Fréttablaðið - 28.11.2014, Page 50

Fréttablaðið - 28.11.2014, Page 50
Lífi ð BLOGGARINN DÖKKA HLIÐIN Cindy Van Der Heyden www.codds.com Cindy Van Der Heyden er eigandi síðunnar Come Over to the Dark Side We Have Candy eða codds eins og hún kallar hana. Hún er rúmlega tvítug, frá Hollandi og á síðunni er að finna allt um hennar persónulega stíl, fatnað og það sem veitir henni inn- blástur. Hún er sérstaklega hrifin af svörtu, leðri, skóm frá fræg- um hönnuðum, dökkri augnmálningu og úfnu hári. Það hefur verið fjallað um tískublogg hennar í mörgum af frægustu tímaritum heims eins og til dæmis Elle Mag azine, Grazia, New York Times og Cosmopolitan. Stílhreint, dökkt og fallegt blogg sem gaman er að fylgjast með. Nutrition stripped instagram.com/nutrition- stripped Vönduð síða sem McKel Hill frá Nas- hville í Bandaríkjunum á heiðurinn af. Hún setur inn myndir af fersk- um grænmetismat og djúsum og vill sýna fram á að grænmetisætur borði ekki bara kálblöð og gulrætur. Það sem er einstakt við síðuna hennar er að hún setur fram mikinn fróðleik um næringargildi hráefnanna sem hún notar í réttina og heilsufarslegan ávinning af þeim. Creators of Desire facebook.com/creatorsof- desire/ Creators of Desire sameinar tíu vin- sæla tískubloggara á einni síðu sem bjóða þar upp á hafsjó af tískuinn- blæstri. Á Facebook-síðu þeirra eru birtar myndir frá öllum bloggurum og því úr nægu að velja fyrir þá sem vantar hugmyndir að nýjum stíl eða klæðnaði. Bloggararnir eru allir með puttann á púlsinum hvað trend varð- ar og því tilvalin Facebook-síða fyrir alla tískuunnendur. Kimberly Pesch, Eat Sleep Wear pinterest.com/eatsleep- wear/ Kimberly Pesch er grafískur hönn- uður, tískubloggari og mikil áhuga- kona um bollakökur. Á Pinterest-síðu hennar, Eat Sleep Wear, er helst að finna tísku og fallegan fatnað, graf- ísk hönnunarverk, innanhússhönnun, hugmyndir að jólagjöfum og fallegan mat. Hún deilir einnig myndum af sjálfri sér og sínum eigin stíl sem er nútímalegur og einfaldur. Síða sem hægt er að gleyma sér á tímunum saman. Einstök stemning í 25 ár kolaportid.is Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.