Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Síða 16
H&M hættir að nota skaðleg efni n Fataframleiðandinn notaði PFC-efnin í skjólfatnað v erslunarkeðjan H&M hefur ákveðið að hætta að nota PFC- efni í fötin sín en efnin eru fitu- og vatnsfráhrindandi og eru notuð í skjólfatnað. Þessi skaðlegu efni, sem hafa truflandi áhrif á horm- óna og eru talin geta valdið krabba- meini, berast frá textílverksmiðjum út í náttúruna og í fæðukeðjuna. Frá og með 1. janúar 2013 verð- ur allur fatnaður frá H&M án efnanna en fataframleiðandinn hefur nú fund- ið annað efni sem mun verða notað í staðinn. „Þetta nýja efni stendur al- gjörlega undir væntingum og kröfum okkar um að nota efni sem eru um- hverfisvæn og skaðlaus heilsu okkar. Það má nota það í allt sem H&M fram- leiðir,“ segir talsmaður H&M við Politi- ken. Greenpeace-samtökin, sem hafa gagnrýnt H&M fyrir að nota PFC-efn- in, fagna þessari niðurstöðu og segja þetta skref í rétta átt og vona að aðrir fataframleiðendur taki H&M sér til fyr- irmyndar og hætti að nota skaðleg efni í framleiðslu sinni. Efnin sem hafa verið notuð í um hálfa öld má helst finna í ýms- um matvælaumbúðum svo sem pappadiskum, pítsukössum og ör- bylgjupoppspokum, auk skjólfatn- aðar. n 16 Neytendur 22. október 2012 Mánudagur Algengt verð 254,9 kr. 260,9 kr. Algengt verð 254,6 kr. 260,5 kr. Höfuðborgarsv. 254,4 kr. 260,4 kr. Algengt verð 254,7 kr. 260,7 kr. Algengt verð 256,6 kr. 260,7 kr. Melabraut 254,6 kr. 260,5 kr. Eldsneytisverð 21. okt. Bensín Dísilolía Þakklát fyrir þjónustuna n Lofið fær þjónustuver Stöðvar 2. „Ég vil fá að lofa Gísla í þjónustu- veri Stöðvar 2 fyrir einstaka þjón- ustulund og velvilja. Málið var þannig að á föstudag pöntuðum við áskrift að Stöð 2 svo við gætum horft á fyrsta þáttinn af Pressunni á sunnudaginn en áskriftin var ekki gengin í gegn um helgina. Gísli var hins vegar boð- inn og búinn til þess að græja þetta fyrir okkur á sunnudagskvöldið og opnaði fyrir áskrift fram á mánu- dag. Fyrir það erum við afskap- lega þakklát.“ Enginn afsláttur n Lastið að þessu sinni fær Dekkja- höllin. „Ég skrapp og lét umfelga bílinn hjá Dekkjahöllinni og spurði hvort fyrirtækið biði upp á KEA-af- slátt. Starfsmaðurinn sagði nei en hvíslaði svo að mér að hann myndi gefa mér 10 prósenta afslátt. Ég þakkaði fyrir og spurði hvað þetta kostaði þá og fékk að vita að það yrðu 8.130 krónur. Ég settist og fékk mér kaffi á meðan bíllinn var í umfelgun en fór svo að spá í þetta samtal okkar og ákvað að spyrja annan starfsmann hvað það kost- aði að umfelga jeppling. Fékk það svar að það kostaði 8.130 krónur. Sem sagt enginn afsláttur heldur laug hann blákalt að viðskiptavin- inum. Ég lét starfsmanninn sem afgreiddi mig fyrst heyra það og fór svo mína leið. Held ég skipti ekki aftur við Dekkjahöllina.“ DV hafði samband við Dekkjahöllina og fékk eftirfarandi svar: „Ég segi við við- skiptavininn að þetta kosti 8.130 kr. Hann spyr hvort að ég veiti af- slátt gegn KEA-korti. Ég segi nei en segi jafnframt að ég hafi gefið honum 10 prósenta af- slátt en við erum að veita 10 prósenta staðgreiðsluafslátt af verðlistaverði þegar umfelguð eru fjögur dekk – þetta er okkar svar við samkeppninni. Á nót- unni kemur bersýnilega í ljós að hann fékk 10 pró- senta afslátt frá verðlista.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is skaðlausar flíkur Allar flíkur sem keyptar eru í H&M eftir 1. janúar næstkomandi verða án skaðlegra efna. Hættuleg og algeng mistök í eldHúsinu n Mikilvægt að kæla afganga hratt niður svo bakteríur nái ekki bólfestu Þ au eru þó nokkur mistökin sem við gerum í eldhúsinu og við meðhöndlun mat- væla. Sum þeirra geta jafn- vel reynst okkur hættuleg. Í nútímaeldhúsi með nýjum matar- tegundum eru komnar nýjar bakt- eríutegundir. Gömul húsráð virka því ekki eins og áður og við þurfum að læra nýjar leiðir til að meðhöndla matvælin. Um þetta er fjallað á síð- unni videnskab.dk en þar er vitnað í Elin Halbach Røssvoll, sérfræðing í fæðuöryggi. Hún fór fyrir nýlegri könnun SIFO, stofnunar um neyt- endarannsóknir í Noregi. Í könnuninni voru greind svör 2008 þátttakenda og kom í ljós að fjölmörg mistök voru gerð í eldhús- inu og ekki bætti úr sú staðreynd að matarvenjur okkar hafa breyst og nú- tímamaðurinn er uppteknari og hef- ur minni tíma til að sinna matargerð. afþýðing kjöts Langflestir gera þau mistök að gleyma að taka kjöt úr frystinum fyr- ir kvöldmatinn í tíma. Þá er reynt að láta kjötið þiðna