Lögmannablaðið - 01.03.2014, Side 13

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Side 13
Af VettVAnGi félAGsins ályktun stjórnar lögmannafélags íslands þann 12. deseMBer 2013 kvað héraðsdómur reykjavíkur upp dóm í máli nr. s-127/2012, svokölluðu al-thani máli. í niðurstöðu dómsins segir m.a.: „Við aðalmeðferð málsins kom fram að fjögur vitni hefðu átt fund með verjendum ákærðu, Hreiðars más og Ólafs, fyrir aðalmeðferð málsins og þau kynnt sér gögn málsins á skrifstofu verjendanna. Samkvæmt 3. mgr. 122. gr. laga nr. 88/2008 kynnir dómari ekki fyrir vitni skýrslur þess hjá lögreglu eða önnur sýnileg sönnunargögn fyrr en dómara þykir þess þörf til skýringar eða leiðréttingar skýrslu þess. með því að ræða við vitnin fyrir aðalmeðferð máls og sýna þeim sýnileg sönnunargögn var farið á svig við greind lagafyrirmæli, auk þess sem sú háttsemi var til þess fallin að rýra trúverðugleika vitnanna, sbr. 7. tl. 122. gr. laga nr. 88/2008. Er þetta aðfinnsluvert.“ Þessi niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur kemur stjórn lögmannafélags Íslands verulega á óvart og telur stjórn félagsins hæpið að túlkun dómara á tilvísuðu lagaákvæði standist. Samskipti verjenda við vitni eru mikilvægur þáttur við undirbúning málsvarnar og ósjaldan eina leið verjenda til að fá upplýsingar um atvik máls. Af fyrri réttarframkvæmd má ráða að ákæruvaldið hefur rætt við vitni og kynnt þeim sönnunargögn áður en skýrslugjöf fer fram fyrir dómi undir aðalmeðferð máls. Sé verjendum sakborninga meinað um þennan rétt er stórlega vegið að grundvallarreglunni um réttláta málsmeðferð fyrir dómi og jafnræði málsaðila. ljóst er að sú réttaróvissa sem uppi er um stöðu aðila og vitna í kjölfar niðurstöðu í umræddu máli er mjög bagaleg og getur haft veruleg áhrif á þau sakamál sem nú eru til meðferðar fyrir dómstólum. Þessari réttaróvissu verður að eyða án tafar, þar sem núverandi staða er til þess fallin að rýra trúverðugleika réttarkerfisins og þar með réttarríkisins. Stjórn lögmannafélags Íslands www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson viðsk.fr. lögg. fast. Ásmundur Skeggjason lögg. fast. SÍMI: 533 6050

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.