Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2014, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 06.11.2014, Qupperneq 18
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Vonir okkar standa til þess að þessi hækk- un á markaðsverði á áli sé komin til að vera og það eru aðrar markaðsforsendur eins og lækkun á álbirgðum í heiminum sem styðja við þetta. Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls AFKOMA ÁLFYRIRTÆKJANNA ÁRIN 2012-2013 Fjarðaál 33,30 ➜ 10,69 2012 2013 Norðurál 46,57 ➜ 27,58 2012 2013 Rio Tinto Alcan -15,36 ➜ -31,79 2012 2013 Grundartangi Hafnarfjörður Reyðarfjörður Heimild: ársreikningar fyrirtækjanna milljónir dala milljónir dalamilljónir dala Seðlabankinn spáir því að hag- vöxtur verði 2,9 prósent á árinu, en ekki 3,4 prósent eins og bank- inn gerði ráð fyrir í ágúst, og líkur eru á að verðbólga hjaðni frekar á næstu mánuðum. Þetta var á meðal þess sem kom fram á fundi Seðlabankans í gær þar sem Már Guðmunds- son seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans, kynntu efni Peninga- mála. Már útskýrði þar einnig ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í gær um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentu- stig. Seðlabankastjóri bentu á að nafnvextir bankans hefðu verið óbreyttir í tvö ár en að forsend- ur hefðu skapast til að draga úr hækkun raunvaxta. - hg Stýrivextir lækka um 0,25%: Bankinn spáir 2,9% hagvexti SEÐLABANKASTJÓRI Már Guðmunds- son segir miklar launahækkanir í kom- andi kjarasamningum geta valdið því að hækka þurfi vexti á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FYRIRTÆKIÐ Í tilkynningu Fjarskipta segir að góð niðurstaða skýrist helst af mark- vissum kostnaðaraðgerðum og tekjustýringu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Upplifðu róf allra tækifæra, möguleika og sjónarhorna. Notfærðu þér einstakan fjölbreytileika fyrir megin- og viðbótar vöruúrval þitt. Ambiente er mikilvægasti viðburðurinn á alþjóðlega neytendavörumarkaðnum og hvetjandi uppspretta innblásturs fyrir fyrirtækið þitt. Þetta er sýningin sem endurspeglar heimsmarkaðinn. Upplýsingar og miðar á forsöluverði: Sími: +45 39 40 11 22 dimex@dimex.dk 13. – 17. 2. 2015 Samstarfsland Rekstur Fjarskipta hf. (Voda- fone) skilaði 476 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi samanborið við 415 milljóna hagnað á sama tíma 2013. Samkvæmt uppgjörstilkynn- ingu fjarskiptafyrirtækisins hefur afkoma fyrirtækisins aldrei verið betri á einum fjórð- ungi. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 1.023 milljónum króna og jókst um fjögur prósent. EBITDA- hagnaður Fjarskipta hefur aldrei áður farið yfir milljarð króna á einum fjórðungi. Stefán Sigurðsson, forstjóri Fjarskipta, segir niðurstöðuna ánægjulega og að hún skýrist af markvissum kostnaðaraðgerðum og tekjustýringu. „Tekjur voru stöðugar en á sama tíma tókst með markviss- um aðgerðum að lækka kostn- aðarverð sem bætir framlegð umtalsvert,“ segir Stefán. Eiginfjárhlut- fall fyrirtækisins er nú 53 pró- sent. „Á ársfjórðungnum var jafn- framt lögð lokahönd á nýja stefnu fyrir félagið auk þess sem áfram var unnið að styrkingu innviða og öryggismála. Allt framangreint eru mikilvæg verkefni sem styrkja félagið til framtíðar.“ - hg Besta ársfjórðungsniðurstaða félagsins frá upphafi: Hagnaður Vodafone eykst um 15 prósent STEFÁN SIGURÐSSON IÐNAÐUR Íslensku álverin högn- uðust um samtals 6,48 milljón- ir Bandaríkjadala, jafnvirði 798 milljóna króna, á síðasta ári. Sam- anlagður hagnaður fyrirtækjanna dróst þá saman um 90 prósent frá árinu 2012 þegar afkoman var jákvæð um 64,5 milljónir dala. Hagnaður Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam 10,7 milljónum dala, samkvæmt ársreikningi sem fyrir- tækið skilaði til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í síðustu viku. Rekstur álversins, sem er í eigu bandaríska álrisans Alcoa, skil- aði hins vegar 33,3 milljóna dala hagnaði árið 2012. Sölutekjur fyr- irtækisins minnkuðu um 8,6 millj- ónir dala árið 2013 miðað við árið á undan. Rekstrarkostnaður jókst að auki um rúmar þrjár milljónir dala. Magnús Þór Ásmundsson, for- stjóri Alcoa Fjarðaáls, segir afkomu fyrirtækisins háða mark- aðsverði á áli og bendir á þá stað- reynd að álverð lækkaði talsvert á árunum 2012 og 2013. „Álverð hefur nú hækkað og það hefur áhrif á tekjur félags- ins. Vonir okkar standa til þess að þessi hækkun á markaðsverði á áli sé komin til að vera og það eru aðrar markaðsforsendur eins og lækkun á álbirgðum í heim- inum sem styðja við þetta,“ segir Magnús. Hann vill ekki svara því hvort fyrirtækið geri ráð fyrir að afkoman batni á þessu ári og segir fyrirtækið almennt ekki tjá sig um niðurstöður ársreikninga. Rekstur Norðuráls á Grundar- tanga skilaði 27,6 milljóna dala hagnaði árið 2013, jafnvirði 3,4 milljarða króna, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Árið 2012 var álverið rekið með jákvæðri afkomu upp á 46,6 millj- ónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. Einnig hefur komið fram að álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík var rekið með 31,8 milljóna dala, um 3,9 milljarða króna, tapi á síð- asta ári. Tap félagsins fyrir skatta nam 41,3 milljónum dala. Pétur Blöndal, framkvæmda- stjóri Samtaka álframleiðenda (Samáls), segir jákvæðar horfur í áliðnaði en tekur fram að hann geti ekki spáð um afkomu einstakra fyrirtækja. „Það blasir við að afkoman í heild ræðst af álverði og það sveifl- ast og ef við lítum til ársins 2012 var meðalálverð hjá LME (London Metal Exchange) 2.018 dollarar á tonn og það fór síðan niður í 1.845 dollara árið 2013 og það hefur auð- vitað áhrif,“ segir Pétur. „Ef við horfum á meðalverð þessa árs þá er það 1.847 dollarar. Það ræðst af því að verðið sveifl- aðist niður í upphafi ársins en það Hagnaður álveranna þriggja dróst saman um 90 prósent Afkoma Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði var jákvæð um 1,3 milljarða króna á síðasta ári miðað við 4,1 milljarðs hagnað árið 2012. Samanlagður hagnaður íslensku álveranna þriggja á árinu 2013 nam 798 milljónum króna. hefur styrkst mjög á seinni hluta ársins og er núna í 2.050 dollurum. Maður leyfir sér því að vona að það sé bjart fram undan í þeim efnum enda skín það í gegn í fréttum við- skiptablaða og greiningardeilda að það er mikil umframeftirspurn í Evrópu og Bandaríkjunum og það dregur úr birgðum.“ haraldur@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.