Fréttablaðið - 28.11.2014, Síða 66

Fréttablaðið - 28.11.2014, Síða 66
28. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 42 Flugfreyjukór Icelandair hefur undan farin ár efnt til aðventutón- leika. Í ár verða tvær einsöng konur úr hópi flugfreyjanna, þær Jana María Guðmundsdóttir og Heiða Ólafsdóttir. Einnig tekur Lögreglu- kór Reykjavíkur þátt í flutningnum. „Á tónleikunum erum við með bland í poka, hátíðlegt, létt og skemmtilegt. Svo kryddar Lög- reglukórinn þetta með okkur. Það er rosalega gaman að fá flottar karlaraddir blandaðar saman við,“ segir Jarþrúður Guðnadóttir, for- maður kórsins. Flugfreyjukórinn kemur fram í hátíðarbúningi Icelandair. „Það verða allir uppdubbaðir í bún- ingnum og voða fínir. Flugfreyjukór er ekki flugfreyjukór nema hann syngi í búningi.“ Auk tónleikanna fer kórinn á svokallað jólaflakk þar sem hann syngur fyrir starfsfólk Icelandair á hinum og þessum stöðum. Kórinn endar svo flakkið í Leifsstöð þar sem meðal annars er sungið fyrir farþega sem eru að fara í tengiflug og til Evrópu. „Við stefnum á það og góða lend- ingu líka,“ segir Jarþrúður glöð í bragði þegar hún er spurð að því hvort kórinn muni ekki fara á flug í flutningnum. Kórstjóri Flugfreyjukórs Ice- landair er Magnús Kjartansson. Aðventutónleikarnir verða annan desember í Grafarvogskirkju, tón- leikarnir eru ókeypis og eru allir boðnir velkomnir. - gló Það verða allir uppdubbaðir í bún- ingnum og voða fínir. Flugfreyjukórinn verður á fl ugi í fl utningi sínum Hinir árlegu aðventutónleikar Flugfreyjukórs Icelandair verða haldnir annan desember. Einnig verður farið á sannkallað jólafl akk. SÖNGELSKAR Flugfreyjurnar verða íklæddar hátíðarbúningi Icelandair á aðventutón- leikunum. MYND/GUNN- LAUGUR RÖGN- VALDSSON Hið nýstofnaða fyrirtæki Ekta Ísland, sem er í eigu Jóhönnu Jak- obsdóttur og Sigurbjargar Bergs- dóttur, hefur gert stuttmyndina Fellum grímuna. Um er að ræða forvarnarverk- efni sem miðar að því að varpa ljósi á þá staðreynd að öll erum við skemmtilega mannleg og enginn er fullkominn. Hins vegar reynir fólk oft að halda uppi falskri ímynd en allt slíkt getur orðið áberandi í litlu þjóðfélagi eins og við búum í á Íslandi. Þjóðþekktir einstaklingar, þar á meðal Ólafur Stefánsson, Anníe Mist, Gunnar Nelson, Páll Óskar, Ari Eldjárn, Þórunn Antonía, Yesmine Olsson og Edda Björg- vinsdóttir stíga fram í myndinni og tala um það sem þeir glíma við, svo sem kvíða, meðvirkni og full- komnunaráráttu. „Ég á sautján ára ungling og hugmyndin spratt upp út frá því, svo ákváðum við Jóhanna bara að láta þetta gerast,“ segir Sigur- björg. „Í grunninn þá eru allir að glíma við þessa ímynd, að þurfa að vera einhvern veginn. Fólk heldur oft að þeir sem eru að ná árangri skauti bara í gegnum lífið en því fer fjarri,“ segir hún og bætir við að það sé mikill kvíði í íslensku samfélagi. „Ef myndin okkar getur hjálpað fólki að vera sáttara í eigin skinni þá erum við ánægðar.“ Að sögn Jóhönnu og Sigur- bjargar var ekkert mál að fá fólk til að taka þátt. „Þau voru alveg til fyrirmyndar. Það voru allir afskaplega opnir og fúsir til þess að styrkja þetta verkefni. Þessi einlægni skín í gegn í myndinni,“ segir Jóhanna og bætir við að verkefni sem þetta hafi ekki verið gert áður hér á landi. Myndin verð- ur frumsýnd í byrjun næsta árs. Áhugasömum er bent á að skoða Facebook-síðu Ekta Íslands. Baldvin Z leikstýrði Fellum grímuna í samvinnu við Jóhönnu og Sigurbjörgu en þær framleiddu myndina einnig. Baldvin hefur Við erum öll mannleg Fyrirtækið Ekta Ísland hefur gert stuttmyndina Fellum grímuna. Þar stíga þjóðþekktir einstaklingar fram og segja frá vandamálum sem þeir glíma við. JÓHANNA OG SIGURBJÖRG Jóhanna Jakobsdóttir (til hægri) og Sigurbjörg Bergsdóttir eiga fyrirtækið Ekta Ísland en Sigurbjörg starfar einnig hjá fjölskyldumiðstöðinni Lausnin. Þær leikstýrðu Fellum grímuna ásamt Baldvini Z. