Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 8
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
EFNAHAGSMÁL Það er mikilvægt
að varðveita sjálfstæði og traust á
Seðlabanka Íslands, segir í yfirlýs-
ingu sendinefndar Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins sem kynnt var í gær.
Þar segir að breytingar á lögum
um bankann eigi að taka mið af
þeim umbótum sem voru gerð-
ar á lagaumhverfi bankans árið
2009, með Peningastefnunefnd og
áreiðan leika í ákvarðanatöku.
Sendinefndin, undir forystu Pet-
ers Dohlmans, lauk í gær tveggja
vikna heimsókn sinni til Íslands,
en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
gerir reglulega úttekt á efnahags-
lífi aðildarlanda sinna.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
segir að sjálfstæður og áreiðanleg-
ur Seðlabanki geri ákvarðanatöku
betri, sem stuðli svo aftur að efna-
hagslegum stöðugleika og vexti.
Það sé síðan forsendan fyrir því
að auka efnahagslegt frelsi.
Eins og fram hefur komið vinn-
ur nefnd á vegum Bjarna Bene-
diktssonar, fjármála- og efna-
hagsráðherra, að endurskoðun
laga um Seðlabanka Íslands.
Nefndin hefur ekki lokið störf-
um en reiknað hefur verið með að
skipað verði að nýju í stöðu seðla-
bankastjóra þegar nýju lögin taka
gildi.
Í yfirlýsingu sendinefnd arinnar
segir að dregið hafi úr hagvexti
á árinu, en Dohlman segir að
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geri
ráð fyrir 2 prósenta hagvexti á
þessu ári og þriggja prósenta hag-
vexti á þeim næsta. Samkvæmt
tölum Hagstofunnar var hagvöxt-
ur á fyrstu níu mánuðum ársins
engu að síður einungis 0,5 prósent.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
segir að horfur í efnahagsmál-
um séu jákvæðar og það ætti að
styðja við áætlun um losun fjár-
magnshafta. „Ísland hefur aldrei
verið í betri stöðu frá hruni,“
sagði Dohlman á blaðamanna-
fundinum í gær. Það væru þó
nokkrir áhættuþættir, eins og
miklar skuldir hins opinbera.
Eftirmál fjármálaáfallsins séu
enn nokkur og hefur það áhrif á
hagvöxt og dregur úr ytri stöðug-
leika. Stærsta verkefnið sé að
auka frelsi í flæði fjármagns og
að gera samskipti fjármálamark-
aða á Íslandi við alheiminn eðli-
leg á ný. „Við erum ánægð með
skref stjórnvalda í þessu skyni á
undanförnum mánuðum,“ segir
Dohlman. Þau hafi sýnt að skiln-
ingur sé á hvert verkefnið er og
hvaða leikir eru í stöðunni.
„Við vonum að LBI-samningur-
inn geti orðið hvati fyrir frekari
skref. Og muni hafa langvarandi
jákvæð áhrif á hagkerfið,“ sagði
Dohlman. Þar vísar hann í samn-
ing á milli slitabús gamla Lands-
bankans og nýja Landsbankans
sem leiddi til þess að slita búið
fékk heimild til að greiða 400
milljarða króna til forgangskröfu-
hafa. jonhakon@frettabladid.is
Varðveita beri traust
og sjálfstæði bankans
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að breytingar á lögum um Seðlabankann eigi
að taka mið af þeim umbótum sem voru gerðar á lagaumhverfi hans árið 2009.
Sjóðurinn segir einnig að staða efnahagsmála hafi ekki verið betri frá hruni.
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að greiða fyrirfram hluta lána frá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum sem fengin voru í tengslum við efnahagsáætlun
stjórnvalda en sú áætlun var studd af AGS. Að greiðslunni lokinni hafa
stjórnvöld endurgreitt 83% af láninu frá AGS. Um er að ræða endur-
greiðslur að jafnvirði um 50 milljarða króna sem voru upphaflega á gjald-
daga á næsta ári.
