Fréttablaðið - 06.11.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 06.11.2014, Síða 4
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 STJÓRNSÝSLA Stjórnendur Íbúða- lánasjóðs hafna því alfarið að laga- heimild skorti fyrir stofnun og rekstri leigufélagsins Kletts, eins og Benedikt Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Búseta á Norður- landi, hélt fram í Fréttablaðinu í gær. Stjórnendur Íbúðalánasjóðs segja að með lagabreytingu árið 2012 hafi Íbúðalánasjóði verið heimilað að eiga leigufélag um fullnustueignir sjóðsins. Skortur á reglugerð frá ráðuneyti breyti engu um gildi þeirra laga. „Klett- ur er sjálfstætt félag sem hefur sitt starfsfólk, sína stjórn og aðra starfsstöð en Íbúðalánasjóður. Stjórn Kletts er skipuð af stjórn- völdum og hvorki starfsmenn né forstjóri Íbúðalánasjóðs hafa aðkomu að rekstri leigufélagsins. Þar er því fullur stjórnunarlegur aðskilnaður. Klettur hefur auk þess engan aðgang að upplýsing- um hjá Íbúðalánasjóði. Allt tal um annað er fráleitt,“ segja stjórnend- ur Íbúðalánasjóðs í tilkynningu. Þá segir að stjórnendur Íbúða- lánasjóðs telji kærumál til ESA vegna leigufélagsins Kletts vera tilhæfulaust. „Félagsmönnum Búseta Norð- urlands er hins vegar í sjálfsvald sett ef þeir telja tíma og fjármun- um félagsins vel varið í málarekst- ur fyrir eftirlitsdómstóli EFTA. Íbúðalánasjóður tjáir sig ekki um málarekstur af því tagi, enda mundu slíkar kærur beinast að ríkisvaldinu, ef til þeirra kæmi.“ - jhh Stjórnendur Íbúðalánasjóðs segjast hafa fulla lagaheimild fyrir stofnun og rekstri leigufélagsins Kletts: Hafna ásökunum framkvæmdastjórans AKUREYRI Búseti á Norðurlandi gerir athugasemdir við rekstur Kletts. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Sigurður Ingi Þórðar- son, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í gær í Hæstarétti úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. nóvember. Ríkissaksókn- ari hefur, sam- kvæmt greinar- gerð lögreglu, ellefu kynferð- isbrotamál til meðferðar þar sem Sigurður hefur stöðu sakbornings. Samkvæmt mati geðlæknis er Sigurður haldinn persónuleika- röskun, siðblindur en sakhæfur. Hann eigi erfitt með að hemja sjálfan sig og iðrist ekki gerða sinna. - nej Grunur um 11 kynferðisbrot: Sakhæfur þrátt fyrir siðblindu SIGURÐUR INGI ÞÓRÐARSON SPÁNN Teresa Romero, spænska hjúkrunarkonan sem þekkt er fyrir að vera fyrsta manneskjan utan Vestur-Afríku sem smitast af ebólu, fékk að fara heim af spítala í gær. Lý s t i h ú n raunum sínum á dramatískan máta á blaða- mannafundi sem haldinn var í til- efni af heimför hennar. Romero sagði einangrunina hafa verið erfiða. Hún sagði jafn- framt að henni hefði ekki þótt sjúkdómurinn skipta hinn vest- ræna heim máli fyrr en smit kom upp þar. Romero sagðist sjálf myndu gefa blóð sitt „þar til það yrði uppurið“ ef það hjálpaði sjúklingi sem væri ebólusmitaður. - nej Myndi gefa allt blóð sitt: Spænska konan komin heim TERESA ROMERO AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 1.112 fyrirtæki urðu gjald-þrota árið 2012 en þeim fækkaði um 30% frá árinu á undan þegar þau voru 1.579. Flest gjaldþrot voru í byggingastarf- semi og mannvirkjagerð. Vinnuvernd ehf. Brautarholt 28 105 Reykjavík s: 5780800 www.vinnuvernd.is vinnuvernd@vinnuvernd.is VINNUVERNDehf HEILBRIGÐISMÁL Forsvarsmenn 45 sjúklinga- og aðstandenda- samtaka afhentu í gær Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþing- is, áskorun til stjórnvalda um að ráða nú þegar bót á því alvarlega ástandi sem ríkir á Landspítal- anum. Skora þau á stjórnvöld að end- urskoða fyrirhugaðan niðurskurð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar. Telja félögin að niður- skurðurinn muni valda ómæld- um kostnaði fyrir spítalann og alla sem njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heil- brigðisþjónustu. