Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2014, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 06.11.2014, Qupperneq 40
KYNNING − AUGLÝSINGHúðvörur FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is, s. 512-5446 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Húðin er stærsta líffærið og verður óhjákvæmilega fyrir áhrifum af lífsstíl okkar og utanaðkomandi áreiti, hverju við látum ofan í okkur og því sem við berum á okkur. Nauðsynlegt er að vita hvers konar húðgerð við erum með til að hugsa sem best um húðina og velja réttu efnin. ● Fjarlægið allan farða af andlitinu. Þvoið andlitið vel með mildri andlitssápu og vatni og þerrið. Ekki fara þó offari í þvottinum. ● Látið húðina jafna sig. Klukkustund ætti að gefa húðinni tíma til að ná því ástandi sem er henni eðli- legt. Ekki snerta andlitið á þér meðan þú bíður. ● Þrýstið létt á húðina með bréfþurrku. Farið vel yfir T-svæðið á andlitinu, það er ennið og niður nefið og hökuna. ● Greinið nú húðgerðina með því að horfa vel í spegilinn og skoða bréfþurrkuna. Yfirleitt er húð- gerð skipt niður í fjóra flokka, Venjuleg, feit, þurr og blönduð. ● Venjuleg húðgerð skilur ekki eftir sig fitu í bréf- þurrkunni. Hún ætti að vera fyllt og mjúk viðkomu. ● Feit húð skilur eftir sig fitu í bréfþurrkunni. Al- gengt er að feit húð glansi aðeins og svitaholurnar eru vel sýnilegar. ● Þurr húð gæti verið örlítið stíf og jafnvel flagnað. Yfirleitt eru svitaholurnar smáar í þurri húð. Nauð- synlegt er veita þurri húð raka. ● Blönduð húð er algengasta húðgerðin. Hún hefur einkenni allra hinna þriggja, er oftast feit á T svæðinu en venjuleg eða þurr annars staðar á andlitinu. Heimild: www.wikihow.com Hvernig húðgerð ert þú með? Þurrt og kalt vetrarloftið gengur á olíubirgðir húðarinnar sem dregur úr raka hennar. Þá getur kláði farið að gera vart við sig og þurrkur og jafnvel hreistur myndast. Eins geta húðsjúkdómar eins og exem og psoriasis blossað upp eða versnað. Fari sprungur að myndast komast bakteríur frekar inn í húðina sem getur valdið bólgu og þrota og þeir sem glíma við húsjúkdóma verða oft varir við versnandi einkenni. Til að draga úr líkum á vandamálum þarf að hugsa sérstaklega vel um húðina yfir köldustu vetrarmán- uðina. Hér fara nokkur góð ráð. 1. Klæðið ykkur vel Veljið skjólgóðar útiflíkur. Ekki gleyma höndum, hálsi og andliti. Ískaldur vindur getur hæglega ýtt undir þurrk. Sniðgangið ertandi fatnað sem klæjar undan, 2. Ekki vera of lengi í sturtu eða baði Það er freistandi að standa lengi undir heitri sturtunni eða að liggja í heitu baði þegar kalt er í veðri en löng og heit böð eru ávísun á þurra húð. a) Farið frekar í eins stutta sturtu og mögulegt er og hafið bununa aðeins volga. b) Notið sápu fyrir viðkvæma húð. Slíkar sápur eru minna ertandi. c) Ekki þurrka húðina of harkalega. d) Berið rakakrem á húðina á meðan hún er ennþá rök. Veljið lyktarlaust ofnæmisprófað krem í feitari kantinum. 3. Byrjið að bera á húðina um leið og kólnar í veðri Best er að fyrirbyggja vandamál með því að bæta húðinni strax upp þann raka sem hún tapar í þurru og köldu veðri. Karl- menn eru oft tregir til að bera á sig krem en þeir þurfa ekki síður á því að halda en konur. Best er að bera á sig eftir bað og byrja á vandamálasvæðum. Sumir sem glíma við húðvandamál bera á sig og vefja svo plastfilmu utan um sérlega slæm svæði og leyfa henni að vera í um hálfa klukkustund. Það tekur vissulega tíma en linar þjáningar og húðin verður silki- mjúk. 4. Hugið að heilsunni Ónæmiskerfið á þátt í myndun psoriasis og exems og því er mik- ilvægt að reyna að styrkja það og bægja pestum og öðrum ófögn- uði frá. Viðkvæmir ættu að huga að flensusprautu en auk þess er gott að þvo hendur reglulega, taka nauðsynleg vítamín og fá nægan nætursvefn. Streita og óhollt mat- aræði geta líka haft slæm áhrif á húðina. Heimild: health.com Mikilvægt að viðhalda raka Nú þegar hitatölurnar fara lækkandi, menn kynda meira og bætir í vind hefst baráttan við að halda húðinni heilli og heilbrigðri. Mikilvægast er að bæta húðinni upp þann raka sem hún tapar í kulda og trekki. Karl- menn þurfa ekki síður að bera á sig en konur. Best er að bera á húðina beint eftir sturtu á meðan hún er ennþá rök. Fæst í öllum apótekum – Hagkaup – Fjarðarkaup – Heimkaup – Heilsuver – Heilsulausn.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.