Fréttablaðið - 03.11.2014, Síða 46

Fréttablaðið - 03.11.2014, Síða 46
3. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 22 BAKÞANKAR Hauks Viðars Alfreðssonar Vandaðir álsólskálar og glerhýsi , 110 Reykjavík Sími 578 6300 skelinehf@skelinehf.is www.skelinehf.is -V.J.V, SVARTHOFDI.IS -G.D.Ó, MBL GRAFIR OG BEIN KL. 8 - 10.15 FURY KL. 9 HEMMA KL. 5.45 BORGRÍKI KL. 8 - 10.10 GONE GIRL KL. 5.45 - 9 BOYHOOD KL. 5.30 PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 GRAFIR OG BEIN KL. 5.30 - 8 - 10.15 GRAFIR OG BEIN LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.15 FURY KL 5 - 8 - 10.45 BORGRÍKI KL 8 - 10.10 GONE GIRL KL. 8 THE MAZE RUNNER KL. 5.30 KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL. 3.30 - 5.45 SMÁHEIMAR 2D KL. 1.15 - 3.30 ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK „BESTA SVEPPAMYNDIN TIL ÞESSA“ H.J. FRÉTTATÍMINN T.V. - BÍÓVEFURINN.IS 8, 10:10(P) 6, 8 10:30 5:50, 10:10 5:50 ÉG HEF áhyggjur af hjónabandi mínu. Reyndar giftist ég eiginkonu minni ekki sjálfviljugur en ég var tilbúinn til þess að gera gott úr hlutunum. Undanfarið hefur hins vegar hallað undan fæti, hún lýgur að mér í sífellu og ég er hreinlega farinn að efast um að hún gangi heil til skógar. EF ÉG leyfi mér að gagnrýna hana með einhverjum hætti snýr hún því yfir á mig. Það er alltaf allt mér að kenna. Eins og rasistavinkona hennar um dag- inn. Ég hafði orð á því að hún hefði gengið allt of langt en þá var það bara ég sem var viðkvæmur. ELDHÚSIÐ er á hvolfi og ég tuða um það í sífellu. Reyni eftir bestu getu að halda því hreinu en henni dett- ur aldrei í hug að hjálpa til. Skilur rusl eftir út um allt og núna er allt þakið maurum. Það kostar víst heilan hell- ing að eitra fyrir þessu en hreinlæti og heilsa heimilisfólksins er í húfi þannig að auðvitað hringdi ég í meindýra- eyði. ÉG ÞURFTI hins vegar að afboða hann þegar ég kom heim úr vinnunni og sá að sparibaukurinn var tómur. Frúin hafði eytt mauraaurunum og keypt hríðskotabyssur í staðinn. Alveg fullt af þeim. HÚN reyndi að ljúga því að hún hefði feng- ið þær gefins en ég sá í gegnum hana. Hún hefur alltaf verið lélegur lygari. Svo held ég að hún ætti ekkert að eiga hríðskota- byssur. Hún á það nefnilega til að stökkva upp á nef sér, eins og í fyrra þegar hún reiddist móður minni og skellti hausnum á henni utan í óheppilegan bekk niðri í bæ. ÉG VEIT það samt ekki, kannski þarf hún byssurnar, en það er fyrst og fremst óheið- arleikinn sem truflar mig. Það að vera ekki hafður með í ráðum. Rétt rúmlega mánaða- mót og ráðstöfunarfé heimilisins nánast búið. Hún skilur auðvitað ekki áhyggjur mínar. Segir að 248 krónur dugi fyrir mat á manninn per máltíð. Þvílík veruleikafirr- ing. Ætli við endum ekki á því að þurfa að éta maurana? Brestir Fjör á farsanum Beint í æð Mikil stemning var á frumsýningu í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld þegar verkið Beint í æð var frumsýnt með Hilmi Snæ Guðnason í aðalhlutverki og í leikstjórn Halldóru Geirharðsdóttur. GLÆSILEG Stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson og eiginkona hans, Guðríður Katrín Arason, voru á staðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GLAÐBEITTAR Brynja Þorgeirsdóttir fjölmiðlakona og Freyja Ómarsdóttir voru hressar og skemmtu sér vel á frumsýningunni. LEIKHÚS MÆTAST Ari Matthíasson, framkvæmda- stjóri Þjóðleikhússins, og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, nutu kvöldsins. Hafþór Júlíus Björnsson er orð- inn vel þekktur um heim allan eftir að hann lék Fjallið svo- kallaða í síðustu seríu af Game of Thrones. Hann segir í við- tali við New York Times að honum hafi fundist skrýtið að leika karakt- erinn en meðal þess sem hann þurfti að gera var að leika í afar blóðugri bardagasenu. „Kannski hugsar fólk þetta ekki en ég fékk illt í hjartað,“ segir Hafþór þegar blaðamaður spyr hann út í atriðið þar sem hann kramdi höfuð Oberyn prins, sem leik- inn er af Pedro Pascal. Hafþór segir þó að tökur hafi gengið vel miðað við að hann hefur enga reynslu í leiklist og því var þetta allt framandi fyrir honum. Fékk illt í hjart- að í tökum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.