sem fyrst og oftast látið standa við stofuhita. Rannsókn- ir sýna að það er ekki mikil hætta á fjölgun baktería í kjötinu þó það standi við stofuhita í einn til tvo tíma. Það er hins vegar best að láta kjötið þiðna í ísskáp þó það taki lengri tíma. Hitastig í ísskápnum Það er mjög algengt að fólk viti ekki hvaða hitastig er í ísskápnum en samkvæmt könnuninni var um helmingur þátttakenda ekki með það á hreinu. Hitastigið á að vera 0–4 gráður. „Við sáum að þegar ísskáp- ar eru 8 gráðu heitir eða meira og eru oft opnaðir, þá skapast góðar að- stæður fyrir hættulegar bakteríur til að dafna,“ segir Elin Halbach Røss- voll. Það er því mikilvægt að halda hitastiginu réttu og takmarka um- ferð í ísskápinn. Vertu búin að hugsa hvað þú ætlar að taka út úr honum í hvert skipti sem þú opnar hann og varastu að hafa hann opinn lengur en þörf er á. síðasti söludagur Við erum alls ekki nógu dugleg að athuga dagsetningar sem settar eru á matvælin af framleiðendum. „Þriðju algengustu mistökin sem við gerum er að við skoðum ekki dagsetningar á matvælunum og vit- um ekki muninn á merkingunum síðasti söludagur og síðasti neyslu- dagur,“ segir Elin Halbach Røssvoll. Hún útskýrir að það síðarnefnda segir til um að matvælanna skuli ekki neytt eftir tilgreinda dagsetn- ingu. „Það er heldur ekki hægt að lykta af mat og segja til um hvort þar þrífist bakteríur sem orsaka matar- sýkingu, jafnvel þótt allt líti vel út,“ segir hún. Þegar matvæli eru merkt með síðasta söludegi á sú dagsetning við um hvenær gæði matvælanna eru best og það er ekki hættulegt að neyta þeirra þó sá dagur sé liðinn. Helmingurinn er hættulegur Aðrar niðurstöður könnunarinnar sýna að helmingur þeirra mistaka sem við gerum geta valdið hættu- legum aðstæðum og hér er um að ræða mismunandi útfærslur á mistökum við upphitun eða kæl- ingu matvæla. „Það sem við höfum komist að er að hættulegustu mis- tökin eru þegar stórir skammtar af mat eru látnir kólna of hægt. Það er mikilvægt að kæla mat hratt til að koma í veg fyrir að hentugar að- stæður skapist fyrir bakteríur sem geta valdið sjúkdómum,“ segir Elin Halbach Røssvoll. Það geti þó verið snúið að kæla mat á réttan hátt, sér í lagi þegar um mikið af afgöngum er að ræða. Gott ráð sé að setja af- gangana í minni ílát sem gerir það að verkum að maturinn er fljótari að kólna. „Einnig má setja stóra potta í kalt vatn til að lækka hitann í þeim eða jafnvel skella þeim út í snjóinn að vetrarlagi,“ segir hún. Útrýmir ekki hættunni Ef stór pottréttur hefur staðið á eld- húsborðinu í nokkrar klukkustundir án þess að hafa verið kældur, get- ur hann gert þann sem neytir hans alvarlega veikan. Maturinn getur orsakað allt frá niðurgangi til dauða. „Ef maturinn er ekki kældur niður eða látinn kólna yfir lengri tíma geta myndast grómyndandi bakteríur sem lifa af suðu og myndað eiturefni,“ segir Elin. Það hafi því engin áhrif að sjóða matinn aftur og matvælin eru jafn hættuleg. Hún bendir að röng kæling á mat sé mun hættulegri en það að láta kjöt þiðna við stofuhita. Á meðal algengustu mistakanna þá eru 6 mistök af 10 vegna þess að fólk notar rangt hitastig eða tíma. aðrar niðurstöður Í lok greinarinnar á videnskab.dk segir að venjulega hafi rannsóknir á þessu sviði flokkað hegðun neytenda ýmist sem rétta eða ranga. Í þessari norsku rannsókn hafi vísindamenn hins vegar notað hugtökin „lítil hætta“ og „mikil hætta“. Með þessari aðferð má prófa og greina mismun- andi aðferðir við meðhöndlun mat- væla á raunsærri hátt. Með hefð- bundnu aðferðinni hefur því verið haldið fram að það að þíða mat við stofuhita sé hættulegustu mistökin en þessi rannsókn sýnir að sú sé ekki raunin. Það sé hins vegar ófullnægj- andi kæling sem séu þau mistök sem geta valdið mestum skaða. n „Það er mikilvægt að kæla mat hratt til að koma í veg fyrir að hentugar aðstæður skap- ist fyrir bakteríur sem geta valdið sjúkdómum. vara þú þig í eldhúsinu Nokkur af þeim mistökum sem gerð eru við meðhöndlun matvæla: 1 Ófullnægjandi kæling á stórum skömmtum. 2 Upphitun á afgöngum tvo daga í röð. 3 Að borða hamborgara sem eru ekki steiktir í gegn. 4 Að smakka á hráu eða ekki fullelduðu hakki. 5 Að hita ekki matarafganga upp að suðumarki. 6 Að geyma mat við stofuhita lengur en í tvo klukkutíma. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is eldamennska Matarvenjur hafa breyst og einnig áherslur á meðhöndlun matvæla. MynD PHotos.CoM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.