Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 8

Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 8
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 EFNAHAGSMÁL Það er mikilvægt að varðveita sjálfstæði og traust á Seðlabanka Íslands, segir í yfirlýs- ingu sendinefndar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins sem kynnt var í gær. Þar segir að breytingar á lögum um bankann eigi að taka mið af þeim umbótum sem voru gerð- ar á lagaumhverfi bankans árið 2009, með Peningastefnunefnd og áreiðan leika í ákvarðanatöku. Sendinefndin, undir forystu Pet- ers Dohlmans, lauk í gær tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir reglulega úttekt á efnahags- lífi aðildarlanda sinna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að sjálfstæður og áreiðanleg- ur Seðlabanki geri ákvarðanatöku betri, sem stuðli svo aftur að efna- hagslegum stöðugleika og vexti. Það sé síðan forsendan fyrir því að auka efnahagslegt frelsi. Eins og fram hefur komið vinn- ur nefnd á vegum Bjarna Bene- diktssonar, fjármála- og efna- hagsráðherra, að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Nefndin hefur ekki lokið störf- um en reiknað hefur verið með að skipað verði að nýju í stöðu seðla- bankastjóra þegar nýju lögin taka gildi. Í yfirlýsingu sendinefnd arinnar segir að dregið hafi úr hagvexti á árinu, en Dohlman segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geri ráð fyrir 2 prósenta hagvexti á þessu ári og þriggja prósenta hag- vexti á þeim næsta. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var hagvöxt- ur á fyrstu níu mánuðum ársins engu að síður einungis 0,5 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að horfur í efnahagsmál- um séu jákvæðar og það ætti að styðja við áætlun um losun fjár- magnshafta. „Ísland hefur aldrei verið í betri stöðu frá hruni,“ sagði Dohlman á blaðamanna- fundinum í gær. Það væru þó nokkrir áhættuþættir, eins og miklar skuldir hins opinbera. Eftirmál fjármálaáfallsins séu enn nokkur og hefur það áhrif á hagvöxt og dregur úr ytri stöðug- leika. Stærsta verkefnið sé að auka frelsi í flæði fjármagns og að gera samskipti fjármálamark- aða á Íslandi við alheiminn eðli- leg á ný. „Við erum ánægð með skref stjórnvalda í þessu skyni á undanförnum mánuðum,“ segir Dohlman. Þau hafi sýnt að skiln- ingur sé á hvert verkefnið er og hvaða leikir eru í stöðunni. „Við vonum að LBI-samningur- inn geti orðið hvati fyrir frekari skref. Og muni hafa langvarandi jákvæð áhrif á hagkerfið,“ sagði Dohlman. Þar vísar hann í samn- ing á milli slitabús gamla Lands- bankans og nýja Landsbankans sem leiddi til þess að slita búið fékk heimild til að greiða 400 milljarða króna til forgangskröfu- hafa. jonhakon@frettabladid.is Varðveita beri traust og sjálfstæði bankans Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að breytingar á lögum um Seðlabankann eigi að taka mið af þeim umbótum sem voru gerðar á lagaumhverfi hans árið 2009. Sjóðurinn segir einnig að staða efnahagsmála hafi ekki verið betri frá hruni. Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að greiða fyrirfram hluta lána frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum sem fengin voru í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda en sú áætlun var studd af AGS. Að greiðslunni lokinni hafa stjórnvöld endurgreitt 83% af láninu frá AGS. Um er að ræða endur- greiðslur að jafnvirði um 50 milljarða króna sem voru upphaflega á gjald- daga á næsta ári. Þegar tekið hefur verið tillit til þeirra vaxtatekna sem hefðu fengist af þeim 50 milljörðum króna sem notaðir voru í fyrirframgreiðslu upp í skuld Seðlabankans við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er ljóst að ávinningur bankans er mikill. Sparnaðurinn er, eins og segir í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins, 1,5 milljarðar króna. Tekið er fram í svarinu að vaxtatekjur hefðu reyndar verið mjög litlar í því vaxtaumhverfi sem er í dag. Fyrirfram- greiðsla bankans dekkar margar afborganir sem standa hefði þurft skil á árið 2015. Fyrirframgreiðslan sparar 1,5 milljarða SAMFÉLAGSMÁL Þrjár konur hafa í ár leitað í Kvennaathvarfið á þeirri forsendu að þær hafi verið seldar mansali hingað til lands. Þetta segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sigþrúður og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, undirrituðu í gær samning sem tryggir örugga neyðar- vistun í Kvennaathvarfinu fyrir konur sem sætt hafa mansali eða grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. Samningurinn er gerður á grundvelli áætlunar ríkisstjórn- arinnar um aðgerðir gegn mansali fyrir árin 2013–2016. Samningurinn við Kvennaathvarfið gerir lögreglu, félagsþjónustu sveitarfé- laga og öðrum viðurkenndum samstarfs- aðilum kleift að bjóða meintum fórnar- lömbum mansals skjól á meðan unnið er að rannsókn máls og sérfræðingar í vel- ferðarþjónustu geta veitt ráðgjöf og stuðn- ing. Meðan á neyðarvistun stendur mun sérfræðiteymi fjalla um mál þeirrar konu sem í hlut á og tryggja að henni verði veitt viðeigandi aðstoð, öryggi og vernd eftir að dvöl í Kvennaathvarfinu lýkur. Sigþrúður segir að fjöldi kvenna sem leiti í Kvennaathvarfið vegna mansals sé breytilegur á milli ára. „Ég held að það geti verið mjög mikill munur á milli ára. Í ár held ég að þetta séu þrjár konur sem hafa komið á þessum forsendum. Ef til vill hafa einhverjar konur komið á forsendum heimilisofbeldis, nauðgunar eða einhvers álíka. Og svo mögulega vaknað seinna grunur um að um væri að ræða fórnar- lamb mansals,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir að konurnar ættu að vera fleiri. Líklegast séu konur sem eru í þessari stöðu en Kvennaathvarfið nær ekki til. - jhh Kvennaathvarfið semur við félags- og húsnæðismálamálaráðherra um skjól fyrir konur sem seldar hafa verið mansali hingað: Þrjár konur leitað til Kvennaathvarfs vegna mansals SKRIFAÐ UNDIR Þrjár konur hafa komið í kvenna- athvarfið í ár vegna mansals. Ísland hefur aldrei verið í betri stöðu frá hruni. Peter Dohlman, yfirmaður sendinefndar AGS. Á KJARVALSTÖÐUM Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að sjálfstæður Seðlabanki stuðli að stöðugleika og vexti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is ENA MICRO 9 ONE TOUCH Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum en 14 vélar voru prófaðar. Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato, cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp. Tilboð: ENA Micro 9 kr. 129.900 Tilboð: ENA Micro 1 kr. 95.920 www.snuran.is vefverslun S: 537-5101 Njóttu þess að versla heima í stofu og fáðu sent upp að dyrum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.