Fréttablaðið - 06.11.2014, Page 42

Fréttablaðið - 06.11.2014, Page 42
KYNNING − AUGLÝSINGHúðvörur FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 20144 STREITA STRESSAR HÚÐINA Streita hefur neikvæð áhrif á húðina. Ástæðan er streitu- hormónið kortisól sem leysist úr læðingi þegar stressið verður of mikið. Hormónið getur haft ýmis áhrif á húðina. Til dæmis þornar hún upp og tapar ljóma. Þá hækkar kortisól blóðsykurinn sem leiðir til ferlis sem skemmir kollagen og elastín sem halda húðinni sléttri og fínni. Þetta getur leitt til skemmda í húðinni auk þess sem stöðugar streitugrettur mynda línur í enni. Roði í húð er eitt af einkennum streitu. Hann verður vegna aukins blóðflæðis sem þenur út háræðar í andlitinu. Streita eykur bólgur sem leiða til bólumyndunar. Streita leiðir af sér svefnlausar nætur sem aftur geta leitt til bauga og þrútinna augna. ÓVINIR HÚÐARINNAR Verstu óvinir húðarinnar eru reykingar, sólböð og lélegt mataræði. Þetta þrennt eykur öldrun húðarinnar. Þá er vitað að stress getur fjölgað hrukkum. Þeir sem eru stressaðir eru líka í meiri hættu að fá exem og útbrot. Góður svefn er þar fyrir utan lykillinn að fallegri húð. Strax eftir tvítugt minnkar kollagen í líkamanum og húðin byrjar að eldast. Mikilvægt er að huga vel að húðinni frá unga aldri, sérstaklega verja hana gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. Ef maður vill ekki verða hrukk- óttur er ekki ráðlegt að vera mikið í sól. Notið sólvarnarkrem til varnar hrukkum og ekki síður húðkrabbameini. Matvörur skipta máli fyrir húðina. Andoxunarefni í fennel, negul, pipar og kanil eru góð fyrir húðina. Sömuleiðis ýmis ber, eins og bláber, krækiber, jarðarber og fleiri tegundir. Grænt te er einnig gott fyrir húðina og getur hægt á öldrun hennar. Fiskiolía, omega-3, er húðinni nauðsynleg, sér- staklega á það við þá sem þjást af húðvandamálum, exemi og húðþurrki. Fólki með þurra húð er ráðlagt að forðast sápu og ekki fara í of heita sturtu. Berið gott rakakrem á þurra húð. HEIMAGERÐUR MASKI Lárpera eða avókadó er nokkurs konar náttúrulegt rakakrem. Það er ríkt af hollri fitu og E- og C-vítamínum og er gott fyrir líkamann hvort sem er að innan eða utan, það borðað eða borið á húðina. Avókadó hefur verið notað í gegnum árin sem náttúruleg húðmeð- ferð, sérstaklega fyrir þá sem eru með þurra húð. Auðvelt er að búa til avókadó- maska heima hjá sér. Þá er einu avókadó stappað saman við örlitla mjólk og haframjöl. Þegar allt er orðið vel blandað saman er maskinn borinn á hreint andlitið og hann látinn vera á í tíu mínútur. Hreinsið svo vel af með nægu vatni. Neutral þvottaduft er orðið enn umhverfisvænna en áður. Við erum búin að þjappa því saman svo að nú þarftu minna magn fyrir sömu virkni. Áherslur okkar eru á umhverfið og þig og því leitumst við stöðugt við að búa til betri vöru sem þú getur notað áhyggjulaus. • minni skammtur í hvern þvott • minni orkunotkun við framleiðslu • minni umhverfismengun • nýr og léttari pakki GOTT FYRIR UMHVERFIÐ OG ÞIG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.