Fréttablaðið - 06.11.2014, Side 2
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
ATVINNUMÁL „Þetta er enn einn
skellurinn. Við erum alltaf jafn
hissa og verðum fyrir jafn mikl-
um vonbrigðum. Það er verið að
fækka okkar félagsmönnum hjá
ríkinu og við söknum þess að það
sé ekki horft á heildarmyndina,“
segir Harpa Ólafsdóttir, forstöðu-
maður kjarasviðs Eflingar stétt-
arfélags, um uppsagnir sautján
ræstitækna hjá Stjórnarráðinu.
Þeir sem missa vinnuna eru allt
konur, þar af eru þrettán yfir
fimmtugu. Margar kvennanna
hafa langan starfsaldur í Stjórn-
arráðinu; meðal annars hafa tvær
unnið þar í 20 ár, tvær í 19 ár og
ein í 18 ár.
Guðmundur H. Kjærnested,
framkvæmdastjóri Rekstrar-
félags Stjórnarráðsins, segir að
unnið hafi verið að því undanfar-
ið að gera rekstur félagsins hag-
kvæmari. Vegna þess hafi verið
ákveðið að breyta fyrirkomulagi
ræstinga í fjórum ráðuneytum og
bjóða þær út. „Rekstrarfélagið
hefur þurft að laga rekstur sinn
að veittum fjárheimildum og þessi
aðgerð er liður í því,“ segir hann.
Með breytingunum muni ræsting-
ar verða unnar á dagvinnutíma en
hingað til hafi starfsfólk ræstinga
fengið greidd laun samkvæmt
flatarmælingu og yfirvinnu.
Guðmundur segir að búið sé í
samstarfi við Ríkiskaup að und-
irbúa útboð ræstinganna. Gert
sé ráð fyrir að það verði aug-
lýst í þessum mánuði og breytt
fyrirkomulag innleitt í upphafi
næsta árs. Hann segir niðurstöðu
útboðsins munu leiða það í ljós
hversu mikil hagræðingin verð-
ur. Í útboðsskilmálum verði gerð
sú krafa að sem
flestu núverandi
starfsfólki verði
gefinn kostur á
starfi hjá nýjum
rekstraraðila.
Á undanförn-
um árum hefur
mörgum félags-
mönnum Efling-
ar, sem starfa
við ræstingar hjá ríkinu, verið
sagt upp störfum. „Við höfum
fylgst með þessum einstaklingum
sem hafa verið að missa vinnuna,
treysta sér ekki til þess að starfa
undir ræstingarfyrirtækjunum
á almenna markaðnum eða eru í
raun bara búnir á líkama og sál
og fara þá á örorkubætur,“ segir
hún og veltir fyrir sér í hverju
sparnaðurinn við það felist fyrir
ríkið.
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra frétti af
uppsögnunum í fjölmiðlum. „Við
höfum ekkert verið að velta því
fyrir okkur að ráða annað fólk í
ræstingarnar. Allavega vissi ég
ekki til þess og myndi vita af því
ef það væri í mínu ráðuneyti,“
sagði hann í Reykjavík síðdegis
í gær. Hann sagði það mikilvægt
að halda í reynslumikið fólk, sér
í lagi þegar skapast hefur traust
milli vinnuveitanda og starfs-
fólks.
viktoria@frettabladid.is
Agnes, er að gerjast með ykkur
að vera með freyðibað?
„Já, landsmenn ættu að komast í
alvöru bjórfreyðibað árið 2017.“
Agnes Anna Sigurðardóttir er einn eigenda
Kalda sem hyggst opna svokallað bjórspa við
brugghús sitt í Eyjafirði.
NOREGUR Jólagjöf Óslóar til Reykjavíkur, hið víðfræga Óslóartré, var
fellt í Östmarka í gær. Efnt var til hátíðlegrar athafnar af því tilefni
þar sem sendiherra Íslands í Noregi, Gunnar Pálsson, tók við trénu.
Hann þakkaði Carl I. Hagen, fulltrúa borgarinnar, fyrir tréð en það er
um tólf og hálfur metri á hæð.
Tuttugu og fimm einstaklingar voru viðstaddir athöfnina, þeir
sungu jólalög, drukku kaffi og borðuðu hveitibollur. Ljósin á trénu
verða tendruð á Austurvelli 30. nóvember næstkomandi. - nej
Jólagjöf Óslóar til Reykjavíkur afhent við hátíðlega athöfn:
Felldu Óslóartréð og sungu jólalög
SÆLIR Carl I. Hagen, fulltrúi Óslóarborgar, og Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í
Noregi, söguðu tréð saman í gær áður en það var afhent. MYND/SENDIRÁÐ ÍSLANDS Í OSLÓ
Ekki ljóst hvað mun
sparast á uppsögnum
Framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðins segir uppsagnir ræstitækna hluta
af því að gera reksturinn hagkvæmari. Búið sé að undirbúa útboð á ræstingunum
sem verði nú unnar á dagvöktum. Forsætisráðherra segist ekkert hafa vitað.
HAGRÆÐING Með uppsögnunum á að hagræða í Rekstrarfélagi Stjórnarráðsins.
Ræstingar verða boðnar út.
SJÁVARÚTVEGUR Álögð veiðigjöld
fiskveiðiárið 2013/2014 skiluðu
ríkissjóði 9,2 milljörðum króna.
Almenna veiðigjaldið gaf 4,4 millj-
arða en það sérstaka 6,1 milljarð.
