Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Qupperneq 2
2 Fréttir 22. október 2012 Mánudagur M óðurfélag Landsbanka Íslands, Samson, var með stöðu gegn íslensku krónunni á árunum 2007 og 2008. Í ársreikningum félagsins fyrir þessi ár kemur fram að félagið tapaði tæplega 16 millj- örðum króna árið 2007 vegna þess að krónan hélst sterkari en stjórn- endur félagsins töldu og nærri 19,5 milljarða hagnaður á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 þegar krón- an hrundi í verði. Í báðum tilfellum var tapið og hagnaðurinn sem um ræddi afleiðing af gengisvörnum fé- lagsins sem Samson hafði gert með afleiðusamningnum. Orðrétt segir um þetta í árshluta- uppgjöri Samsonar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008: „Félagið færir afleiðusamninga á markaðsvirði og því kemur fram tekjufærsla að fjár- hæð 19.483 m.kr. sem að stórum hluta er vegna veikingar íslensku krónunnar á tímabilinu. Sem al- þjóðlegt fjárfestingafélag beitir fé- lagið gengisvörnum til að styðja við eign félagsins í Landsbanka Ís- lands hf. og draga úr gengisáhrifum á eignir félagsins í evrum talið.“ Gengisvarnirnar voru hins vegar svo miklar hjá Samson á þessum tveimur árum að þær voru meira en vörn fyrir 100 prósent af eigin fé Landsbankans – 100 prósent vörn á eigið fé Landsbankans árið 2007 hefði átt að þýða tap upp á 8 millj- arða króna en í stað þess var tapið tvöfalt hærra. Því var ekki um rétt- nefndar gengisvarnir að ræða held- ur stöðu með því að krónan lækkaði mikið í verði. Önnur staða Á sama tíma og bankinn var með þessa stöðu gegn krónunni, sem byggði á því mati að krónan myndi lækka í verði, byrjaði hann í auknum mæli að selja viðskiptavinum sín- um gengistryggð lán, meðal annars húsnæðis- og bílalán sem tengd voru gengi erlendra mynta. Slík lán byggðu á þeirri hugmynd að lík- legt væri að íslenska krónan héld- ist áfram sterk í samanburði við er- lendar myntir og því væri hagstætt fyrir viðskiptavininn að gengis- tryggja lánin. Landsbankinn byrjaði í auknum máli að lána viðskiptavinum sín- um í erlendum gjaldmiðlum árið 2006 og hækkaði hlutfall erlendra lána til einstaklinga um 400 prósent á tveimur árum, samkvæmt skýr- slu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar segir meðal annars í öðru bindi: „Mynd 27 sýnir að í Landsbank- anum jókst hlutur erlendra lána til einstaklinga jafnt og þétt frá því snemma árs 2006. Fór hlutfallið úr um 5 % í upphafi þess árs í yfir 20 % árið 2008. Eins og hjá Kaupþingi er meirihluti erlendra lána í japönsk- um jenum og svissneskum frönk- um. Í öllum bönkunum þremur jókst hlutur erlendra gjaldmiðla, sér í lagi lágvaxtamynta, verulega í lán- um til einstaklinga síðustu 2–3 árin fyrir fall bankanna.“ Staðan er því þessi: Móðurfélag Landsbankans var búið að veðja á það með afleiðusamningum að krónan myndi lækka umtals- vert í verði á árunum 2007 og 2008 en bankinn seldi viðskiptavinum sínum lán á sama tíma sem byggðu á því að krónan myndi haldast sterk. Segir hugtakanotkun óljósa Á fimmtudaginn í síðustu viku féll dómur í Hæstarétti Íslands sem fyrr- verandi starfsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, aðaleiganda Lands- bankans, höfðaði gegn þremur starfsmönnum DV út af umfjöllun blaðsins um stöðutöku hans gegn íslensku krónunni á árunum 2006 og 2007 og tillögum hans til fyrir- tækja Björgólfs um stórfellda stöðu- töku gegn gjaldmiðli Íslands. Heið- ar Már Guðjónsson var einn nánasti ráðgjafi Björgólfs Thors um gjald- miðlamál á árunum fyrir hrunið og var framkvæmdastjóri hjá fjár- festingarfélagi hans Novator. Hæstiréttur sýknaði starfsmenn DV af kröfum Heiðars Más og vísaði meðal annars til þess að hann hefði sjálfur notað hugtökin „stöðutaka“ og „skortsala“ á víxl um