Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Síða 13
Afdrif GAddAfi-fjölskyldunnAr Krónprins vogunarsjóðanna hættur n Greg Coffey hættur 41 árs að aldri n Auðævi hans metin á 85 milljarða Á stralinn Greg Coffey er sestur í helgan stein þrátt fyrir að vera einungis 41 árs. Ástæðan fyr- ir þessu er góð og gild enda er Coffey með þeim ríkustu í heimi. Auðævi hans eru metin á 430 millj- ónir punda, eða rúmlega 85 milljarða króna. Þessi ungi Ástrali þykir um margt sérstakur. Hann lagði grunninn að auð sínum með vogunarsjóðum og þénaði ótrúlegar upphæðir á tiltölulega stutt- um ferli sínum í viðskiptum. Hann naut mikillar virðingar í fjármálaheim- inum og var stundum nefndur krón- prins vogunarsjóðanna. Hann hef- ur lengst af búið í Bretlandi en hann tilkynnti viðskiptafélögum sínum á dögunum að hann ætlaði sér að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni og í heimalandi sínu. Coffey, sem gekk undir Töframað- urinn, tók vinnuna með sér hvert sem hann fór. Hann lét til að mynda flytja fyrir sig tölvur, tölvuskjái og fleira er hann fór í frí með fjölskyldu sinni á hótel og réð menn í vinnu til að setja allan nauðsynlegan búnað upp til að geta fylgst með mörkuðum. Þá gerði hann þá kröfu að fá alltaf rjúkandi heit- an kaffisopa á skrifstofu sína á morgn- ana. Skipti þá engu máli hvort hann var við eða ekki. Kaffið varð að koma. Árið 2008 stóð honum til boða að fá 250 milljónir dala, rúma þrjá milljarða, fyrir að halda áfram störfum sínum fyrir vogunarsjóðinn GLG Partners. Hann hafnaði hins vegar tilboðinu og kom öllum á óvart. Það ætti hins vegar ekki að væsa um Coffey næstu árin og áratugina. Hann á glæsihús úti um allar triss- ur, meðal annars í London og Sydney. Þá keypti hann sögufræga eign á einni ey í Suðureyjaklasan- um við Skotland fyrir 3,5 milljón- ir dala, 430 milljónir króna. Coffey ætti að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af peningamálum það sem eftir er. n Erlent 13Mánudagur 22. október 2012 n Eitt ár liðið frá dauða Muammars Gaddafi n Litið á hver afdrif nánustu aðstandenda og bandamanna Gaddafis voru Talsmaðurinn: Musa Ibrahim Afar lítið er vitað um afdrif Musa Ibrahim sem gegndi stöðu tals- manns líbísku ríkisstjórnarinnar. Hann var náinn samstarfsmaður Gaddafis og hafði í nógu að snú- ast við að slökkva elda þegar upp- reisnin geisaði í landinu. Hann hélt daglega blaðamannafundi þar sem hann reyndi að sann- færa blaðamenn um að uppreisn- in væri tímabundið vandamál – jafnvel eftir að uppreisnarmenn náðu tökum á Trípólí. Musa Ibrahim var skyldur Gaddafi en hann stundaði nám í Bretlandi um langt skeið og er sagður hafa búið í Lundúnum í 15 ár. Síðast sást til hans í Trípólí í þann mund sem uppreisnarmenn náðu þar tökum. Misvísandi upplýsingar hafa borist um afdrif hans, með- al annars þær að hann hafi ver- ið handtekinn. Svo er hins vegar ekki og enn sem komið er virðist enginn vita hvað varð um Musa Ibrahim. Utanríkisráðherrann: Musa Kusa Musa Kusa var einn nánasti sam- starfsmaður Gaddafis og gegndi embætti utanríkisráðherra og yfir- manns leyniþjónustunnar. Hann snéri hins vegar baki við vini sín- um í mars 2011, átta mánuðum áður en Gaddafi var veginn, fór til Túnis og flaug þaðan til Bret- lands. Stjórnvöld í Bretlandi neit- uðu að veita honum friðhelgi og fór svo að hann yfirgaf landið og hélt til Katar. Kusa er sagður búa þar í góðu yfirlæti og er hann stuðnings- maður