Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2012, Síða 23
Fólk 23Mánudagur 22. október 2012
Kann ekkert á vont veður
n Regína Ósk heldur persónulega
tónleika ásamt fríðu föruneyti
S
öngkonan Regína Ósk Óskars
dóttir hefur nú sagt skilið við
Frostrósahópinn og heldur
með sitt eigið tónleikateymi í
jólatónleikaferðalag um landið í nóv
ember og desember undir yfirskrift
inni Jólin alls staðar. Hún hélt þó
einnig sína eigin jólatónleika í fyrra,
ásamt því að syngja með Frostrós
um. Sú tónleikaröð var mun smærri
í sniðum og hálfgert fjölskylduverk
efni. Nú hefur Regína fengið til liðs við
sig meðal annars Guðrúnu Gunnars
dóttur, Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur
og Jogvan Hansen.
Það vekur athygli að hópurinn
mun eingöngu koma fram í kirkjum
víðs vegar um landið. „Mér finnst það
bara svo jólalegt og maður er svo ná
lægt fólkinu,“ segir Regína aðspurð
af hverju það hafi verið ákveðið. „Ég
fíla að syngja og spila fyrir fólk sem er
svolítið nálægt, það er svo persónu
legt. Við tölum við tónleikagesti og
segjum frá lögunum.“
Regína segir það hafa verið
mikið kappsmál hjá hópnum að
vera með tónleika í öllum lands
hlutum og sú áætlun virðist ætla
að ganga upp. „Við erum að fara
á staði þar sem ekki eru tónleikar
á hverjum degi og það finnst mér
svo skemmtilegt.“ Á tónleikastöð
um fá þau svo barnakóra til liðs
við sig og Regína segir það mynda
mjög skemmtilega stemningu í
bæjunum.
Það eina sem hún kvíðir er hugs
anlega veðrið. „Það var svaka veður
sem við lentum í á leiðinni til Seyðis
fjarðar í fyrra og við förum aftur þang
að núna svo ég vona innilega að við
fáum gott veður. Þetta hefur pínu
áhrif á mann sjálfan og það að setja
upp og svona, en þegar tónleikarn
ir byrja þá skiptir þetta engu máli. Þá
fer ég bara í eitthvað sem ég kann, ég
kann ekkert að vera í svona vondu
veðri. Og sem betur fer er ég ekki
að keyra. Ég myndi ekki óska neinum
þess að ég væri að keyra þarna,“ segir
Regína og skellir upp úr. Hún viður
kennir að það reyni á sig andlega að
vera í vondu veðri.
Miðasala á tónleikana hófst fyrir
viku og segir Regína hana hafa far
ið vel af stað. Hópurinn hefur einnig
lokið upptökum á jólaplötu sem heit
ir eftir tónleikunum, Jólin alls staðar,
og kemur út í nóvember. n
B
lessunarlega og mér til mik
illar hamingju þá sagði hún
já, segir tónlistarmaðurinn
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
sem bað kærustu sinnar,
Soffíu Óskar Guðmundsdóttur, á
dögunum. Parið var statt í Frakklandi
þegar Eyþór bar upp stóru spurn
inguna. „Við vorum í kærkomnu fríi;
fórum til Parísar og svo til Strass
borgar og enduðum á Radio head
tónleikum. Þetta var yndisleg ferð,“
segir Eyþór Ingi sem er mikill aðdá
andi hljómsveitarinnar Radiohead.
„Þeir eru mínir Bítlar. Við Soffía eig
um okkar uppáhaldslög og vorum
aðeins nokkra metra frá átrúnaðar
goðinu.“
Hann segist hafa verið afar upp
tekinn í vinnu upp á síðkastið og því
hafi frí verið vel þegið. „Það var búið
að vera alveg brjálað að gera; ég er
búinn að vera að vinna í hinum og
þessum verkefnum. Ég var meira að
segja að spila kvöldið sem við fórum
út; svaf bara pínu og svo brunuðum
við út í Leifsstöð. Og þá hófst fríið.“
Stóra stundin rann upp á fallegu
kvöldi í París. „Við fórum út að borða
í Eiffelturninum. Þar skellti ég mér
á skeljarnar, tilbúinn með hringana.
