Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Side 18
Heldur Hún framHjá þér? Nærðu heilann n Mataræði dregur úr einkennum sjúkdóma Þ að er ekki nóg að vera dug- legur í ræktinni og huga að líkamlegri heilsu. Það sem við borðum og gerum hefur nefnilega líka áhrif á heilann. Ef við gætum þess að borða rétt getum við komið í veg fyrir eða dregið úr lík- um á því að við þróum með okkur ýmsa sjúkdóma sem hafa áhrif á heilastarfsemina. Hér eru dæmi um matvæli sem eru góð fyrir heil- ann. Borðaðu að minnsta kosti tvær fiskmáltíðir á viku. Fiskurinn er ríkur af omega-3 fitusýrum sem eru nauðsynlegar fyrir virkni heilans. Ef þú borðar nóg af fiski dregur þú úr líkum á elliglöpum og heilablóðfalli og bætir jafnframt minnið. Ef þú vilt skerpa athyglina er gott að borða súkkulaði og hnetur. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að ef þú borðar um þrjátíu grömm af hnetum eða fræjum á dag þá get- ur þú hægt á vitsmunalegri hrörn- un. Þá eru bláber ekki bara ljúffeng heldur eru þau einnig talin draga úr einkennum Alzheimer og elliglapa. Hin ýmsu krydd eru einnig talin geta gert kraftaverk. Það hefur til dæmis sýnt sig að kanill jafnar blóðsykurinn, hvítlaukur, óreganó og rósmarín auka blóðflæði til heil- ans, karrí virkar bólgueyðandi og saffran getur virkað sem náttúru- legt þunglyndislyf. Margir líta á brauðmeti sem al- gjöra bannvöru en gróft heilkorna- brauð getur gert þér ýmislegt gott. Heilkorn er talið jafna glúkósann í blóðinu sem gefur þér aukna orku og einbeitingu. n 18 Lífsstíll 22. október 2012 Mánudagur Bætt lífsgæði á efri árum Flestir vilja lifa löngu og góðu lífi en til að bæta lífsgæði seinna á ævinni er mikilvægt að fara vel með sig á yngri árum. Hér eru nokkur ráð sem vefsíð- an NaturalNews gefur lesendum og um þau gildir í raun almenn skynsemi. Það er þó alltaf gott að láta minna mann á þessi atriði sem hjálpa til við að bæta lífsgæðin: 1 Drekktu meira vatn Um það bil 60 prósent af líkama okkar eru vatn og því er vatn í hverri einustu frumu. Við getum ekki komist af án vatns lengur en í nokkra daga. Þegar við eldumst minnkar þorstatilf- inning okkar og því þjáist fjöldi eldra fólks að einhverju leyti af vökvaskorti. Hann hefur verið tengdur við ofnæmi, háþrýsting, almenna verki og sárs- auka og slæma meltingu. 2 Borðaðu hollan mat Hægara sagt en gert fyrir suma en hollt mataræði er mikilvægt fyrir vellíðan. Fersk, óunnin, lífræn og helst hrá matvæli ættu að vera stór hluti af mataræði okkar. 3 Öldrunaráhrif sykurs Sykur veldur því að líkaminn framleiðir mikið magn af insúlíni. Insúlín og streituhormónið kortisól eru tvö hormón sem geta verulega flýtt fyrir öldrun. Sykur bælir ónæm- iskerfið og stuðlar að æðakölkun auk annarra áhrifa. Með öðrum orðum; sykur hefur öldrunaráhrif. 4 Hreyfðu þig Hreyfing er eitt aðalvopnið gegn ótíma- bærri öldrun. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að regluleg hreyfing hjálpar til við að koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma en hefur auk þess jákvæð áhrif á andlega líðan. Með hreyfingu eykur þú súrefnisflæði til heila, hjarta og annarra líffæra sem veitir vellíðan. 5 Afeitrun Líkaminn losar sig við eiturefni í gegnum húð og önnur líffæri. Þú getur hjálpað líkamanum við þessa hreinsun með því að breyta um lífsstíl. Reyndu að drekka mikið af hreinu vatni, borðaðu lífrænan mat, reyndu að komast hjá mengun í lofti, ekki anda að þér tóbaksreyk og takmarkaðu neyslu á áfengi, koffíni, sykri og unnum matvælum. Þetta eru nokkur atriði sem þú haft í huga. 6 Fáðu sól á kroppinn Við fáum D-vítamín frá sólinni en það styrkir ónæmiskerfið. D- vítamínskortur getur haft alvarlegar afleiðingar svo sem krabbamein, sykursýki, aukna hættu á hjartasjúk- dómum, hjartaáfalli og þunglyndi. 