Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Page 20
Komnar langleiðina á EM n Frábær sigur kvennalandsliðsins gegn Úkraínu Ó líkt sumum öðrum landslið­ um sem keppa fyrir Íslands hönd þarf enginn að skamm­ ast sín fyrir íslenska kvenna­ landsliðið í knattspyrnu. Þær halda áfram að standa sig stórkostlega. Þær gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrri viður­ eign sína gegn Úkraínu um helgina 2–3 á erfiðum útivelli með mörkum þeirra Katrínar Ómarsdóttur, Hólm­ fríðar Magnúsdóttur og Margrétar Láru Viðarsdóttur. Íslenska liðið hef­ ur því æði gott veganesti fyrir seinni viðureign sína á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn kemur en góð úrslit þar þýða að liðið tekur þátt í Evrópumótinu sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. Sigur gegn sterku landsliði Úkraínu á útivelli var aldrei fyrirfram gefin niðurstaða enda það landslið í sterkari kantinum að mati Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, þjálfara íslenska liðsins. Sérstaklega ekki með tilliti til þess að um langan veg var að fara fyrir stelpurnar en leikurinn fór fram í borginni Sevastopol við Svartahafið. Reyndust íslensku leikmennirnir örlítið ryðgaðir á æfingu fyrir leikinn sökum þess. Engu að síður komust þær íslensku 0–2 yfir í leiknum áður en heimastúlkur jöfnuðu í 2–2. Það var svo markahrókurinn Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði þriðja mark Íslands sem reyndist verða sigur­ markið í leiknum. Hefur Margrét Lára fært töluverðar fórnir til að geta spil­ að með landsliðinu síðustu leikina en hún hefur ítrekað frestað nauðsynleg­ um aðgerðum til að geta hjálpað því. Það gerði hún sannarlega um helgina og var reyndar óheppin að skora ekki fleiri mörk. n 20 Sport 22. október 2012 Mánudagur L iðin helgi var risastór fyrir stór­ stjörnu Barcelona, Leo Messi. Ekki aðeins eignaðist hann son heldur og bætti hann marka­ met sitt á einu ári og þarf aðeins að skora fjögur mörk til viðbótar til áramóta til að jafna yfir 50 ára gam­ alt markamet brasilíska snillingsins Pelé. Messi var sem fyrr lykilmað­ ur í liði Barcelona sem vann verð­ skuldaðan 4–5 útisigur á Deporti­ vo í spænsku deildinni en í leiknum skoraði Argentínumaðurinn þrennu. Er það hvorki meira né minna en þriðja þrenna hans í treyju kata­ lónska liðsins frá upphafi og mesti fjöldi marka sem hann hefur skor­ að á ársgrundvelli frá upphafi. Fyrra met setti hann 2010 en það ár skor­ aði hann 58 mörk alls fyrir félagslið sitt og landslið. Nú er markafjöldinn frá áramót­ um kominn í 59 mörk með Barcelona og tólf önnur með landsliði Argent­ ínu eða samtals 71 mark. Hingað til hefur snillingurinn Pelé hangið á þessu ákveðna markameti en hann skoraði alls 75 mörk með félagsliði sínu Santos og brasilíska landsliðinu árið 1959. Er þar miðað við árið sjálft en ekki keppnistímabilið per se. Sé litið til þess að kappinn hef­ ur ferðast heil ósköp síðustu daga og vikur og spilaði meðal annars tvo landsleiki með Argentínu fyrr í vik­ unni þykja afrek hans enn merkilegri því oftar en ekki er ferðaþreytu kennt um þegar lítið ber á markahrókum í leikjum. n Messi