sama hlut- inn í minnisblaði sem hann vann fyrir fyrirtæki Björgólfs Thors þar sem hann ráðlagði honum að taka stöðu gegn íslensku krónunni í hagnaðarskyni. Ein helsta röksemd Heiðars Más í málflutningnum gegn DV var að blaðið skyldi ekki muninn á hugtökunum skortsölu og stöðu- töku. Þá hefur Heiðar haldið því fram í viðtali við DV að hann sjálfur hafi keypt sér tryggingar gegn falli krón- unnar þar sem hann hafi talið að krónan myndi lækka: „Þegar þú býst við slysi, en ert með tryggingu, viltu ekki að tryggingin renni út. Það kostar hins vegar að tryggja sig, og það er það sem við er átt með „option bleed“. Krónan var að fara að lækka, og við vildum takmarka eins og hægt var tjónið af því. Á árinu 2007 kostaði það mikið að skulda í krónum, frekar en erlend- um gjaldeyri. Það er það sem átt er við með „blæðir“. Á hverjum degi kostaði það mig mun meira að vera með innlenda fjármögnun, en er- lenda.“ Helsti ráðgjafi Björgólfs Thors í gjaldmiðlamálum var því sjálfur með stöðu gegn íslensku krónunni auk þess sem móðurfélag Lands- bankans var með slíka stöðu, á sama tíma og Landsbankinn jók hlutfall gengistryggðra lána til viðskiptavina sinna um 400 prósent. Benti á hagnaðartækifæri Landsbankans Orðrétt sagði Hæstiréttur um þetta: „Hann [Heiðar Már, innskot blaða- manns] hefur í málflutningi sínum lagt áherslu á að skýra verði hugtök- in skortsala og stöðutaka rétt og sé það gert verði ekki ráðið af minn- isblaðinu að hann hvetji til árása á íslensku krónuna. Af minnis- blaðinu verður ekki séð að hugtök þessi séu notuð í skýrt aðgreindri merkingu. Þar segir meðal annars: ,,Straumur, Landsbanki og Sam- son skortselja ISK, hver fyrir sig sem samsvarar 30–50 milljörðum eft- ir því á hvaða verðum við fáum það gert. Búast við 20% hagnaði af 100 milljarða stöðu, eða 20 milljörðum. Kaupa verðtryggingu fyrir 20–30 milljarða á íslenskum skuldabréfa- markaði. Kaupa einnig verðtryggð skuldabréf fyrir svipaða fjárhæð. Búast við 10% verðhækkun á 40 milljarða stöðu, eða 4 milljörðum. Í heildina væri í mesta lagi um ríflega 30 milljarða hagnað af skortstöðum að ræða. Þetta væri hreinn hagnað- ur, óháður áhættustýringarsjónar- miðum. Langmest hagnaðartæki- færi er í íslensku krónunni.“ Síðar í minnisblaðinu segir: ,,Novator  tek- ur skortstöðu fyrir tæplega 50 millj- arða króna.“ Af því sem segir síðar í minnisblaðinu verður ekki annað séð en þessi „skortstaða“ hafi átt við um íslensku krónuna enda sérstak- lega gerð grein fyrir því að aðrar fjár- festingarheimildir Novator séu háð- ar takmörkunum. Verður fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að þessi gögn séu, í ljósi þess tjáningarfrels- is sem játa verður gagn áfrýjendum um málefnið, nægilegur grundvöll- ur fyrir ummælunum og að gagná- frýjendum verði ekki gert að færa fyrir þeim frekari sönnur.“ Viðskiptavinir hafa skoðað stöðu sína Jóhannes Árnason, héraðsdóms- lögmaður hjá Cato í Borgartúni sem unnið hefur fyrir einstaklinga sem tóku gengistryggð lán, segir að Bankinn tók stöðu gegn viðskiptavinum sínum n Hæstiréttardómur um stöðutöku Heiðars Más n Gengistryggð lán jukust um 400 prósent„Af minnisblað- inu verður ekki séð að hugtök þessi séu notuð í skýrt að- greindri merkingu Ráðgjafi Björgólfs Ráðgjafi Björgólfs Thors í gjaldmiðlamál- um, Heiðar Már Guðjónsson, var sjálfur með stöðu gegn krónunni og ráðlagði fyrirtækjum Björgólfs að taka slíka stöðu. Á sama tíma jukust gengistryggð lán til viðskiptavina Landsbankans um 400 prósent. Samson með stöðu Samson, móðurfélag Landsbankans, hagnaðist um nærri 20 milljarða á fyrsta helmingi ársins 2008 vegna falls íslensku krónunnar. Björgólfur Thor Björgólfsson var stærsti hluthafi Samsonar. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.