Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2014, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 28.11.2014, Qupperneq 68
28. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 44 Systurnar Elísabet Rún og Elín Edda Þorsteinsdætur gáfu á dögunum út bókina Plantan á gang- inum, en hún er samvinnuverkefni þeirra systra. „Þetta byrjaði sumarið 2012 en hvorug okkar var komin með vinnu. Okkur langaði að gera eitt- hvert skemmtilegt verkefni saman og enduðum á því að gefa út vef- myndasögu á Tumblr-vefnum,“ segir Elísabet, en í fyrstu birtu þær um þrjá ramma úr sögunni á dag. „Svo sáum við bara að teikning- arnar okkar myndu koma mun betur út á prenti, þannig að við ákváðum að gera bók,“ bætir hún við. Sagan fjallar um Geirþrúði Flóru, konu sem býr í miðbæ Reykjavíkur og hefur helgað líf sitt plöntum og blómum. „Það má eiginlega segja að hún sé búin að einangra sig svo- lítið og kjósi heldur að umgangast plöntur en fólk,“ segir Elísabet. Dag einn ákveður Geirþrúður að setja eina af plöntunum sínum fram á gang, en við það fer af stað atburða- rás sem mun vægast sagt hafa áhrif á líf hennar. „Það er eigin lega ekki hægt að segja meira, en hún fjallar um vináttuna og það að vera öðru- vísi,“ segir Elín. Síður úr bókinni eru til sýnis í myndasögudeild Borgar bókasafnsins og stendur sýn- ingin yfir fram í janúar. - asi Bjuggu til myndasögu um plöntuna á ganginum Systurnar Elísabet Rún og Elín Edda Þorsteinsdætur gerðu teiknimyndasögubók sem kom út nýlega. Geirþrúður Flóra kemur við sögu. SYSTUR Sýningin á síðum bókarinnar á Borgarbóka- safninu er opin fram í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ★★★★ ★ White God (Fehér Isten) Leikstjóri: Kornél Mundruczó AÐALLEIKARAR: Z SÓFIA PSOTTA, SÁNDOR ZSÓTÉR OG LILI HORVÁTH Ungverska myndin White God er framlag Ungverjalands til Óskars verðlaunanna 2015 og er það vel skiljanlegt. White God segir sögu Lili, ungrar stúlku sem flyst tíma- bundið til föður síns. Með henni í för er hundurinn Hagen, hennar besti vinur. Með komu Hagen inn á heimilið reynir á samband feðg- inanna og fljótt fer af stað undar- leg og ófyrirsjáanleg atburðarrás. Myndin fjallar á áleitinn hátt um samband mannsins og besta vinar hans. Valdatengsl og stig- veldi, sem ekki eiga bara við í sambandi hinna ofangreindu dýrategunda, eru skýrð og sett í einfaldara form. Afleiðingarnar eru hrollvekjandi og inn í þær fléttast samband feðginanna. Áhugaverð mynd sem skil- ur talsvert eftir sig. Mörg atriði í myndinni eru stórbrotin og áhrifamikil. Sérstaklega atriðin þar sem hundruð hunda samein- ast og skapa samtímis fallegt og ógnvekjandi sjónarspil. Samband Lili og Hagen er fallegt sem og þróun sambands feðginanna. Gyða Lóa Ólafsdóttir NIÐURSTAÐA: White God er skrítin, en á góðan hátt. Á köflum hroll- vekjandi og á sumum stöðum minnir hún á fuglana hans Hitchcocks. Áhrifamikil ungversk kvikmynd WHITE GOD Saga af ungri stúlku og besta vini hennar. ➜ Sagan fjallar um Geirþrúði Flóru, konu sem býr í miðbæ Reykjavíkur og hefur helgað líf sitt plöntum og blómum. Gísli Gunnarsson Bachmann hefur undanfarin ár ferðast víða, um Asíu, Norður-Evrópu og Banda- ríkin. Á ferðum sínum hefur hann meðal annars lagt stund á jóga, bardagalistir og taó-heimspeki. „Upphaflegi draumurinn var að fara til Taílands að læra bardaga- listir. Ég vildi ekki fylgja því sem aðrir voru að segja mér að gera, ekki það að ég væri „rebel“, þetta snerist frekar um að hlusta á sjálf- an mig.“ En úr varð að hann fór til Taílands og lærði muay thai. Eftir sex mánaða dvöl í Taí- landi lá leið Gísla til Indlands þar sem hann fór í jógakennara- nám sem hafði mikil áhrif á hann. „Námið breytti töluvert lífi mínu og ég kynntist öðrum hugmynd- um en þekkjast í okkar vestræna samfélagi, að maður eigi að fylgja ákveðinni uppskrift og elta þær hugmyndir sem aðrir eru búnir að skapa fyrir mann.“ Jógakennaranámið opnaði nýjan hugarheim. „Jógaheimspekin opn- aði fyrir mér þann heim að það gerist ekkert mjög slæmt ef manni mistekst. Mistökin kenna manni eitt og annað.