sbr. 8 gr. laganna en þar er gerð skýr krafa um málefnalegar ástæður fyrir skráningu persónulegra upplýsinga. Íþyngjandi ákvæði eða öryggisatriði? menn geta samið um allt milli himins og jarðar í ráðningarsamningum nema það brjóti í bága við lög. Hinsvegar er hægt að fá samningsákvæðum vikið frá ef þau eru beinlínis ósanngjörn, sbr. 36.gr. samningalaga nr. 7/1936. við mat á því hvort unnt er að víkja ákvæðinu frá, og hvaða afleiðingar það hafi ef starfsmaður sinnir ekki boðun um þátttöku í fíkniefnaprófi, verður einkum að líta til forsendna og tilgangs samningsákvæðisins og stöðu aðila við samningsgerð. Hér er um íþyngjandi ákvæði að ræða fyrir starfsmenn er varðar athafnir þeirra utan vinnusambandsins og því þurfa að vera gild rök fyrir slíku ákvæði. Af hálfu vinnuveitanda hefur meðal annars verið litið til öryggissjónarmiða, hvort sem er vegna hættu við framkvæmd starfa eða starfa við umsjón með lyfjum. Því hefur verið borið við að störfin séu þess eðlis að rétt sé að gera ríkar kröfur til starfsmanna um að það sé hafið yfir vafa að þeir neyti ekki fíkniefna. Þessi rök eru góð og gild ef fyrirtækið getur sýnt fram á að starfsemin sé þess eðlis að ákvæði í ráðningarsamningum um fíkniefnapróf séu réttlætanleg. Í öðrum tilvikum, til að fylgja eftir markmiðum um fíkniefnalaust fyrirtæki, tel ég að hagsmunir vinnuveitanda séu ekki nægilegir til að réttlæta svo íþyngjandi ákvæði og inngrip í friðhelgi einkalífs starfsmanns. vinnuveitandi hefur ekkert með það að gera hvernig starfsmenn eyða sínu fríi nema frístundaiðkun þeirra komi í veg fyrir að þeir mæti fullfrískir til vinnu og sinni sínum störfum. Samkvæmt meginreglum vinnuréttar ber að gefa aðvörun ef starfsmenn gerast brotlegir í störfum sínum og bæti þeir ekki úr vanefnd, eða brjóti af sér aftur, getur það leitt til fyrirvaralausrar uppsagnar. Starfsmaður sem er undir áhrifum vímuefna eða áfengis í vinnu á því á hættu að missa vinnuna fyrirvaralaust brjóti hann af sér á ný. Hins vegar verður að hafa í huga að leifar af fíkniefnum geta greinst í þvagi í margar vikur eftir neyslu, án virkni. eins getur verið að menn neyti lögmætra lyfja samkvæmt lyfseðli, sem skilja eftir sig leifar af efnum sem skilgreind eru sem fíkniefni. Það að leifar af fíkniefnum finnist í þvagi segir ekki allt um ástand mannsins er hann mætir til vinnu. maður sem neytir áfengis einum eða tveimur dögum fyrir vinnudag getur því verið mun verr á sig kominn en sá sem neytt hefur fíkniefna viku áður.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.