Þegar tekið hefur verið tillit til þeirra vaxtatekna sem hefðu fengist af
þeim 50 milljörðum króna sem notaðir voru í fyrirframgreiðslu upp í skuld
Seðlabankans við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er ljóst að ávinningur bankans
er mikill. Sparnaðurinn er, eins og segir í svari bankans við fyrirspurn
Fréttablaðsins, 1,5 milljarðar króna. Tekið er fram í svarinu að vaxtatekjur
hefðu reyndar verið mjög litlar í því vaxtaumhverfi sem er í dag. Fyrirfram-
greiðsla bankans dekkar margar afborganir sem standa hefði þurft skil á
árið 2015.
Fyrirframgreiðslan sparar 1,5 milljarða
SAMFÉLAGSMÁL Þrjár konur hafa í ár leitað í
Kvennaathvarfið á þeirri forsendu að þær hafi
verið seldar mansali hingað til lands. Þetta
segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og
framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.
Sigþrúður og Eygló Harðardóttir, félags-
og húsnæðismálaráðherra, undirrituðu í
gær samning sem tryggir örugga neyðar-
vistun í Kvennaathvarfinu fyrir konur sem
sætt hafa mansali eða grunur leikur á að
séu fórnarlömb mansals. Samningurinn er
gerður á grundvelli áætlunar ríkisstjórn-
arinnar um aðgerðir gegn mansali fyrir
árin 2013–2016.
Samningurinn við Kvennaathvarfið
gerir lögreglu, félagsþjónustu sveitarfé-
laga og öðrum viðurkenndum samstarfs-
aðilum kleift að bjóða meintum fórnar-
lömbum mansals skjól á meðan unnið er
að rannsókn máls og sérfræðingar í vel-
ferðarþjónustu geta veitt ráðgjöf og stuðn-
ing. Meðan á neyðarvistun stendur mun
sérfræðiteymi fjalla um mál þeirrar konu
sem í hlut á og tryggja að henni verði veitt
viðeigandi aðstoð, öryggi og vernd eftir að
dvöl í Kvennaathvarfinu lýkur.
Sigþrúður segir að fjöldi kvenna sem
leiti í Kvennaathvarfið vegna mansals sé
breytilegur á milli ára. „Ég held að það
geti verið mjög mikill munur á milli ára.
Í ár held ég að þetta séu þrjár konur sem
hafa komið á þessum forsendum. Ef til vill
hafa einhverjar konur komið á forsendum
heimilisofbeldis, nauðgunar eða einhvers
álíka. Og svo mögulega vaknað seinna
grunur um að um væri að ræða fórnar-
lamb mansals,“ segir Sigþrúður.
Sigþrúður segir að konurnar ættu að
vera fleiri. Líklegast séu konur sem eru í
þessari stöðu en Kvennaathvarfið nær ekki
til.
- jhh
Kvennaathvarfið semur við félags- og húsnæðismálamálaráðherra um skjól fyrir konur sem seldar hafa verið mansali hingað:
Þrjár konur leitað til Kvennaathvarfs vegna mansals
SKRIFAÐ UNDIR Þrjár konur hafa komið í kvenna-
athvarfið í ár vegna mansals.
Ísland hefur aldrei
verið í betri stöðu frá hruni.
Peter Dohlman,
yfirmaður sendinefndar AGS.
Á KJARVALSTÖÐUM Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að sjálfstæður Seðlabanki stuðli að stöðugleika og vexti.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
ENA MICRO 9 ONE TOUCH
Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum en 14 vélar
voru prófaðar. Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato,
cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp.
Tilboð: ENA Micro 9 kr. 129.900
Tilboð: ENA Micro 1 kr. 95.920
www.snuran.is
vefverslun S: 537-5101
Njóttu þess að versla
heima í stofu og fáðu
sent upp að dyrum