Fréttablaðið - 06.11.2014, Qupperneq 36
FÓLK|TÍSKA
Verslunareigendur í mið-borginni bjóða upp á veitingar og uppákomur
og verða með ýmis tilboð í tilefni
Miðborgarvöku í dag. Undan-
farin ár hefur verið efnt til Mið-
borgarvöku að vori og hausti en
haustvakan er yfirleitt haldin um
svipað leyti og Airwaves. Það
verður því án efa líf í bænum
enda fjöldi tónleika á dagskrá.
Anna Kristín Magnúsdóttir,
eigandi verslunarinnar Kjóla &
konfekts á Laugavegi 92, segir
Miðborgarvöku einn skemmti-
legasta dag ársins hjá verslunar-
eigendum í miðborginni. „Það
er svo ótrúlega mikið líf hérna
í bænum og flestallar versl-
anir með einhverja viðburði. Við
verðum með plötusnúða og 15
prósent afslátt af öllum vörum
svo dæmi séu nefnd.“
Anna Kristín segir þúsundir
innlendra og erlenda gesta í
bænum í tengslum við Airwaves
og að fólki finnist Miðborgar-
vakan algert ævintýri. „Það hefur
myndast notaleg stemning og
allir eru svo glaðir. Margir nýta
jafnframt tilboð og afslætti og
hefja jólagjafakaupin.“ Anna
Kristín segir Airwaves-gesti mjög
áhugasama um íslenska hönnun
og tísku og keppast þeir um
að finna séríslenska vöru til að
skarta á hátíðinni.
Kjólar & konfekt var opnuð í
desember fyrir tveimur árum.
„Við erum svolítið ofarlega á
Laugaveginum sem er ört vax-
andi svæði. Við gætum ekki verið
ánægðari enda hafa viðtökurnar
verið frábærar,“ segir Anna
Kristín.
Í versluninni eru bæði inn-
fluttir kjólar og kjólar sem eru
saumaðir á staðnum, auk barna-
kjóla. Anna Kristín segir leitast
við að vera með kjóla sem henta
öllum. „Við pössum okkur á að
bjóða upp á fjölmörg snið og
sanngjarnt verð. Við erum með
allt frá tjullkjólum yfir í mikið úr-
val af svörtum kjólum fyrir jafnt
hversdagsleg sem fínni tilefni.“
SKEMMTILEGASTI
DAGUR ÁRSINS
MIÐBORGARVAKA Efnt verður til Miðborgarvöku á Laugavegi í dag og verð-
ur opið til 22 í öllum verslunum. Anna Kristín Magnúsdóttir, eigandi Kjóla og
konfekts, segir Miðborgarvöku að hausti einn skemmtilegasta viðburð ársins.
ALLIR GLAÐIR Anna Kristín Magnúsdóttir segir stemninguna á Miðborgarvöku
notalega. Hún segir Airwaves-gesti mjög áhugasama um íslenska hönnun og tísku og
keppast þeir um að finna séríslenska vöru til að skarta á hátíðinni.
Brasilíska fyrirsætan Lea T hefur brotið á bak aftur margar hindr-
anir og fordóma í tískuiðnaðinum. Hún er músa og fyrrverandi að-
stoðarkona Riccardo Tisci hjá Givenchy en hefur nú skrifað undir
meiriháttar samning um að gerast andlit Redken. Ástæðan fyrir því
að þetta þykir frásagnarvert er að Lea T er transkona.
Lea T, sem er einnig mikil baráttukona gegn einelti,
er fyrsta transfyrirsætan sem landar samningi við jafn
þekkt merki og Redken. Fyrirsætan er þekkt fyrir
þykkan og fallegan makkann og því ekki að furða að
Redken hafi sóst eftir samningi við hana.
Redken-samningurinn er í raun aðeins nýjasti
sigur Leu T í tískubransanum. Hún hefur birst í
fjölmörgum auglýsingum Givenchy og kyssti
meðal annars Kate Moss á forsíðu Love
magazine.
LEA T MEÐ SAMNING
VIÐ REDKEN
FYRIRSÆTA OG TRANSKONA
Lea T hefur verið áberandi í tísku-
heiminum undanfarið en hún er músa
Riccardo Tisci hjá Givenchy og hefur setið
fyrir í ófáum auglýsingum fyrir tískurisann.
Stærðir 38-52
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
my style
Alltaf eitthvað nýtt
og spennandi
Kí
ki
ð
á
m
yn
di
r o
g
ve
rð
á
F
ac
eb
oo
k
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
og
v
er
ð
á
Fa
ce
bo
ok
Opið virka daga kl
. 11–18.
Opið laugardaga k
l. 10–16.
Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide.
SUPERBEETS örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Betra blóðflæði,
allt að 30% æðaútvíkk un, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur,
20% meira þrek orka og úthald. Nitric Oxide hefur áhrif á og bætir:
Blóðþrýsting, kólesteról, hjarta- æða- og taugakerfi, þvagblöðru,
lifur, nýru, ofnæmiskerfi, astma, lungnaþembu. Nitric Oxide stjórnar
blóðflæði líkamanns. Bætt ris hjá körlum, aukin kynörvun kvenna.
Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is
Blóðrásin flytur súrefni
og næringarefni
til frumna líkamans
Betra blóðflæði betri heilsa
Fæst í Apótekum og heilsubúðum Umboð: vitex ehf