Það var allt klárt,“ segir hann en bæt
ir við að hann hafi verið svo stress
aður um að ráðabruggið rynni út í
sandinn þegar þau fóru um Leifs
stöð að hann hafi beðið vin sinn um
að fara með hringana í gegnum toll
inn. „Ég vildi ekki taka sénsinn að
það yrði pípað á mig út af hringun
um. Hún mátti ekki vita af þeim. Svo
lenti ég náttúrulega í því að þurfa að
fara í gegnum svipað hlið við Eiffel
turninn. Og þar pípaði á mig. Vörð
urinn bað mig að leggja frá mér
regnhlíf sem ég var með á mér. Ég
horfði stíft í augun á honum og bað
hann í huganum að láta mig ekki
sýna sér hringinn. Hann áttaði sig á
þessu og hleypti mér í gegn. Auðvit
að þarf ekkert að vera að hliðið hafi
pípað út af hringunum en ég var al
veg kominn þangað í huganum; að
þetta væri allt að klúðrast.“
Hann segir að kvöldið hafi allt ver
ið hið rómantískasta. „Þetta var bara
æðislegt. Við fengum frábæra máltíð
í turninum og svo festum við lása við
girðinguna og fleygðum lyklunum út
í lækinn og læstum þannig ástinni,“
segir hann hlæjandi.
Parið á saman dótturina Elvu
Marín sem verður eins árs í næsta
mánuði. Hann viðurkennir að það
hafi verið gott að komast heim til
hennar eftir yndislega daga í París.
„Það tók á að fara frá henni og síð
ustu stundirnar á leiðinni heim var
okkur farið að dreyma hana. Hún er
svo yfirveguð og dugleg og var ekk
ert að kippa sér upp við það þótt við
hefðum farið og hafði það bara kósí
á meðan hjá ömmu og afa á Dalvík.
Okkur fannst þetta hins vegar kom
ið gott og vorum voðalega fegin að
komast til hennar.“ n
indiana@dv.is.
n Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi bað Soffíu Ósk að trúlofast sér
S
kemmtileg
uppákoma
varð á sýn
ingu á farsan
um Tveggja þjónn
í Þjóðleikhúsinu á
fimmtudaginn síð
astliðinn þegar leik
arinn Rúnar Freyr
Gíslason kom fé
laga sínum Jóhann
es Hauki Jóhannes
syni til bjargar.
Jóhannes, sem fer
með aðalhlutverkið
í sýningunni þurfti
aðstoð tveggja
gesta úr salnum við
ákveðið verkefni á
sviðinu, en áhorf
endur voru tregir til
þegar hann reyndi
að fá tvo sjálfboða
liða. Hann hafði
náð að draga einn með sér þegar
Rúnar Freyr, sem var áhorfandi í
salnum, stóð upp og bauð fram
krafta sína. Jóhannes var að von
um kátur með þá óvæntu aðstoð
og teymdi félaga sinn upp á svið,
benti út í salinn og sagði: „Þú
kannast við þig hér er það ekki?“
Vakti uppákoman kátínu meðal
leikhúsgesta og var skemmtilegt
innlegg í hressilega sýningu. n
solrun@dv.is
n Óvænt aðstoð barst úr sal á sýn-
ingunni Tveggja þjónn
Var hæfust
E
dda Sif Pálsdóttir, íþrótta
fréttamaður á RÚV og dóttir
Páls Magnússonar útvarps
stjóra, fullyrðir í viðtali í Vik
unni að hún hafi verið hæfasti um
sækjandinn í starfið sem hún sótti
um á sínum tíma. Þegar hún var
ráðin í sumarafleysingar á íþrótta
deildinni í fyrra sköpuðust um það
umræður að hún hefði einungis
fengið starfið því hún væri dótt
ir Páls. Um 400 manns sóttu um
sumarafleysingastörf hjá RÚV á
sama tíma og Edda en í viðtalinu
bendir hún á að flestir hafi sótt um
í almennum fréttum. Þá hafi vant
að konu á íþróttadeildina. Hún
segist hafa tekið neikvæðri um
ræðu af mikilli ró enda hafi hún
sjálf vitað að hún hefði verið ráðin
á grundvelli eigin verðleika. n
solrun@dv.is
Rómantískt
bónoRð í PaRís
Ástfangin Eyþór Ingi
og Soffía eiga saman eina
dóttur.
„Ég vildi ekki taka
sénsinn á að það
yrði pípað á mig út af
hringunum.
Jólin alls staðar Regína segir það hafa
verið mikið kappsmál hjá hópnum að vera
með tónleika í öllum landshlutum.
Rúnar Freyr
til bjargar
n Tók neikvæðri umræðu af mikilli ró