Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 10
10 löGmannaBlaÐiÐ tBl 03/14 UMfJöllUn HInn 5. SEpTEMBER sl. var haldin norræn ráðstefna um gjafsóknarreglur á norðurlöndunum undir yfirskriftinni „Retshjælp i norden“. Lagastofnun Háskóla Íslands hafði veg og vanda að ráðstefnunni og var tveimur aðilum frá hverju landi boðið, þ.e. einum aðila sem ynni innan gjafsóknarkerfisins, sem ætlað var að kynna fyrirkomulagið í hverju landi fyrir sig og einum starfandi lögmanni, sem kynnti hvernig væri að starfa í kerfinu og setti fram gagnrýni. Undirrituð hélt erindi fyrir hönd lögmanna á Íslandi en Ása Ólafsdóttir lektor og formaður gjafsóknarnefndar kynnti fyrirkomulagið hér á landi. Í stuttu máli mætti segja að fram hafi komið að gjafsókn á norðurlöndum hvíli alls staðar á sama grunni sem er augljóslega sá að aðstoða þá efnaminni við að halda fram rétti sínum í dómstólum, enda eru það grundvallarmannréttindi hvers einstaklings að eiga aðgang að dómstólum til að setja niður deilur og einn af meginþáttum réttarríkisins. Útfærsla á kerfinu, og hversu yfirgrips­ mikið það er, er að sumu leyti ólíkt milli landa en margt er þó keimlíkt. Þá var gagnrýnin af hálfu lögmanna að mörgu leyti beint að sömu atriðum. tekjumörk einstaklinga Á öllum norðurlöndunum er þak á tekjum þess einstaklings sem sækir um gjafsókn. Fjárhæðirnar eru mismunandi eftir löndum en í öllum tilvikum kom fram gagnrýni um að tekjuþakið væri allt of lágt. Það kom t.a.m. fram að í noregi er þakið fyrir einstakling u.þ.b. 370.000 norskar krónur á ári, en meðaltekjur einstaklings í þjónustustarfi á ári eru um 500.000 norskar. Svipuð gagnrýni kom fram af hálfu allra lögmannanna. Undirrituð benti á að hér á landi er þakið 2 milljónir fyrir einstakling en meðaltekjur skv. upplýsingum frá Hagstofu eru 4,8 milljónir á ári. Það má því vera ljóst að áralöng gagnrýni íslenskra lögmanna á of lágt tekjuþak einstaklinga til að fá gjafsókn endurómast hjá kollegum þeirra um öll norðurlöndin. Í Svíþjóð er tekjumarkið reiknað öðruvísi en hjá öðrum. Þar er reikn­ aður út „efnahagslegur grunnur“ umsækjanda (Ekonomiskt underlag) með því að leggja saman laun og styrki, en draga frá framfærslu og greiðslubyrði. Ef þessi grunnur er lægri en sem samsvarar u.þ.b. 4,7 milljónum íslenskra króna á ári er gjafsókn tæk. Hins vegar er það jafnframt svo að allir einstaklingar sem fá gjafsókn í Svíþjóð verða að greiða sjálfir ákveðið hlutfall af kostnaði sínum við málið Britt louise m. agrell lögmaður frá svíþjóð. reglur um gjafsókn á norðurlöndunum á ráðstefnu um gjafsókn 5. september sl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.