að kafsigla Pelé n Lionel Messi á mikilli siglingu nú um stundir Snillingur með stóru essi Messi mun að óbreyttu bæta markamet Pelé frá árinu 1959. Síðasti þröskuldurinn Kvennalandsliðið íslenska þarf einn góðan leik til viðbótar til að tryggja sér endanlega þátttökurétt á Evrópumóti landsliða næsta sumar. Guardiola að snúast hugur? Ef marka má sóknarmanninn Luca Toni þá er Pep Guardiola, fyrrverandi þjálfari og leikmað­ ur Barcelona, reiðubúinn að taka að sér þjálfun á nýjan leik og á Pep að hafa forvitnast um Bayern München af öllum liðum. Frá þessu skýrir Toni í þýska blað­ inu Bild en Toni og Guardiola eru ágætir vinir. Fréttirnar eru engu að síður á skjön við það sem Guardiola sjálfur hefur sagt undanfarna mánuði en hann er í sjálfskipaðri útlegð frá boltanum og ætlaði að vera það fram á næsta sumar hið minnsta. Miðaverð of hátt í Englandi Vaxandi óánægja er meðal stuðningsmanna knattspyrn­ ufélaga í Englandi á sífellt hærra miða­ verði á stærri leiki. Íþróttadeild BBC hefur reiknað út að meðalverð á ódýrasta miða sem fæst á leiki hjá stærri liðum í landinu sé í kringum 5.800 krónur sem er um 800 krónum hærra en það var á síð­ ustu leiktíð. Það skýtur einnig skökku við með tilliti til þess að félög í úrvalsdeildinni fengu mun betri sjónvarpssamn­ ing fyrir þessa leiktíð en verið hefur og telja stuðningsmenn eðlilegt að þeir njóti þess líka í lægra miðaverði. Ekkert bólar hins vegar á slíku hjá forráða­ mönnum félaganna. Úrslit Enska úrvalsdeildin QPR - Everton 1–1 1–0 Hoilett (2.), 1–1 Cesar sjm. (33.) Sunderland - Newcastle 1–1 0–1 Cabaye (3.), 1–1 Ba sjm. (86.) Norwich - Arsenal 1–0 1–0 Holt (19.) Tottenham - Chelsea 2–4 0–1 Cahill (17.), 1–1 Gallas (47.), 2–1 Defoe (54.), 2–2 Mata (66.), 2–3 Mata (69.), 2–4 Sturridge (90.) Fulham - Aston Villa 1–0 1–0 Baird (84.) Liverpool - Reading 1–0 1–0 Sterling (29.) Man Utd - Stoke 4–2 0–1 Rooney sjm. (11.), 1–1 Rooney (27.), 2–1 Persie (44.), 3–1 Welbeck (46.), 3–2 Knightly (58.), 4–2 Rooney (65.) Swansea - Wigan 2–1 1–0 Pablo (65.), 2–0 Michu (67.), 2–1 Boyce (69.) WBA - Man City 1–2 1–0 Long (67.), 1–1 Dzeko (80.), 1–2 Dzeko (90.) West Ham - Southampton 4–1 1–0 Noble (46.), 2–0 Nolan (48.), 2–1 Lallana (63.), 3–1 Noble v. (72.), 4–1 Maiga (87.) Staðan 1 Chelsea 8 7 1 0 19:6 22 2 Man.Utd. 8 6 0 2 21:11 18 3 Man.City 8 5 3 0 17:9 18 4 Everton 8 4 3 1 15:9 15 5 Tottenham 8 4 2 2 15:12 14 6 WBA 8 4 2 2 12:9 14 7 West Ham 8 4 2 2 12:9 14 8 Fulham 8 4 1 3 16:11 13 9 Arsenal 8 3 3 2 13:6 12 10 Swansea 8 3 2 3 14:12 11 11 Newcastle 8 2 4 2 9:12 10 12 Liverpool 8 2 3 3 10:12 9 13 Stoke 8 1 5 2 8:9 8 14 Sunderland 7 1 5 1 6:8 8 15 Norwich 8 1 3 4 6:17 6 16 Wigan 8 1 2 5 8:15 5 17 Aston Villa 8 1 2 5 6:13 5 18 Southampton 8 1 1 6 13:24 4 19 Reading 7 0 3 4 8:14 3 20 QPR 8 0 3 5 7:17 3 E nginn þarf að vera sérstaklega getspakur til að spá fyrir um að Glasgow Celtic muni vart hafa erindi sem erfiði á Nou Camp í Barcelona á morgun þegar liðin mætast í G­riðli Meistaradeildar Evrópu. Skotarnir hafa aldrei nokkurn tímann unnið á útivelli á Spáni í þeirri keppni meðan tölfræði heimamanna sýnir að Barcelona hefur