Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 19
löGmannaBlaÐiÐ tBl 03/14 19 Á léttUM nótUM Marta Margrét Ö. Rúnarsdóttir hdl. formaður, Erna Heiðrún Jónsdóttir hdl., Dagný Ósk Aradóttir hdl., Kristrún Elsa Harðardóttir hdl., Hrefna Dögg Gunnarsdóttir hdl., Svanhvít Yrsa Árnadóttir hdl. og Hulda Rós Rúriksdóttir hrl. Að aðalfundarstörfum loknum var boðið upp á léttar veitingar í boði ADVEL lögmanna. Sumarstarf FKL var með skemmti­ legasta móti. Árleg Jónsmessuganga FKL var farin þann 25. júní sl. Fríður hópur yfir tuttugu kvenna gekk á Esjuna í blíðskaparveðri undir styrkri stjórn Bergþóru Ingólfsdóttur hrl. Í sumar stóð FKL einnig fyrir átakinu „Allar á völlinn“, með það að markmiði að vekja áhuga á golfi og efla tengsl kvenna í lögmennsku. Þannig var í júní haldið golfnámskeið fyrir konur í lögfræðingastétt í samstarfi við Mp Golf líkt og síðasta sumar. Í kjölfarið var Andrea Olsen hdl. skipaður formaður golfnefndar FKL og golfhópur stofnaður á Facebook sem telur nú um sextíu konur. Þann 28. ágúst sl. hélt vaskur hópur kvenna í lögfræðingastétt svo loks á fyrsta golfmót FKL 2014 sem haldið var í Mýrinni í Garðabæ. Veður lék við kylfinga sem voru ræstir út í þremur hollum. FKL þakkar styrktaraðilunum mótsins, LOGOS og Bestu búðinni, sem og þátttakendum fyrir mótið og væntir þess að enn fleiri konur í lögmennsku láti sjá sig á golfvellinum í framtíðinni. Stjórn undirbýr nú vetrarstarf félagsins af krafti og hlakkar til þess að sjá konur í lögmennsku á fleiri viðburðum á vegum þess á starfsárinu! Stjórn FKL skrifstofuhúsnæði til leigu í Hafnarfirði TIL LeIGu fjórAr skrIfsTofur AÐ reykjAvíkurveGI 60, HAfNArfIrÐI. Á sTAÐNuM eru fyrIr þrír LÖGMeNN. ÁHuGAsAMIr HAfI sAMBANd vIÐ BjArNA ÁsGeIrssoN HrL. í síMA 696 5231 eÐA Á NeTfANGIÐ BjArNI@vIdskIpTAsTofAN.Is málsgögn fyrir Hæstarétti Fjallað verður um nýjar reglur um málsgögn í einkamálum og málsgögn í sakamálum sem tóku gildi 1. september sl. Í reglunum felast nokkrar breytingar á eldri reglum sem fjallað verður sérstaklega um, s.s. um samráð málsaðila við gerð málsgagna, afdrif málsgagna við ómerkingu héraðsdóms og heimvísun máls og viðbrögð Hæstaréttar við ófullnægjandi málsgögnum. Kennari Viðar már matthíasson hæstaréttardómari. Staður Kennslustofa LmFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Alls 3 klst. mánudagur 20. október 2014, kl. 16:00-19:00. Verð kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,- Skráning á www.lmfi.is frá móttöku fkl á loGos í febrúar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.