Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2014, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 06.11.2014, Qupperneq 76
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 60 „Já, við völdum þessa dagsetningu því hún er svo töff,“ segir leikstjórinn Silja Hauksdóttir á léttum nótum. Hún leikstýrir Áramóta skaupinu í ár en tökur á því hefjast þann 11. nóvember næstkomandi, eða 11.11. Silja segir að tökur standi yfir í rétt rúmlega þrjár vikur. „Svo eigum við inni viðbragðstíma þegar nær dregur ef eitthvað svakalegt gerist,“ segir hún og bætir við að tökur fari mest megnis fram á höfuðborgarsvæðinu. Byrjað er að auglýsa eftir aukaleikurum í skaup- ið og geta þeir sem hafa áhuga haft samband við umboðsskrifstofuna Snyrtilegur klæðnaður. Óskað er eftir fólki á öllum aldri og er tímakaupið fimmtán hundruð krónur. Tökudagar fyrir aukaleikara í skaup- inu geta orðið allt að sjö klukkustunda langir, sem þýðir 10.500 krónur í dagslaun. Er það talsvert hærra en gengur og gerist fyrir aukaleikara sem fá vanalega í kringum fimm þúsund krónur fyrir daginn. Silja segir að talsverðan fjölda aukaleikara þurfi í stöku senur í skaupinu en um aðalleikarana getur hún lítið sagt.„Þetta er stór og föngulegur hópur gaman- leikara sem hefur getið sér gott orð í gamanleik og er í þekktari kantinum, með mikla reynslu. Þetta verður kynngimagnað skaup.“ - lkg Aukaleikarar græða á skaupinu Tökur á Áramótaskaupinu hefj ast 11. nóvember. Auglýst er eft ir aukaleikurum. ÞÖGUL SEM GRÖFIN Silja getur lítið sagt um skaupið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON prósentum landsmanna fannst skaupið í fyrra gott. 81,3 prósentum landsmanna fannst það slakt. * Tölur úr könnun MMR 9 „Mér þykir rosa vænt um eina mynd sem heitir Limelight eftir Charlie Chaplin.“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skáld. BÍÓMYNDIN „Framsóknarmenn eru mér mikið hugleiknir,“ segir Snorri Ásmundsson myndlistarmað- ur sem opnar sýninguna Fram- sóknarmaðurinn í Betra veður Window Gallery á Laugavegi 41 á morgun. Snorri opnar sýninguna með gjörningi klukkan 17 en hann vill ekki gefa of mikið upp um inni- haldið. „Mér finnst áhugavert hversu margir kusu þá en þeir eru alltaf einhvers staðar í leyni, því ég veit ekki um neinn nema þennan Óla Palla [Ólaf Pál Gunn- arsson] sem hefur kosið Fram- sókn,“ segir Snorri, sem stofnaði flokkinn Vinstri hægri snú fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2002 og bauð sig fram í embætti til forseta 2004. „Ég man þegar ég bauð mig fram í seinni kosningunum, þá var ég svolítið að leggja Fram- sókn í einelti en það er rosalega erfitt að gera það ekki. Það er einhver satanísk orka í kringum þá. Þetta er ekkert rosalega kær- leiksrík orka, meira svona gjör- spillt, eins og sjúkdómur.“ Hann opnar síðan aðra mynd- listarsýningu í dag klukkan 17.30 í Galleríi Bakaríi, sem nefnist Gyðjurnar. „Þetta eru glæný mál- verk af rómverskum og norræn- um gyðjum en fyrirmyndirnar eru þokkadísir úr íslenskum og amerískum afþreyingarveru- leika,“ segir Snorri, sem heldur til Los Angeles eftir helgi þar sem hann mun vinna að listinni í nokkra mánuði. - þij „Satanísk orka í kringum Framsókn“ Snorri Ásmundsson opnar tvær myndlistarsýningar í dag. Heldur síðan til LA. SNORRI ÁSMUNDSSON Þekkir engan nema Óla Palla sem kaus Framsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sigríður Eir Zophoníasdóttir, söngkona og gítarleikari, hefur í nægu að snúast þessa dagana því auk tónleikahalds gengur hún með sitt fyrsta barn og er komin rúma 8 mánuði á leið. Sigríður Eir skipar ásamt Völu Höskuldsdóttur Hljóm- sveitina Evu sem spilar á þrem- ur utandagskrár-viðburðum á Airwaves-hátíðinni sem fram fer í vikunni og gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“. Hljómsveitin Eva stefnir á að halda jólatónleika í Fríkirkjunni viku fyrir settan dag. „Stúlkan sem ég geng með er rosa glöð með þetta og sparkar alveg á fullu þegar ég er að spila. Það myndast ein- hver titring- ur í legvatn- inu þegar ég spila á gítar- inn. Ég hef ákveðið að túlka spörkin sem ánægju frekar en mót- mæli,“ segir Sigríður Eir hress í bragði en hún hefur þurft að laga spilamennskuna að auknu umfangi óléttubumbunnar og spilar því með gítarinn aðeins út á hlið. Sigríður Eir segir lítið stress fylgja tónleikunum þrátt fyrir að þeir séu á dagskrá svo stuttu fyrir settan dag: „Það munu allir skilja það ef tón- leikarnir frestast vegna barns- burðar. Ég vona bara að ég verði ekki alveg að springa þegar það kemur að þessu. Við seljum enga miða í forsölu svo það verður enginn fyrir brjáluðum von- brigðum.“ gydaloa@frettabladid.is Túlkar hvert spark úr bumbu sem ánægju Spilar með gítarinn út á hlið og stefnir á jólatónleika viku fyrir settan dag. ENGIR MIÐAR Í FORSÖLU Sigríður Eir segir að allir muni skilja ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Hljómsveitin Eva gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“, og heldur af því tilefni útgáfutónleika 13. nóvember á Café Rósenberg. Platan var tekin upp í Berufirði á bænum Karlsstöðum en fjármögnun hennar fór að miklu leyti fram í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund. Tók plötuna upp í Berufirði Það myndast einhver titringur í legvatninu þegar ég spila á gítarinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.