“ Eftir dvölina á Indlandi sneri Gísli aftur heim til Íslands þar sem hann vann meðal annars fyrir sér sem jógakennari og safnaði fyrir næstu ferð. Þá lá leiðin til Austurríkis þar sem hann lærði skíða- og snjó- brettakennarann. Nú er hann nýkominn frá Kína þar sem hann lærði taó-heimspeki, bardagalistir og kínverskt punkta- kerfisnudd. Hinn 7. desember næst- komandi flytur Gísli fyrirlesturinn Hófsemi og aukin lífsgleði. Í fyrir- Mistökin geta kennt manni eitt og annað Gísli Gunnarsson Bachmann heldur fyrirlestur í Háskólabíói um hófsemi og aukin lífsgæði. Hann hefur lagt stund á jóga, bardagalistir og taó-heimspeki. EINBEITTUR Gísli hefur meðal annars lagt stund á shaolin kung fu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nemendur á lokaári vöruhönn- unardeildar Listaháskóla Íslands opna sýninguna Wood You í kjall- ara skólans í Þverholti. Verkefnið var unnið í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur í Heiðmörk en þema verkefnisins var íslenskur viður. Einn nemend- anna, Gael Corto Arcadio Jabali, segir sína upplifun af verkefninu hafa umfram allt verið félagslega. „Ég er alinn upp í Frakklandi þar sem er ekki bara litið á skóginn sem hluta af náttúrunni heldur sem hluta af iðnaðinum líka og einnig leikur hann svo stórt hlutverk í menningunni,“ segir Corto, en segir jafnframt að hans upplifun endurspegli ekki upplifun hópsins. „Mér fannst mikilvægt að reyna að búa til eitthvað sem tengir fólk við skóginn og við íslenska menn- ingu. Það var virkilega áhugavert að fá að kynnast skóginum hér svona náið og vinna svona nálægt hráefninu. Skógrækt Reykja- víkur á hrós skilið fyrir þá vinnu sem þeir eru að vinna og hversu vel þeir tóku á móti okkur. Þetta er hráefni sem við Íslending- ar megum klárlega nota meira í iðnað hér heima og hefur mikla möguleika á því að stækka,“ segir hann. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 14 og verður opin fram eftir degi og yfir helgina. „Hluti af sýningunni er opnun heimasíðunnar okkar, www. wood-you.com, en þar er hægt að skoða öll verkefnin okkar ásamt myndböndum,“ segir Corto. - asi Miklir möguleikar í íslenska skóginum Nemendur á lokaári vöruhönnunar LHÍ unnu verk- efni í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. HLUTI AF VERKEFNUM Verkefni nemendanna eru jafn ólík og þau eru mörg. AÐSEND MYND lestrinum útskýrir hann þá hug- myndafræði sem hann hefur viðað að sér á ferðalögum sínum. „Ég ætla meðal annars að tala um frelsið sem fylgir því að taka niður grímuna sem við göngum með dags daglega,“ segir Gísli og bætir við: „Gríman sem maður setur upp er oft vörnin okkar, en hún verður oftast nær að tilbúnum karakter sem með tímanum verður erfiðara og erfiðara að stíga út úr.“ Gísli stefnir á að halda áfram að læra og ferðast. „Ég er að fara til Austurríkis aftur að kenna eftir jól. Ég kynntist frábærum strákum í Kína og við ætlum að hittast í Indó- nesíu næsta sumar, æfa saman og læra hver af öðrum.“ Fyrirlesturinn verður fluttur í Háskólabíói 7. desember klukkan fjögur og fer miðasala fram á midi. is. gydaloa@frettabladid.is Rapparinn og verðandi Íslands- vinurinn Killer Mike var gráti næst í byrjun tónleika sinna og El-P í St. Louis á þriðju- daginn eftir að tilkynnt var að lögreglumaðurinn Darren Wil- son yrði ekki ákærður fyrir að hafa skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana. Sá var óvopn- aður og ríkir nú mikil reiði þar vestra vegna framferðis lög- regluyfirvalda. „Í kvöld var eins og sparkað væri í magann á mér þegar ég heyrði úrskurð dómarans,“ sagði Mike, sem myndar tví eykið Run the Jewels ásamt rapparanum og taktsmiðnum El-P. „Þið spörkuðuð í mig í dag af því að ég á syni sem eru 20 ára og 12 ára, og ég hræðist svo innilega fyrir þeirra hönd.“ Mike, sem mun troða upp með El-P á All Tomorrow’s Parties í Keflavík í júlí, hefur á seinustu árum látið mikið til sín heyra út af rasisma innan bandarísku lögreglunnar. „Þetta snýst um fátækt, þetta snýst um græðgi og þetta snýst um stríðsvél. Þetta snýst um stríðsvél sem notar ykkur. Ef ég dey á morgun eða hinn, þá vil ég aðeins að þið vitið að þetta snýst um okkur gegn helvítis vélinni!“ - þij Gagnrýndi yfi rvöld Rapparinn Killer Mike hellti úr skálum reiði sinnar á þriðjudag. KILLER MIKE Rapparinn hefur látið mikið í sér heyra vegna framferðis lögreglu. NORDICPHOTOS/GETTY Ég vildi ekki fylgja því sem aðrir voru að segja mér að gera, ekki það að ég væri „rebel“, þetta snerist frekar um að hlusta á sjálfan mig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.