Fréttablaðið - 06.11.2014, Side 20

Fréttablaðið - 06.11.2014, Side 20
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Fulltrúi útgerðarinnar var kjörinn Alþingi hefur kosið þingmenn til starfa í samráðsnefnd um veiðigjöld. Einn þingmaður kemur úr hverjum þingflokkanna sex, sem eiga sæti á Alþingi. Trúlegast er að skiptar skoð- anir verði meðal sumra þeirra þing- manna sem voru kjörnir í nefndina. Meðal nefndarmanna er Lilja Rafney Magnúsdóttur, Vinstri grænum, sem hefur bjargfasta trú á að útgerðin borgi ekki nóg og svo á sæti í nefnd- inni þingmaðurinn, sem lýsti því yfir í ræðustól Alþingis, að hann sæti á þingi sem fulltrúi út- gerðarinnar, það er Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsókn- arflokksins í Suðurkjördæmi og Grindvíkingur. Trúlegast er hann annarrar skoðunar en Lilja Rafney. Bjarni seinn til svara Athygli vakti þegar Oddný G. Harðar- dóttir sagði á Alþingi að hún hefði 18. september spurt Bjarna Benediktsson um þann virðisaukaskatt sem ein- staklingar greiða. Hún sagði 47 daga og þar af 33 virka frá fyrirspurninni og minnti á að ráðherra hefur fimmtán virka daga til að skila inn skriflegu svari. „Þarna er um að ræða upp- lýsingar sem fleiri en ég eru að bíða eftir og skiptir miklu máli vegna afgreiðslu á stóru stefnumáli ríkisstjórnar- innar,“ sagði Oddný. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, sagði þetta bagalegt, en benti á að nú væru fyrirspurnir fleiri en áður og því gætu svör dregist. Þingkona Framsóknar vildi meira Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins á Akranesi, segist aldrei hafa farið í felur með að hún vildi meiri skuldaleiðrétt- ingar en nú verða gerðar. „ … en ég er samt ánægð með að um sé að ræða almenna aðgerð sem mun ná til um 70 þúsund heimila. Framsókn hefur barist fyrir þessum málum og það má alveg koma fram að ef Framsóknarflokkurinn væri ekki í ríkisstjórn, þá hefði ekki komið til þessarar beinu niður- færslu. Svo einfalt er það nú,“ skrifar þingkonan Elsa Lára á Facebook-síðu sína. Ljóst er að spennan magnast, það styttist í opinberun leiðréttingar ríkisstjórnarinnar. sme@frettabladid.is L ögreglustjórinn í Reykjavík mætti fyrir þingnefnd til að svara til um njósnir og gagnasafn lögreglunnar um lýð- frjálsa samborgara sína. Eins og kunnugt er safnaði lög- reglan býsnum af upplýsingum um almenning og færði í skýrslur. Áherslan virðist hafa verið lögð á að færa til bókar stjórnmálaskoðanir þeirra sem lögreglunni þótti ástæða til að afla upplýsinga um. Starf lögreglunnar var nokkuð umfangs- mikið. Flugumenn lögreglunnar fóru víða við upplýsingaöflun sína. Hvað um aðrar njósnir? „Eftir því sem ég best veit þá er þetta einstakt dæmi. Ég veit ekki til þess að það séu til fleiri svona skýrslur. Ég hef a.m.k. ekki séð fleiri svona skýrslur,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir við þingnefndina í gær. Lögreglu- stjórinn gætir þess að fullyrða ekkert um önnur tilfelli. Segi hún satt má ráða að hún hafi kosið að spyrja einskis, vita ekkert um önnur njósnamál lögreglunnar, séu þau til staðar, og kýs að hafa allan fyrirvara á svari sínu. Hún veit ekki, hefur ekki séð önnur mál. Hún hikar í svarinu. Á sama tíma segir lögreglustjórinn lögregluna safna upp- lýsingum um þá sem standi fyrir mótmælum á hverjum tíma og hvernig þau fara fram. En er lögreglan þá með einhverjum hætti í dag að safna upplýsingum um stjórnmálalegar skoðanir ein- staklinga í þjóðfélaginu? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Við höldum ekki gagnagrunna um skoðanir fólks, pólitískar skoðanir eða neitt slíkt,“ sagði Sigríður Björk. Vandséð er hvernig þetta fer saman, að safna upplýsingum um fólk og segja nánast í sama svari að ekki séu haldnir gagnagrunnar um skoðanir fólks, meðal annars pólitískar skoðanir „ … eða neitt slíkt.