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stuðmenn eru á leiðinni til Akur- eyrar í fyrsta skipti í tíu ár full- mannaðir með allar kanónurnar til þess að kveðja með stæl lífseigasta skemmtihús Íslands, Sjallann, sem leggur upp laupana um áramótin. „Fyrsta giggið okkar þarna var ’75. Þetta er að verða 40 ára sam- eiginleg saga,“ segir Stuðmað- urinn Jakob Frímann Magnús- son. „Það verður stór samkoma á laugardaginn, sett af bæjarstjóra og bæjarstjórn. Við fáum Krist- ján Jóhannsson til að stíga á stokk, ekki bara stokk heldur Helenu- stokk,“ bætir hann við. Einnig verður sýnd heimildarmyndin umhverfis Sjallann á átta mín- útum. Samkoman hefst í Sjallanum klukkan 21 með hanastéli, fögrum orðum og tónum. Eftir það verða Stuðmenn með Tívolí-tónleika klukkan 22 og að þeim loknum bjóða þeir upp á „greatest hits“ til heiðurs Sjallanum það sem eftir lifir kvölds. Þegar þeir ljúka sinni dagskrá taka plötusnúðar við og spanna sögu Sjallans með því að spila vinsælustu lögin sem hafa hljómað í húsinu. - fb Stuðmenn kveðja Sjallann á laugardag Hljómsveitin mætir fullmönnuð til Akureyrar. STUÐMENN Hljómsveitin vinsæla spilar í Sjallanum í hinsta sinn á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Í myndinni eru þrír gamansketsar sem gera góðlátlegt grín að íslensku samfélagi og gefa henni skemmtilegt yfirbragð þrátt fyrir alvarlegan undir- tón og mikilvægan boðskap. Handrit og leikstjórn þeirra var í höndum Arnórs Pálma, sem leikstýrði þáttunum Hæ Gosa. Tónlistin í Fellum grímuna er eftir Agga Friðbertsson og Sigrúnu Stellu Bessason. Að auki er Árelía Eydís Guðmundsdóttir prófessor með mikilvægt innlegg í myndinni um íslenskt samfélag. Gera grín að íslensku samfélagi Anna Svava Knúts- dóttir Anníe Mist Þórisdóttir Ari Eldjárn Arnar Grant Auðunn Blöndal Edda Björgvinsdóttir Emmsjé Gauti Gísli Rúnar Jónsson Gunnar Nelson Ingvar E. Sigurðsson Katla Margrét Þorgeirsdóttir Ólafur Stefánsson Páll Óskar Rakel Dögg Bragadóttir Solla Eiríksdóttir Sverrir Þór Sverrisson Steindi jr. Yesmine Olsson Þóra Karítas Árnadóttir Þórunn Antonía Magnúsdóttir ➜ Þjóðþekkt fólk tekur þátt í myndinni Yrsa Sigurðardóttir er besti glæpa- sagnahöfundur Norðurlanda, að mati Ørjan Greiff Johnsen, gagn- rýnanda Adresse avisen í Noregi. Í dagblaðinu bendir Johnsen les- endum á að lesa bók Yrsu, Kulda, sem kom út fyrr á árinu þar í landi. Þá birti hann gagnrýni um bók- ina þar sem sagði: „Hrikalega góð. Höfundurinn skrifar frábærlega, persónurnar eru blæbrigðaríkar og hún notfærir sér hina hrjóstr- ugu íslensku náttúru til hins ýtr- asta: kuldalega, myrka og ískaldan vindinn. Allt rennur þetta saman í glæpasögu sem er svo spennandi að hún á sér fáar hliðstæður.“ - fb Best á Norðurlöndum Gagnrýnandi Adresseavisen í Noregi hrifi nn af Yrsu. YRSA Gagnrýnandi Adresseavisen í Noregi er yfir sig hrifinn af Yrsu Sigurðardóttur. MYND/SIGURJÓN RAGNAR getið sér gott orð fyrir mynd irnar Vonarstræti og Órói. „Hann er stórkostlegt eintak af mannveru. Við erum yfirmáta þakklátar fyrir að hafa fengið að vinna með honum.“ freyr@frettabladid.is „Fyrir mig eru mikil forréttindi að geta tekið þátt í verkefnum eins og þessu,“ segir leikstjórinn Baldvin Z. „Ég gerði þetta líka fyrir Fáðu já-verkefnið, þar sem ég er fenginn inn til þess að hjálpa við framleiðslu og leik- stjórn og koma verkefnum eins og þessum á koppinn. Það sem gerir þessi verkefni einstaklega skemmtileg fyrir mig er að þau sem standa bak við verkefnið eru að þessu af svo mikilli ástríðu að það sem ég þarf að gera er að fá þau til þess að fá sjálfstraustið til þess að standa á eigin fótum,“ segir hann. „Það tók ekki Jóhönnu og Sigurbjörgu nema nokkrar mínútur að selja mér þessa hugmynd. Þetta viðfangsefni hefur aldrei verið sett eins sterkt í fókus áður eins og þær setja þetta fram. Ég hlustaði á þær og þær voru alveg með á hreinu hvað þær vildu gera, þannig að við rukum af stað í þetta. Þessi mynd er líka fyrir alla, þá sérstaklega unglinga, sem lifa í mjög flóknum heimi þar sem gagnrýni annarra hefur allt of mikil áhrif á hvernig þú hagar þér og ekki eru samskiptamiðlarnir að hjálpa til þar,“ bætir leikstjórinn við. „Fellum grímuna er í raun og veru verkefni sem hefði átt að vera búið að framleiða fyrir langa löngu. Við nefnilega setjum öll upp grímur í okkar daglega lífi. Við búum okkur til skoðanir á fólki út frá þeim grímum en nú er kominn tími til að fella þær niður og lifa lífinu út frá okkar forsendum, ekki annarra.“ FORRÉTTINDI AÐ TAKA ÞÁTT Í VERKEFNINU www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi | Kræsingar & kostakjör

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.