7 Fáðu nægan svefn Góður svefn er nauðsynlegur og sumir segja hann besta vopnið gegn öldrunareinkennum. Þegar við sofum þá hleður líkaminn rafhlöður sínar. Svefnraskanir hafa slæm áhrif á heilsu okkar, sér í lagi and- lega heilsu og aukaverkanir geta verið minnisleysi, þyngdaraukning eða -tap og aukin hætta á sykur- sýki og hjartasjúkdómum. Skortur á svefni veikir einnig ónæmiskerfi okkar. Bláber Ekki bara ljúffeng, heldur talin draga úr einkennum Alzheimer og elliglapa. F ramhjáhald er sjaldan eitt- hvað sem gerist „óvart“. Oft- ast hafa tilfinningarnar farið á flakk út úr sambandinu yfir einhvern tíma áður en eitt- hvað gerist. Blaðamaður netmið- ilsins askmen.com bjó til lista yfir þau atriði sem karlmenn ættu að huga að ef þeir telja maka sinn hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Ekki láta hana fífla þig. Ef þú sérð fleiri en eitt af eftir farandi merkjum eru miklar líkur á að hún eigi í sambandi við annan mann en þig. Hún er með hann á heilanum Einhverra hluta vegna heyrir þú sama nafnið aftur og aftur þegar þið ræðið saman. Matti þetta, Matti hitt. Það gæti verið vinnufélagi, vinur eða einkaþjálfarinn hennar. Alveg sama hvað þið talið um virðist Matti alltaf hafa upplifað það sama. Þú: „Ástin mín, við ættum að fara í bíó á nýju hasarmyndina.“ Hún: „Matti sá hana. Hún er víst frábær.“ Þú: „Ég er búinn að vera svo þreyttur upp á síðkastið. Kannski maður ætti að fara að taka vítamín.“ Hún: „Ég var einmitt að segja það sama við Matta.“ Ekki fara á límingunum þótt þú heyrir hana minnast á vinnufélaga eða vin einstöku sinnum en ef þér finnst þú hafa heyrt of mikið um þennan Matta eða einhvern annan þá skaltu hugsa þinn gang. Af hverju getur hún ekki hætt að hugsa um hann? Hún leyfir þér að anda Þótt sumir makar verði hreint og beint uppáþrengjandi skaltu ekki fagna því sem láni ef kærastan þín heimtar að þú hafir þinn einkatíma og -rými. Það getur verið of mikið af hinu góða. Ef kærastan tekur u- beygju í þessum málum og vill allt í einu ýta þér út um dyrnar svo þú get- ir verið með vinunum en talar aldrei um að þið eyðið ekki nógu miklum tíma saman gæti það verið merki um að eitthvað sé ekki í lagi. Auðvitað er afar heilbrigt fyrir ástarsamband að báðir aðilar haldi áfram að eiga sitt eigið líf. Passaðu bara að hún sé ekki komin með nýtt áhugamál – ungan heitan fola. Hún vill rífast Þú keyptir ekki rétta tegund af kló- settpappír eða ert fimm mínútum of seinn að hringja í hana og hún gjör- samlega brjálast. Ef svo virðist sem hún noti hvert tækifæri til að ríf- ast við þig gæti það verið merki um undirliggjandi vandamál og óánægju í sambandinu. Með því að draga þig inn í hringinn gæti hún verið að leita eftir viðbrögðum frá þér. Ef þú æsir þig og rífst til baka sefar þú samvisku- bitið sem hún er haldin út af fram- hjáhaldinu. Hún á léttara með að horfast í augu við sjálfa sig ef þú ert enginn engill sjálfur. Þannig jafnar hún leikinn að sínu mati. Það besta sem þú getur gert er að æsa þig ekki. Ekki leyfa henni að rugla í þér svo þú komir út sem sá vondi. Hún er dularfyllri Leyndardómur er góður – í litlum skömmtum. Það er ekki góð tilfinn- ing þegar makinn heldur lífi sínu frá þér, svarar þér í einu orði þegar þú spyrð hvernig dagurinn hafi verið og lætur þér líða eins og hann nenni ekki að tala við þig. Ef hún er vanalega sú ræðna en hefur allt í einu lokað á þig gæti ver- ið eitthvað að. Annað merki er ef hún er hætt að svara símanum sín- um á ákveðnum tíma. Er hún farin að hverfa á kvöldin eða í miðri viku og gefur hún þér óljósar útskýringar á ferðum sínum á borð við: „ég varð aðeins að skjótast“ eða „það kom svolítið upp á“? Hún sýnir þér minni ástúð Ef annar maður á huga hennar eru allar líkur á að hún hafi dregið sig líkamlega í burtu frá þér. Hún snert- ir þig kannski minna og þið stundið sjaldnar kynlíf. Mundu samt að kyn- lífsleysi gæti stafað af öðrum orsök- um. Hefur kynlíf ykkar tekið meiri háttar breytingum? Skoðaðu málið en reyndu að halda ró þinni. n n Lærðu að þekkja merkin sem margar konur skilja eftir sig Framhjáhald? Þú skalt hafa nokk- ur í atriði í huga ef þig grunar að konan haldi framhjá þér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.