Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 13
löGmannaBlaÐiÐ tBl 03/14 13 UMfJöllUn réttarheimildir EEs­réttar á netinu Hagnýtt námskeið þar sem kennd verður leit að réttarheimildum eeS-réttar á netinu. Farið verður yfir hvernig finna má frumvörp að lögum, greinargerðir, gildandi löggjöf, dómafordæmi sem og önnur lögskýringargögn til túlkunar á eeS-rétti. einnig verður sýnt hvernig fylgja má eftir innleiðingu á tilskipunum og reglugerðum í íslenskan rétt og stuttlega hvernig skoða megi innleiðingu á eeS-rétti í öðrum löndum til samanburðar við íslenska innleiðingu. að lokum verður farið sérstaklega yfir leit í réttarheimildum evrópsks samkeppnisréttar. Kennari Hulda Kristín magnúsdóttir, hdl. hjá bba. Staður Kennslustofa LmFÍ, Álftamýri 9, Reykjavík. Tími Alls 3 klst. þriðjudagur 14. október 2014, kl. 16:00-19:00 Verð kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,- Skráning á www.lmfi.is Þann 1. september sl. tóku gildi nýjar reglur um málsgögn í einkamálum nr. 601/2014 og í sakamálum nr. 600/2014. Í reglunum er að finna fyrirmæli um í hvaða búningi mál skuli lögð fyrir Hæstarétt en á síðustu árum hefur orðið algengara að málsgögn sem lögð eru fyrir réttinn hafi að geyma öll þau skjöl sem lögð voru fram í héraði og endurrit allra skýrslna fyrir héraðsdómi. Mörg dæmi eru einnig um að sum skjöl séu í fleiri en einu eintaki í málsgögnum og er þetta m.a. tilefni þess að reglum var breytt. Lögmannafélagið hefur þegar sent lögmönnum grein um nýmæli reglnanna í tölvupósti eftir hæstaréttardómarana Ingveldi Einarsdóttur, Viðar Má Matthíasson og Þorgeir Örlygsson en hún er einnig aðgengileg í handbók lögmanna á heimasíðu félagsins. Í október verður haldið námskeið á vegum félagsdeildar um helstu nýmæli reglnanna, s.s. um samráð málsaðila við gerð málsgagna, afdrif málsgagna við ómerkingu héraðsdóms og heimvísun máls sem Viðar Már Matthíasson hæstaréttardómari kennir. nýjar reglur um málsgögn í einkamálum og sakamálum óréttmætir viðskiptahættir Farið verður yfir ákvæði laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fjallað verður um hvaða skilyrði lögin setja vegna háttsemi milli fyrirtækja í samkeppni, þ.m.t. við birtingu samanburðarauglýsinga og annarrar beinnar eða óbeinnar markaðssetningar. einnig verður farið yfir ákvæði varðandi vernd fjárhagslegra hagsmuna neytenda t.a.m. vegna auglýsinga, upplýsinga sem þar koma fram og framsetningu. Þá verður fjallað um sönnun fullyrðinga tengdum markaðssetningu fyrirtækja. Í þessu sambandi verður fjallað um ákvarðanir Neytendastofu og úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála sem taka á álitaefnum laganna. Kennarar Þórunn anna Árnadóttir og matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingar hjá Neytendastofu. Staður Kennslustofa LmFÍ, Álftamýri 9, Reykjavík. Tími Alls 2 klst. fimmtudagur 16. október 2014, kl. 16:00-19:00 Verð kr. 27.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 20.000,- Skráning á www.lmfi.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.