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags- ins, segist finna fyrir vaxandi áhyggjum vegna ástandsins hjá krabbameinssjúklingum. „Því miður ekki að ástæðulausu,“ segir hún og á þá við ástand Landspítalans sjálfs. „Svo bæt- ist við verkfallið sem felur í sér að verið er að fresta aðgerðum og meðferðum. Menn vita ekk- ert hvað býr í framtíðinni hvað þetta varðar. Heilbrigðisstarfs- fólk talar almennt ekki mikið um hættur í heilbrigðis þjónustunni en við heyrum að það er farið að tala öðruvísi núna. Okkur finnst mörgum að við náum ekki eyrum stjórnvalda og þrátt fyrir mikla umræðu undanfarið er eins og menn séu ekki að bregðast við. Eins og þeir trúi þessu ekki alveg.“ Guðmundur Bjarnason, for- maður stjórnar Hjartaheilla, tekur í sama streng. „Við telj- um afar mikilvægt að stjórnvöld fáist til þess að hlusta á óskir okkar og þær áhyggjur sem við höfum af ástandi á Landspítal- anum.“ Hann segir áhyggjurnar einn- ig snúa að því að ungt fólk vilji ekki koma til starfa á spítalan- um vegna þess að hann sé ekki samkeppnishæfur þegar litið sé til spítala í nágrannalöndunum. Guðmundur segir að ályktun- in hafi fyrst og fremst snúið að innviðum og ástandi spítalans án þess að félögin vilji blanda sér í kjaradeilur. Hann segir þó ástandið vegna verkfalls lækna hafa mikil áhrif á skjólstæðinga Hjartaheilla. „Við finnum alltaf fyrir hræðslu þeirra sem eru á biðlist- um eftir aðgerðum. Það er mjög góð og skjót þjónusta í neyðartil- fellum þar sem þarf að bregðast strax við. Það eru biðlistarnir sem við höfum áhyggjur af og við þessar aðstæður geta þeir ekkert annað en lengst. Fólk er að verða fyrir áföllum, t.d. ótímabærum dauðsföllum, fólk á besta aldri er að falla frá vegna þess að það fær ekki strax þá þjónustu sem er lífsnauðsynleg. Það er því miður að gerast.“ viktoria@frettabladid.is Hafa miklar áhyggjur af stöðu Landspítalans Forseti Alþingis tók við áskorun til stjórnvalda um að hætta við fyrirhugaðan niðurskurð í fjárlagafrumvarpi. Áhyggjur sjúklinga eru sagðar aukast og formaður Hjartaheilla segir fólk deyja meðan biðlistarnir lengist. AFHENTU ÁSKORUN For- svarsmenn ýmissa samtaka afhentu forseta Aþingis, áskorun til stjórn- valda, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN RAGNHEIÐUR HARALDSDÓTTIR GUÐMUNDUR BJARNASON Verkfallsaðgerðir lækna í Læknafélagi Íslands hafa nú staðið í rúma viku. Enn virðist langt í land með að komist verði að niðurstöðu sem bæði læknar og ríki geta unað. Fundur með almennum læknum verður í dag klukkan 9 og er næsti fundur við skurðlækna áætlaður á miðviku- dag í næstu viku. Í gær lögðu læknar á skurðlækningasviði og geðsviði Landspítalans niður störf og verða í verkfalli þar til klukkan 16 í dag. Bráðaþjónustu er sinnt en annarri þjónustu ekki. Göngudeildir skurðlækninga og augnlækninga verða einnig lokaðar í dag. Viðræður þokast ekkert Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá KRÖPP LÆGÐ stýrir veðrinu hjá okkur í dag og næstu daga. Það verður yfirleitt bæði vinda- og úrkomusamt á landinu. Á morgun kólnar heldur með norðanátt og snjókomu norðanlands en um leið léttir heldur til sunnan til. 4° 5 m/s 5° 8 m/s 7° 4 m/s 9° 6 m/s 15-20 m/s vestan til um tíma en heldur hægari vindur annars. Víða 5-10 m/s en 10-15 m/s V- og N-til. Gildistími korta er um hádegi 14° 28° 3° 11° 18° 5° 5° 11° 11° 25° 12° 16° 21° 21° 15° 11° 9° 9° 7° 3 m/s 8° 12 m/s 5° 11 m/s 5° 14 m/s 4° 3 m/s 5° 4 m/s 2° 3 m/s 4° 2° -1° -4° 6° 3° 4° -1° 3° -3° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.