Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 16
16 löGmannaBlaÐiÐ tBl 03/14 Pistill forMAnns InnAnRÍKISRÁðHERRA HEFUR MEð reglugerð nr. 754/2014 fellt úr gildi reglugerð nr. 715/2009, um tímagjald við ákvörðun þóknunar til verjenda og réttargæslumanna. niðurfellingin miðast við 1. september 2014. Svo sem kunnugt er, var í síðarnefndu reglugerðinni mælt fyrir um að við ákvörðun þóknunar fyrir störf sam­ kvæmt 38. og 48. gr. laga um meðferð sakamála skyldi miða við að fyrir hverja byrjað klukkustund væru greiddar kr. 10.000. Fjárhæðin hafði verið óbreytt allt frá setningu reglu­ gerðarinnar þann 14. ágúst 2009. Stjórn Lögmannafélags Íslands hefur allt frá setningu reglugerðarinnar barist fyrir leiðréttingu tímagjaldsins og síðar niðurfellingu reglugerðarinnar. Sú barátta hefur loksins borið árangur. Lögmaður hefur verið settur dómari við Hæstarétt Íslands frá 16. október 2014 til 15. apríl 2015 vegna leyfis dómara við réttinn. Það er fagnaðarefni að starfandi lögmaður hafi verið settur í embætti hæstaréttardómara. Allmörg ár eru síðan það gerðist síðast. Af þessu tilefni er ástæða til að rifja upp að á undanförnum árum hafa margir bent á að æskilegt sé að til starfa dómara við Hæstarétt veljist einnig þeir sem hafa starfað sem lögmenn um lengri eða skemmri tíma. Hætta sé á að Hæstiréttur verði of einsleitur, ef svo má segja, ef hann skipa nær eingöngu þeir sem aðallega hafa annað hvort sinnt akademískum störfum eða dómstörfum. Þá hljóti starfsreynsla sem lögmaður almennt að vera eftirsóknarverð fyrir dómara. Lögmaðurinn sem hér um ræðir er Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður. Hann þarf vart að kynna. Karl situr sem kunnugt er í stjórn Lögmannafélags Íslands. Að ráði hefur orðið að hann taki ekki þátt í störfum stjórnarinnar á meðan á setningunni stendur og verður varamaður kallaður til. Fyrir hönd stjórnar félagsins óska ég Karli velfarnaðar í nýju og vandasömu starfi. Á þessum vettvangi hefur áður verið vakin athygli á því að tilefni sé til að meta hvort nægilega vel sé búið að málefnum dómstóla og réttarfars í yfirstjórn ríkisins og þá einkum í nýju innanríkisráðuneyti sem tók til starfa í ársbyrjun 2011. Margt bendi því miður til þess að sú breyting á Stjórnarráðinu sem þá var gerð hafi leitt til þess að málaflokkurinn fái nú minna vægi og athygli en áður. Til skoðunar hljóti að koma hvort ástæða sé til að endurskoða yfirstjórn dómsmála, þar á meðal hvort endurvekja eigi sjálfstætt dómsmálaráðuneyti. Með forsetaúrskurði nr. 90/2014 frá 26. ágúst síðastliðnum var sú breyting gerð á skiptingu starfa ráðherra að málefni dómstóla, ákæruvalds, lög gæslu, lögmanna o.fl. málefni voru færð frá innanríkisráðherra til embættis sérstaks dómsmálaráðherra, sem núverandi forsætisráðherra gegnir samhliða því embætti. Sam­ kvæmt forsetaúrskurðinum heyra málefnin eftir sem áður undir innan­ ríkisráðuneytið sem slíkt. Ráðu neytis­ sjóri verður einn sem fyrr og þeir starfsmenn innanríkisráðuneytisins sem sinnt hafa verkefnum sem nú færast undir dómsmálaráðherra munu gera svo áfram og hafa aðsetur í innan ríkisráðuneytinu. Þessari skipan er ætlað að gilda þar til annað verður ákveðið. Tilefnið er sem kunnugt er beiðni innanríkisráðherra um að tilteknir málaflokkar verði færðir úr hans höndum. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt opinberlega að hvað sem um­ ræddri breytingu líði og óháð henni verði fyrri ráðagerðir um hugsanlega fjölgun ráðherra og skiptingu ráðu­ neyta ræddar frekar á næstunni. Í því efni hafa þeir ekki útilokað að til skoð­ unar komi að setja á ný á fót sjálf stætt dómsmálaráðuneyti. Því ber að fagna. Lögmannafélag Íslands hefur, eins og önnur fagfélög lögfræðinga, um árabil barist fyrir upptöku milli­ dómstigs á Íslandi. Það var því gleði­ efni að í stefnuyfirlýsingu núver ­ andi ríkisstjórnar skyldi vera vikið að millidómstigi. Í henni segir nánar tiltekið að stefnt skuli að því að milli­ dómstig verði tekið upp, bæði í einka­ og sakamálum, og að Hæsti réttur starfi í einni deild. Á þessum grundvelli setti innan­ ríkisráðherra í ágúst 2013 á fót nefnd til þess að undirbúa upptöku milli­ dómstigs. Í framhaldinu virðist ráðherra hafa stefnt að því að leggja fram á Alþingi frumvarp um millidómstig í mars 2014. Síðan hafa nokkrum sinnum verið fluttar af því fréttir í fjölmiðlum að vinna nefndarinnar og tillögur til ráðherra væru á lokastigi og frumvarps að vænta. Í þingmálaskrá fyrir 144. löggjafarþing 2014­2015 er gert ráð fyrir því að dómsmálaráðherra leggi fram frumvarp um millidómstig á haustþingi. Óskandi er að það gangi eftir. niðurfelling þóknana­ reglugerðar og fleiri mál JónAs Þór GUðMUndsson Hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.