nýrrar ríkisstjórnar. Kusa var yfirmaður leyniþjónustu Líbíu árin 1994 til 2009 en þá tók hann við embætti utanríkisráðherra. Rannsókn fréttaskýringarþáttar- ins Panorama á BBC leiddi í ljós að hann, í eigin persónu, pyntaði fanga og tók þátt í fjöldamorðunum í Abu Salim-fangelsinu árin 1996 þar sem 1.200 manns voru drepin. Hann hefur þrætt fyrir þessar ásakanir. Þá hefur hann lýst því yfir að hann hafi enga vitneskju um hver stóð að baki sprengingu í farþegaflugvél yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Eitt ár Muammar Gaddafi var veginn í Sirte þann 20. október 2011. Síðan þá hefur fjölskylda hans tvístrast og langflestir eru farnir frá Líbíu. Mynd REutERs Löðrungaður ef hann notar Facebook Bandarískur tölvunarfræðingur hefur fundið athyglisverða leið til að auka afköst sín í vinnunni. Mað- urinn, Manees Sethi, auglýsti eftir einstaklingi á smáauglýsingavefn- um Craigslist til að fylgjast með sér í vinnunni. Átti viðkomandi að sjá til þess að hann myndi ekki nota Face- book í vinnunni gegn því að fá sem samsvarar þúsund krónum á tím- ann. Ef hann myndi nota Facebook ætti viðkomandi að gefa honum einn þéttingsfastan löðrung. Það leið ekki á löngu þar til ung kona, Kara að nafni, hafði samband og bauðst til að taka starfið að sér. Hún sinnir starfi sínu af alúð og lætur Sethi finna fyrir því ef hann brýtur regluna um Facebook-notkunina. Sathi segir að hann hafi í raun skammast sín þegar hann komst að því að hann eyddi að meðaltali 19 klukkustundum í hverri viku á Facebook. Þess vegna hafi hann ákveðið að fara þessa leið til að auka afköst sín. Algjör þvæla Breskir fjölmiðlar féllu í gildru í síð- ustu viku þegar þeir greindu frá því að til stæði að opna nýjan sæðis- banka í Bretlandi, The Fame Daddy. Átti sæðisbankinn eingöngu að taka við sæði frá frægum einstakling- um; íþróttamönnum, leikurum og tónlistarmönnum og áttu konur að geta nálgast það gegn því að greiða fimmtán þúsund pund, eða tæpar þrjár milljónir króna. Þetta reyndist hins vegar allt saman vera uppspuni frá rótum. Stofnandi fyrirtækisins, Dan Richards, kom meðal annars fram í sjónvarpsviðtölum þar sem hann lýsti stefnu sæðisbankans. Hann viðurkenndi síðar að þetta væri allt saman hrekkur og hann væri í raun að starfa fyrir ónefnt sjónvarpsfyrirtæki. „Þetta var svo sannarlega ótrúlega saga,“ sagði Phillip Schofield hjá ITV-sjónvarps- töðinni en stöðin var ein þeirra sem tók viðtal við Richards. Félagi Ric- hards hjá ITV tók undir þetta: „Það var eitthvað bogið við þetta, þetta var svo ótrúlegt.“ Snyrtivörur hjálpuðu í veikindunum Þrettán ára stúlka sem barist hefur við krabbamein um langt skeið, hefur verið gerð að heiðursandliti snyrtivörufyrirtækisins Cover Girl. Talia Joy Castellano var opinská um krabbameinsbaráttu sína á Youtu- be og vakti heimsathygli, en mynd- bandið hefur verið spilað fjórtán milljón sinnum. Það var spjall- þáttadrottningin Ellen Degeneres sem sagði Taliu þessi tíðindi í sjón- varpsviðtali á dögunum, en Ellen hefur sjálf verið andlit auglýsinga- herferðar Cover Girl. Á sunnu- dag var auglýsingin svo afhjúpuð, Taliu til mikillar gleði, en hún fékk sérstakan áhuga á snyrtivörum þegar hún missti hárið í krabba- meinsmeðferðinni og fjalla mörg myndbönd hennar einmitt um það. Milljarðamær- ingur Coffey hefur ákveðið að hætta störfum. Hann á glæsieignir víða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.