Fréttablaðið - 06.11.2014, Page 6
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvað ætla eigendur Bruggsmiðjunnar
Kalda að opna?
2. Hvar verður fyrsta rafbílaleigan á
landinu?
3. Hvað heitir bók Bjarna Bjarnasonar
sem gefa á út í Englandi?
SVÖR:
1. Bjórspa. 2. Í Hafnarfi rði. 3. Hálfsnert stúlka.
HEILBRIGÐISMÁL Könnun sem gerð
var í Breiðholti sýndi að árið 2012
mældust 26 prósent stúlkna með
kvíða. Kvíðinn mældist einnig
mikill hjá piltum, en með mark-
vissu inngripi var hægt að draga
úr kvíðanum. Karl Garðarsson,
þingmaður Framsóknarflokks-
ins, greindi frá þessu á Alþingi
í gær þegar hann mælti fyrir til-
lögu um aðgerðaráætlun um geð-
heilbrigðisþjónustu fyrir börn.
Tillagan felur í sér að geðheil-
brigðisþjónusta og aðgengi að
sálfræðimeðferð fyrir börn, ung-
linga og fjölskyldur þeirra verði
bætt. Meðal annars með auknu
aðgengi að hugrænni meðferð og
námskeiðum í foreldrafærni á
borð við PMT og SOS.
Karl telur að þessi áætlun sé
mjög raunhæf. „Vegna þess að
þetta hefur verið prófað áður í
Breiðholtinu,“ segir Karl og þar
hafi tekist að draga úr kvíða og
þunglyndi á meðal barna. „Að
gera svona á landsvísu, að leggja
svona próf fyrir og bjóða þjón-
ustu sem er ekki fyrir hendi núna
nema í mjög takmörkuðum mæli
myndi gjörbreyta stöðunni hjá
þúsundum barna,“ segir Karl.
Hvorki heilbrigðisráðherra
né velferðarráðherra tóku þátt í
umræðunni þegar Karl flutti til-
lögu sína á Alþingi í gær. En Karl
segist hafa rætt málin við Eygló
og fengið jákvæð viðbrögð.
Frá árinu 2013 hefur Barna-
verndarstofa staðið að þjálfun
PMT-meðferðaraðila um land
allt. Þeir meðferðaraðilar sjá svo
um handleiðslu og stuðning fyrir
fagfólk sem vinnur með börn-
um og fjölskyldum þeirra víða
um land. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins er framhald á því
verkefni í uppnámi vegna þessa
að fjárveitingar skortir. Aðspurð-
ur viðurkennir Karl að það séu
ekki til fjárveitingar til að ýta
þessari aðgerðaráætlun úr vör.
„En tilgangur tillögunnar er
sá að það verði sett á laggirnar
nefnd sem skili tillögum á næsta
ári og síðan verður í framhald-
inu að finna framlög til að fylgja
þessu máli eftir,“ segir Karl. Sú
vinna muni skila sér margfalt til
framtíðar. jonhakon@frettabladid.is
Getur breytt stöðu
þúsunda barna
Ekki eru til peningar til að fjármagna aðgengi barna og fjölskyldna þeirra að
hugrænni meðferð og foreldrafærninámskeiðum. Að mati þingmanns myndi slík
aðstoð breyta stöðu þúsunda barna. Það verði að finna fjármagn til þess.
BUGL Karl Garð-
arsson telur mikil-
vægt að aðgengi
að sálfræðimeð-
ferð fyrir börn,
unglinga og fjöl-
skyldur þeirra
verði bætt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVEITARSTJÓRNIR Kjartan Magnús-
son borgarfulltrúi fékk ekki að
nota glærur á fundi borgarstjórnar
í fyrradag. Til umræðu voru bætt
göngutengsl barna og ungmenna
yfir Hringbraut.
Sóley Tómasdóttir, forseti
borgar stjórnar, sagði að gögn sem
sýna ætti á glærum þyrftu að ber-
ast forsætisnefnd fyrir fund og
þótti ekki við hæfi að gera hlé til
að framkvæma „skyndihugdettu“.
Kjartan lýsti yfir vonbrigðum
sínum með forsetann. - fbj
Deilur í borgarstjórn:
Fékk ekki að
nota glærur
LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari
hefur ákært fjörutíu einstaklinga
vegna vændismála. Þeir eru ýmist
ákærðir fyrir að greiða fyrir vændi,
að heita greiðslu fyrir vændi eða til-
raunir til þess.