þar unnið sigur í fjórtán af sautján síðustu viður­ eignum sínum í Meistaradeildinni. Leikur Barcelona og Celtic í G­riðli er meðal skemmtilegri leikja sem fram fara í þriðju umferð Meistaradeildar­ innar þetta árið en deila má um hversu spennandi sú viðureign er líkleg til að verða. Sigri lið Barcelona verður liðið með fullt hús stiga í riðlinum að þrem­ ur umferðum loknum og strax komið með fimm stiga forskot á næsta lið á eftir. Erfiður útileikur Chelsea Öllu flóknari leikur að spá um verður viðureign Shaktar Donetsk og Chelsea en þessi tvö lið eru efst og jöfn í E­riðli Meistaradeildarinnar með fjögur stig hvort. Ríkjandi meistarar Chelsea hafa aldeilis verið að finna fjölina í ensku úrvalsdeildinni og gerist leikur liðsins betri dag frá degi. Má telja lík­ legt að leikmenn þess verði hæfilega hátt upp í Úkraínu eftir 2–4 sannfær­ andi útisigur á Tottenham um helgina en Chelsea hefur aldrei mætt liði frá Úkraínu áður í Meistaradeildinni. Shakhtar hins vegar hefur áður kom­ ið enskum liðum á óvart í Meistara­ deildinni og síðast liði Arsenal árið 2010. Á meðan þessi tvö eigast við mætir ítalska stórliðið Juventus til leiks á Sjálandi gegn Nordsjælland og þó Danirnir hafi sýnt ágæta takta í keppninni verður ólíklegt að teljast að þeir hirði mörg stig af Ítölunum. Hreinn göngutúr fyrir United? Á Old Trafford í Manchester mæta heimamenn portúgalska liðinu Braga og fer litlum sögum af öðru en hugs­ anlegum stórsigri þeirra ensku í þeim leik. Spár á vef UEFA sýna að 92 pró­ sent þátttakenda telja auðveldan sigur framundan hjá United en leikmenn Alex Ferguson eru þegar efstir í H­riðli með fullt hús stiga eftir tvær umferð­ ir og eitthvað mikið og merkilegt má ganga á endi liðið ekki efst í þeim riðli. Ekkert er þó gefið í fótboltanum og þó United hafi aldrei tapað á heima­ velli gegn portúgölskum mótherjum í keppninni þá hafa Portúgalarnir kom­ ið nokkuð á óvart hingað til. Ekki síst með 0–2 sigri gegn Galatasaray í Tyrk­ landi í síðasta leik sínum. Hinn undarlegi F-riðill BATE Borisov frá Hvíta­Rússlandi situr á toppi F­riðils fyrir leiki morgundagsins með fullt hús stiga og kemur eflaust einhverjum á óvart enda önnur lið riðilsins Ba­ yern München, Valencia og Lille frá Frakklandi. Frakkarnir taka á móti Bæjurum en þeir frönsku eru stigalausir eftir fyrstu tvo leiki sína og þurfa stig ætli þeir sér eitthvað á þessu móti. Á meðan tekur BATE á móti Spánverjunum sem eiga að teljast sterkari á pappírunum og telja veðbankar flestir að tölfræði BATE versni til muna eftir viður­ eignina annað kvöld. n n Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu á morgun n Erfitt hjá Chelsea en talið auðvelt hjá United HEFÐBUNDIN TEIKN Á LOFTI Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Meistaradeildin á morgun Spartak Moskva - Benfica Nordsjælland - Juventus Lille - Bayern Barcelona - Celtic Shakhtar Donetsk - Chelsea BATE - Valencía Galatasaray - Cluj Man Utd - Braga Algeng sjón Barcelona er í efsta sætinu heima fyrir á Spáni og getur tekið afgerandi forystu í sínum riðli í Meistara- deildinni á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.