Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 5

Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 5
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/15 5 AF VETTVANGI FÉLAGSINS ÞYRÍ STEINGRÍMSDÓTTIR HRL. AÐALFUNDIR LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS og félagsdeildar LMFÍ 2015 voru haldnir þriðjudaginn 26. maí s.l. á Hilton Reykjavík Nordica. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa voru samþykktar tillögur um breytingu á siðareglum lögmanna og hækkun árgjalds. Þá voru staðfestar reglur um eftirlit með innheimtustarfsemi lögmanna og þrír mætir lögmenn gerðir að heiðursfélögum. Skýrsla stjórnar Jónas Þór Guðmundsson hrl., fráfarandi formaður, kynnti skýrslu stjórnar og gerði stuttlega grein fyrir þeim málum sem verið hafa í brennidepli innan félagsins á liðnu starfsári. Að því loknu gerði Ingimar Ingason framkvæmdastjóri grein fyrir ársreikningi félagsins vegna ársins 2014. Niðurstaða af rekstri félagsins í heild var neikvæð um 3.6 milljónir króna en tap aðaldeildar var tæplega 4.9 milljónir á móti hagnaði félagsdeildar um 1.3 milljónir. Framkvæmdastjórinn fjallaði jafnframt um einstaka rekstrarliði sem tóku eftirtektarverðum breytingum á milli ára. Skerpt á samskiptum lögmanna við vitni Samþykkt var tillaga laganefndar um breytingu á 21. gr. siðareglna lögmanna sem skerpir á samskiptum lögmanna við vitni. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri málsgrein ­ 3. mgr. ­ um heimild lögmanns til að hafa samband við vitni í máli til að kanna hvað það getur borið um atvik og gera því kleift að búa sig undir vitnaleiðslu. Sé um að ræða vitni sem eru í sérstökum tengslum við gagnaðila er lögmanni gert skylt að tilkynna lögmanni gagnaðila áður en haft er samband við vitnið, ef þess er nokkur kostur, en ella jafn skjótt og kostur er. Hafi lögmaðurinn samband við vitni ber honum að gæta viðeigandi tillitssemi og forðast að hafa áhrif á framburð vitnisins. Reglur um eftirlit með inn­ heimtu starfsemi lögmanna Þá var tillaga um staðfestingu reglna um eftirlit með innheimtustarfsemi lögmanna lögð fyrir fundinn og samþykkt en stjórn félagsins hafði áður samþykkt reglurnar sem byggja á 4., sbr. 3. mgr. 15. gr. innheimtulaga nr. 95/2008. Hækkun árgjalds Að endingu var samþykkt tillaga um hækkun árgjalds til skyldubundna hlutans úr 49 þúsund krónum í 51 þúsund fyrir árið 2016. Nýr formaður Reimar Pétursson hrl. gaf einn kost á sér til formennsku og var hann kjörinn formaður félagsins til eins árs. Í aðalstjórn til næstu tveggja ára voru kosin þau Berglind Svavarsdóttir hrl. og Árni Þór Þorbjörnsson hdl. en auk þeirra sitja áfram í stjórn þeir Óttar Pálsson hrl. og Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. Í þriggja manna varastjórn voru kjörin þau Þórdís Bjarnadóttir hrl., Heiðrún Jónsdóttir hdl. og Arnar Þór Stefánsson hrl. Gústaf Þór Tryggvason hrl. og Othar Örn Petersen hrl. voru endurkjörnir skoðunarmenn og Þorbjörg I. Jónsdóttir hrl. til vara. Í laganefnd voru kjörin Grímur Sigurðarson hrl., Eiríkur S. Svavarsson hrl., Marta Margrét Ö. Rúnarsdóttir hdl., Stefán Andrew Svensson hrl., Erla Pétursdóttir hdl., Einar Farestveit hdl. og Hildur Ýr Viðarsdóttir hdl. Í stjórn námssjóðs voru kjörin Erla S. Árnadóttir hrl., Áslaug Árnadóttir hdl., Þórólfur Jónsson hrl. og Finnur Magnússon hdl. Kosning þriggja heiðursfélaga Á aðalfundinum voru kjörnir þrír heiðursfélagar Lögmannafélagsins, þeir Helgi V. Jónsson hrl., Jakob R. Möller hrl. og Jóhann H. Níelsson hrl. Allir hafa þeir unnið við góðan orðstír að lögmennsku í fjölda ára og sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Helgi V. Jónsson hefur starfað við lögmennsku í 54 ár en hann fékk héraðsdómslögmannsréttindi árið 1961 og hæstaréttarlögmannsréttindi árið 1976. Hann sat í stjórn LMFÍ 1979­ 1982, var varaformaður 1980­1981 og formaður 1981­1982. Þá var hann varamaður í stjórn 1977­1979. Jakob R. Möller fékk héraðsdóms­ lögmannsréttindi árið 1991 og hæsta­ réttar lögmannsréttindi árið 1995. Hann sat í stjórn félagsins 1996­2000, var varaformaður 1998­1999 og formaður 1999­2000. Þá sat hann í laganefnd 2000­2002. Jóhann H. Níelsson fékk héraðs­ dómslögmannsréttindi árið 1965 og hæstaréttarlögmannsréttindi árið 1973. Hann sat í stjórn LMFÍ 1981­1983, var varaformaður 1981­1982 og formaður 1982­1983. Þá sat hann í stjórn námssjóðs 1990­2004. Anna Lilja Hallgrímsdóttir Aðalfundur Lögmannafélags Íslands

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.