Með því hafi þeir brotið gegn
fyrstu málsgrein 206. greinar
almennra hegningarlaga þar sem
kveðið er á um að brot af þessu
tagi varði sektum eða fangelsi allt
að einu ári. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins munu öll brotin hafa
verið framin í Reykjavík sumarið
2013. Mennirnir munu allir hafa
verið í samskiptum við sömu kon-
una sem er lettnesk. Hún er farin af
landi brott. Lögreglustjórinn á Suð-
urnesjum hafði brotin til rannsókn-
ar og beitti meðal annars símhler-
unum. Rannsókninni lauk í júlí og
voru þá 64 mál send ríkissaksókn-
ara. Ákærurnar verða þingfestar í
Héraðsdómi Reykjavíkur föstudag-
inn 14. nóvember næstkomandi.
Almennum hegningarlögum var
breytt árið 2009 og kaup á vændi
gerð refsiverð. - jhh
Lögreglan á Suðurnesjum beitti símhlerunum við rannsókn á vændismáli:
40 ákærðir fyrir vændiskaup
VÆNDISKAUPANDI Þetta er í þriðja
sinn sem ákært er í vændiskaupamálum
af þessu tagi. Samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins enda málin jafnan með
sektargreiðslum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HEILBRIGÐISMÁL Fólksfækkun og
auknar kröfur um menntun hafa
leitt til þess að Heilbrigðisstofn-
un Norðurlands á erfitt með að
manna stöður sjúkraflutninga-
manna á Raufarhöfn, Kópaskeri
og Þórshöfn.
Í fundagerð byggðaráðs Norð-
urþings segir enn fremur að verið
sé að hugsa um að hafa mannaða
sjúkrabíla einungis á Þórshöfn og
Húsavík.
Á Raufarhöfn og Kópaskeri
yrði komið upp svokölluðu vett-
vangsliðakerfi. Á hverjum stað
fengju sex til átta vettvangsliðar
grunnþjálfun til að veita fyrstu
hjálp meðan beðið er eftir lækni
og sjúkraflutningsmönnum. Rætt
hafi verið um að það verði sömu
menn og eru í slökkviliði Norður-
þings. Eftir breytingarnar yrði til
betri neyðarþjónusta og öflugra
slökkvilið. - gar
Fólksfækkun og auknar kröfur um menntun skapa vanda í sjúkraflutningum:
Missa sjúkrabíl frá Raufarhöfn
RAUFARHÖFN Mannaðir sjúkrabílar
heyra brátt sögunni til á Raufarhöfn og
Kópaskeri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
En tilgangur tillögunnar er sá að það
verði sett á laggirnar nefnd sem skili til-
lögum á næsta ári og síðan verður í fram-
haldinu að finna framlög til að fylgja þessu
máli eftir.
Karl Garðarsson alþingismaður
Bæði SOS– Hjálp fyrir foreldra og PMT eru námskeið í foreldrafærniþjálfun, en
einnig ætluð fagaðilum sem starfa með börnum. Félagsvísindastofnun Háskóla
Íslands hefur séð um rekstur SOS-námskeiðanna á Íslandi allt frá árinu 2000 og
á höfundarrétt á því. Á námskeiðinu kenna sálfræðingar þrjár grundvallarreglur
sem hafa ber í huga í uppeldi barna og að forðast ferns konar mistök. PMT
stendur fyrir Parent Management Training, en aðferðin er upprunnin í Oregon
í Bandaríkjunum. Aðferðin var upprunalega kennd á vegum fræðsluyfirvalda í
Hafnarfirði en haustið 2013 varð hún hluti af úrræðum Barnaverndarstofu.
Foreldrafærninámskeiðin SOS og PMT
VEISTU SVARIÐ?
Göngugreining
Pantaðu
tíma
í síma
5173900
Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900
Vandamál sem göngugreining Flexor getur
hjálpað til við að leysa eru til dæmis:
• þreytuverkir og pirringur í fótum
• verkir í hnjám
• sársauki eða eymsli í hælum
(hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.)
• beinhimnubólga
• óþægindi eða verkir í baki
og/eða mjöðmum
• verkir í tábergi og/eða iljum
• hásinavandamál
• óþægindi í ökklum
• þreytu- og álagsverkir
hjá börnum og unglingum
MB SL 55AMG Carlson til sölu
• Innfluttur af Ræsi
í okt. 2003
• Einn eigandi
• Breyttur af Carlson
• 580 HP
• 880 Torque N/M
• Ekinn 36.000
• CD
• Loftkæling
• Lyklalalaust aðgengi
• GSM sími tengdur
audio kerfi “Hand free”
• Ný dekk
• 20” Carlson felgur
• Regn skynjari
• Xenon ljós
• Niðurfellanlegt þak
• Hiti og kæling í sætum
• Þessi bíll er með öllum
mögulegum auka-
hlutum þó ekki Navi
Einstakt eintak af SL bíl
Verð 9.990.000
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is