Afslættir samkvæmt bráðabirgða-
ákvæði námu rúmlega 1,4 millj-
örðum. Þetta kemur fram í svari
sjávar útvegsráðherra við fyrir-
spurn Kristjáns L. Möller, þing-
manns Samfylkingarinnar, en
gjöldin voru einnig greind eftir
kjördæmum. Reykjavíkurkjör-
dæmi er að baki 2,2 milljörðum;
Suðurkjördæmi þremur milljörð-
um; Norðausturkjördæmi 2,7 millj-
örðum; Norðvesturkjördæmi 1,2
milljörðum og Suðvesturkjördæmi
171 milljón. - shá
Afslættir 1,6 milljarðar:
Veiðigjöld gáfu
9,2 milljarða
SPURNING DAGSINS
SVEITARSTJÓRNIR Þótt Kópavogsbær hafi um mán-
aðamótin ákveðið að greiða starfsmönnum aðeins
laun fram til 10. nóvember vegna verkfalls bæjar-
starfsmanna sem þá kann að hefjast eru notendur
þjónustu bæjarins rukkaðir um full gjöld út mán-
uðinn.
„Ástæðan fyrir því að það voru innheimt full
þjónustugjöld er sú það liggur ekki fyrir hvernig
þjónustan skerðist. En þegar það liggur fyrir verð-
ur skoðað hvernig gjöldin verða leiðrétt,“ segir Sig-
ríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópa-
vogsbæjar.
Um er að ræða gjöld fyrir leikskóla, dægradvöl
á borð við frístundaheimili í skólum og fyrir ýmsa
þjónustu við eldri borgara og fatlaða.
Viðræðum samninganefndar Sambands íslenskra
sveitarfélaga og samninganefndar Starfsmanna-
félags Kópavogs var slitið eftir árangurslausar við-
ræður í gær.
Það stefnir því að verkfall starfsmanna hefjist á
mánudagsmorgun.
Sigríður segir ástæðu viðræðu slitanna vera ófrá-
víkjanlega kröfu starfsmannafélagsins um að sér-
ákvæði um háskólamenntaða félagsmenn verði
áfram hluti af kjarasamningi.
Ákvæðið, sem feli í sér ójafnræði gagnvart stétt-
arfélögum, varði tæplega tuttugu af um átta hund-
ruð félagsmönnum starfsmannafélagsins. - gar
Samningaviðræðum slitið í Kópavogi og verkfall starfsmanna yfirvofandi:
Halda launum en rukka gjöldin
BÆJARSTJÓRI KÓPAVOGS Ármann Kr. Ólafsson og aðrir
stjórnendur Kópavogsbæjar standa frammi fyrir verkfalli 800
bæjarstarfsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SKIPULAGSMÁL „Krefjumst við þess
að ákvörðun þessi verði felld úr
gildi,“ segir í bréfi eigenda Austur-
brúnar 14 sem kært hafa ákvörðun
borgarráðs um byggingu sambýlis
fyrir fjölfatlaða við Austurbrún 6.
Fjölmargir nágrannar hins fyrir-
hugaða sambýlis mótmæltu bygg-
ingunni á meðan málið var til
skoðunar hjá skipulagsyfirvöldum
borgarinnar. Í kærunni er vísað til
athugasemda sem áður hafa fram
komið. Þær snerust meðal annars
um að breytingin væri ólögmæt,
verið væri að raska grónu hverfi og
að verðmæti eigna núverandi íbúa
myndi minnka.
Í umsögn borgarinnar til úrskurð-
arnefndar umhverfis- og auðlinda-
mála er rökum kærendanna öllum
hafnað. Húseigendur í þéttbýli geti
alltaf átt von á að breytingar verði
sem skerði þeirra hagsmuni að ein-
hverju leyti. Nýta eigi lóð sem sé
vannýtt. „Með þessum fyrirætlun-
um er verið að höfða til almennra
hagsmuna en ekki sérhagsmuna,“
segir í umsögninni frá borginni. - gar
Nágrannar sambýlis fjölfatlaðra kæra borgarráð til úrskurðarnefndar:
Borgin segir almannahag ráða för
AUSTURBRÚN 6 Byggja á sambýli sem
verður heimili fyrir sex fjölfatlaða ein-
staklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
JAFNRÉTTI Á vettvangi norræns
samstarfs hefur verið lögð
áhersla á aukna þátttöku og
ábyrgð karla og drengja í barátt-
unni fyrir auknu jafnrétti.
Norræna ráðherranefndin um
jafnréttismál hefur því ákveð-
ið að skipaður verði starfshópur
sem skili nefndinni tillögum um
norrænar aðgerðir um hvernig
auka megi þátttöku karla og
drengja í starfi að auknu kynja-
jafnrétti, að því er segir á vef vel-
ferðarráðuneytisins. - ibs
Jafnrétti á Norðurlöndum:
Kallað eftir
þátttöku karla
ORKUMÁL Beiðni Biokraft ehf. um
að fá að setja upp 62 metra háa
vindmyllu á Stað í landi Grinda-
víkur hefur verið hafnað.
Fulltrúar skipulags- og
umhverfisnefndar Grinda-
víkur skoðuðu sams
konar vindmyllur í
Þykkvabæ og segja
þær ekki falla vel að nátt-
úrunni í nágrenni bæjar-
ins. „Sem stendur er mikil
vinnsla á vistvænni orku í
sveitarfélaginu í gegnum
jarðvarma og ekki fyrir-
séð orkuþörf sem kalli eftir
uppsetningu vindmylla við
strandlengju sveitarfélags-
ins.“ - gar
Ekki byr í seglin hjá Biokraft:
Fá ekki myllu
við Grindavík
Kringlan
588 2300
af öllum vörum
Miðnætursprengja
HARPA
ÓLAFSDÓTTIR