Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 30
30 löGmannaBlaÐiÐ tBl 03/14 Aðsent efni reiMAr PétUrsson Hrl. maGn Er Ekki sama og gæði. sönnun þess hefur birst mannfólkinu í ýmsum myndum í gegnum tíðina. Í heimi stærðfræðinnar sjá iðkendur þetta með áþreifanlegum hætti. Vandi stærðfræðings Ferdinand Lindemann skaust upp á stjörnuhimin stærðfræðinnar í upphafi 20. aldar þegar hann leysti tvö þúsund ára þraut og sýndi fram á að með reglustiku og sirkil ein að vopni væri ómögulegt að teikna ferning jafnan gefnum hring að flatarmáli. Uppveðraður af afrekinu hóf hann tilraunir til að leysa ráðgátu setta fram þremur öldum fyrr af öðrum en frægari stærðfræðingi, pierre de Fermat. Fermat hafði teiknað upp jöfnu og handskrifað á spássíu að hann kynni á henni fallega sönnun, hún tæki þó meira pláss en svo að komast fyrir á nöf blaðsins. Meira lét hann ekki uppi áður en hann dó. Sönnun Fermats hafði reynst stærðfræðingum aldanna þriggja ráðgáta og þeir leituðu hennar af ákafa sem helst má jafna við spænska landvinningamenn í leit að El Dorado. Lindemenn réðst til atlögu. Eftir sjö ára þrotlausa vinnu árið 1908 skilaði hann 63 blaðsíðna sönnun, listilegri smíð við allra fyrstu skoðun. Vonbrigðin urðu hins vegar fljótt mikil, villa fannst á þriðju blaðsíðu. Ekkert sem eftir fylgdi skipti máli. Sönnun ráðgátu Fermats fannst svo ekki fyrr en 1994 án þess að framlag Lindemann hafi þar neinu skipt. lærdómur lögmanna Lögmenn mega hafa þetta í huga. Magn pappírs staðfestir ekki gæði greinargerðar. nú sýnist að vísu hverjum sitt í lögfræði á meðan stærðfræðin er algild. En ef nánar er gáð geta áhrif stakrar rökvillu í lögfræðilegri greinargerð þó ekki síður verið skaðleg ef hún vekur almenna vantrú á málstaðnum. Við bætist að langt mál um lítið er ósannfærandi; endurtekningar eru þreytandi og auka ruglingshættu. Stuttur texti er aftur á móti læsilegur og vekur áhuga; gagnorð umfjöllun um álitlegar málsástæður eykur trú á málstaðnum. Veiði og dómgreind Stundum tefla lögmenn fram vonlitlum málsástæðum á þeirri forsendu að dómari gæti talið þær álitlegar. Oft heyrist í því sambandi samlíking við veiðiskap. Alveg eins og veiðimaður getur ekki vitað fyrirfram hvaða flugu fiskurinn gín við getur lögmaður ekki vitað hvaða málsástæðu dómari fellst að endingu á. Þessi samlíking er dágóð, en eitt gleymist: til eru góðir veiðimenn og slæmir. Þeir hæfu vita hvaða flugur eru líklegastar, renna þeim skipulega í gegnum hylinn og fara í þann næsta ef ekkert gerist. Amlóðarnir velja hins vegar flugur af tilviljun, standa óskipulega að veiðiskapnum og styggja stundum fiskinn í hamaganginum. Loks þegar líklegustu flugurnar eru settar undir hefur fiskurinn kannski misst áhugann. Þótt amlóðarnir veiði stundum fisk á ólíklega flugu er niðurstaðan samt afdráttarlaus: Þeir hæfu veiða að meðaltali meira. Og það sem meira er. Þeir hæfu þurfa ekki að finna til minni máttar þegar þeir heyra sögur af árangri amlóða með ólíklega flugu en á sama stað. Þar hefur hending ráðið, ekki afburðahæfni amlóðans. Einu gildir því fyrir lögmann þótt síðar komi svipað mál fyrir dóm og málsástæða er þar tekin til greina, sem hann taldi ekki eiga erindi. Í því felst enginn dómur yfir störfum hans. Allt á sér sinn stað og tíma. Þess vegna á lögmaður ekki að bera kvíðboga yfir að beita dómgreind þegar hann velur úr mögulegum málsástæðum. Lögmenn beita oftast dóm greind við framsetningu mála. Viðskipta­ vinurinn greiðir fyrir hana, ekki pappírinn. Stundum er eins og þetta gleymist. magn og gæði

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.