“ Þetta svar verður seint kokgleypt. Því kom lögreglustjórinn ekki betur undirbúinn til fundar við þingnefndina? Hvers vegna var ekki hægt að svara fyrirvaralaust hvort til væru aðrar skýrslur um samborgana eða ekki? Lögreglu- stjórinn er í kjöraðstöðu til að kynna sér málið. Af hverju veit lögreglustjórinn ekki fyrir víst hvort fóðrið í Stasiskýrslu Geirs Jóns Þórissonar sé einstakt eða ekki? Er það svar lögreglustjórans tekið gilt, að hún hafi ekki séð aðrar skýrslur? Nei. Lét þingnefndin þessi svör duga, hálfkveðnar vísur og loðin svör? Já, svo virðist vera. Lögreglan hafði fyrir því að færa ýmis- legt til bókar um framgöngu Birgittu Jónsdóttur, nú alþingis- manns. Birgitta var á fundinum með lögreglustjóranum: „Ég verð að segja það fyrir mína parta, eftir að hafa lesið þessa skýrslu, að ég er mjög óörugg gagnvart ykkur. Mér finnst það mjög óþægilegt þegar ég les um það hvernig lögreglan túlkar hvernig starfsmenn þingsins hugsa um ákveðna þingmenn. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Birgitta við fulltrúa lög- reglunnar á nefndarfundinum. Birgittu finnst þetta alvarlegt mál. Það á við um fleiri og svo eru greinilega fleiri sjónarmið uppi um það. Geir Jón segir sjálfur að skýrslan hafi ekki verið ætluð til húslestrar, en samt í áttina að því, ekki rétt? Innihaldið var allavega eins fundar virði, í must- erinu að Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Óljós svör á fundi eftirlitsnefndar Alþingis: Lögreglustjórinn er með fyrirvara Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Tillagan um að loka framhaldsskól- um fyrir bóknámsnemendum yfir 25 ára aldri hefur eðlilega vakið hörð við- brögð. Þeim er sagt að leita annað. En skólagjöld eru 225.000 kr. á önn í námi á háskólabrú í einkaskóla, en 13.000 í almennum framhaldsskólum. Hvers vegna þarf að loka ódýrum valkosti og búa til nýjan dýran? Maður um þrítugt hafði samband við mig vegna þessa. Hann er í öldungadeild að ljúka stúdents- prófi, til að geta fengið inngöngu í Lög- regluskólann. Hann hefur verið á vinnu- markaði í láglaunastörfum um árabil. Af hverju á það að kosta hann 450.000 krón- ur á ári að ljúka framhaldsskólanámi, þegar 19 ára einstaklingur fær sama nám á 26.000 krónur? Af hverju á hann að borga refsigjald? Er hann lakari borg- ari? Er reynsla hans af vinnumarkaði til tjóns fyrir samfélagið? Hin íslenska leið hefur verið sú að fólk fari á vinnumarkað, afli sér þar reynslu og komi svo aftur í skóla og ljúki námi. Er það verri leið en aðrar? Er vont að fá fólk með reynslu af vinnumarkaði í framhaldsskóla? Menntamálaráðherra segist vilja að framhaldsskólarnir séu „ungmennaskólar“. En af hverju eiga þá skólar fyrir fullorðna að vera færri, dýr- ari og torsóttari? Hin beina og breiða braut hefur alltaf verið fær fyrir þá sem vel standa og eru svo heppnir að verða ekki fyrir áföll- um. Það þarf að huga að hinum, þeim sem hafa minna á milli handanna, þeim sem hafa ekki haft aðstæður til að sinna námi, þeim sem eignast börn snemma. Það felst engin nýsköpun í að breyta framhaldsskólanum í einsleitan ung- mennaskóla fólks með einsleitan bak- grunn. Það er þvert á móti afturhvarf til þess sem tíðkaðist hér á landi fyrir meira en 100 árum síðan. Jafnaðarmenn hafa engan áhuga á að endurvekja það menntakerfi og um það verður engin sátt. Framhaldsskóli fyrir alla ➜ Hin íslenska leið hefur verið sú að fólk fari á vinnumarkað, afl i sér þar reynslu og komi svo aftur í skóla og ljúki námi. Er það verri leið en aðrar? Er vont að fá fólk með reynslu af vinnumarkaði í framhaldsskóla? MENNTUN Árni Páll Árnason formaður Samfylk- ingarinnar www.harpa.is/hbr Nánari upplýsingar í s: 528 5050, á midi.is og harpa.is Heillandi sýning fyrir alla fjölskylduna Hnotubrjóturinn Sýnt í Eldborg 21.–23. nóvember

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.