Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 9
sínum geta sótt um gjafsókn til ríkisins. Lögmenn gagnrýna of lágt tekjuviðmið í gjafsóknarmálum sem gerir að verkum að hún nær eingöngu til þeirra allra fátækustu í íslensku samfélagi. Þeir spyrja um rétt þeirra sem eiga fyrir salti í grautinn en hafa ekki bolmagn til að standa undir kostnaði við rekstur máls. Lögmenn gagnrýna einnig ákvarð anir dómara við málskostnað sem gerir að verkum að reyndir lögmenn eru að gefast upp á því að taka að sér gjafsóknarmál þar sem skjól stæðingar hafa ekki bolmagn til að standa straum af þeim kostnaði sem útaf stendur. Er það hlutverk lögmanna að greiða niður opinbera réttaraðstoð? Rétt­ lætið þarf nefnilega að vera réttlátt. Eyrún Ingadóttir Heimildir: Innanríkisráðuneytið: Gjafsókn og önnur opinber réttaraðstoð. Áfangaskýrsla I, II og lokaskýrsla. http://www.innanrikisraduneyti.is/raduneyti/ starfssvid/gjafsokn/upplysingar/nr/815 Svar innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Willum Þór Þórssyni: http://www.althingi.is/altext/143/s/ pdf/1037.pdf Lög um meðferð einkamála nr. 91/1991. Reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar http://www.tr.is/media/fjarhaedir/utreikningur­ lifeyris­og­tengdra­bota­januar­2014­fina.pdf löGmannaBlaÐiÐ tBl 03/14 9 UMfJöllUn stjórn lmfÍ 2014­2015 á aÐalfundi lmfÍ síðastliðið vor voru jóhannes rúnar jóhannsson hrl. og óttar Pálsson hrl. kosnir í stjórn í stað Guðrúnar Bjargar Birgisdóttur hrl. og Guðrúnar Bjarkar Bjarnadóttur hdl. fyrir í stjórn sátu jóna Björk Helgadóttir hdl. og karl axelsson hrl. ásamt jónasi þór Guðmundssyni hrl., formanni. f.v. jóhannes rúnar jóhannsson, óttar Pálsson, jóna Björk Helgadóttir, jónas þór Guðmundsson og karl axelsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.