Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2014, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 20.12.2014, Qupperneq 10
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 UMHVERFISMÁL „Við bændur þurf- um að sjálfsögðu að taka þessi mál alvarlega og þetta er sannar lega ekki léttvægt mál,“ segir Sindri Sigurgeirsson, for maður Bænda- samtaka Íslands, um umfang framræsts lands á Íslandi og möguleika til að endurheimta hluta þess. Sindri segir að bændur séu og hafi verið reiðubúnir til að skoða endurheimt lands, og málið hafi verið á dagskrá um skeið. „Það er vaxandi umræða um umhverfismál innan okkar sam- taka og þau eru í deiglunni hjá okkur þessa dagana eins og víða er í heiminum. Þetta er sífellt meira inni í myndinni þegar bændur eru að taka ákvarðanir í sínum búskap til skamms og langs tíma,“ segir Sindri. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um hefur um helmingur votlendis verið ræstur fram hér á landi, eða um 4.000 ferkílómetrar lands. Fjórðungur þess landsvæð- is er talinn lítt eða ekki nýttur og gefi færi á að hefja endurheimt án þess að það gangi á nytjar bænda eða annarra. Spurður um hvort samtökin hafi tekið það sérstaklega fyrir hvernig endurheimt lands í eigu bænda væri best háttað, og hvort greiðslur ættu að koma fyrir frá hinu opinbera, segir Sindri að það hafi ekki verið rætt sérstaklega hvernig staðið yrði að endurheimt lands. „Hins vegar eru klárlega færi á því víðfeðma landi sem ekki er nýtt,“ segir Sindri. Í leiðara nýjasta Bændablaðsins gerir Sindri landgræðslu og endur- heimt votlendis að umtalsefni. Þar minnir hann á að flokka þarf land með tilliti til nýtingar með sam- stilltu átaki bænda, stjórnvalda og sérfræðinga. Hann segir þetta eitt af stærri verkefnum næstu ára. Hvað varðar landgræðslu almennt séð segir Sindri það oft gleymast að einn af virkustu land- bótahópum hérlendis er bændur. Ekki síst komi það fram í verk- efninu Bændur græða landið sem Landgræðslan hefur rekið frá árinu 1990 með góðum árangri. Um 600 bændur hafa þar komið að málum. Í skrifum sínum telur hann nóg komið af lífseigum full- yrðingum um að sauðfjárbeit sé helsti sökudólgur landeyðingar á Íslandi. svavar@frettabladid.is Rannsaka þarf hvaða land má endurheimta Formaður Bændasamtaka Íslands telur endurheimt votlendis eitt af stærri við- fangsefnum bænda og stjórnvalda á næstu árum. Hann telur fullyrðingar um að sauðfjárbeit sé helsti sökudólgur landeyðingar ósanngjarnar og ekki eiga við í dag. FRAMRÆSLA Rannsaka þarf hvar er hægt að bera niður áður en hafist er handa við endurheimt votlendis. MYND/JÓNGUÐMUNDSSON Þar þarf að koma til samstillt átak margra aðila, bænda, stjórnvalda og sérfræðinga á þessu sviði. Flokka þarf framræst land með tilliti til núverandi nýtingar og vega svo saman áhrif óbreyttrar stöðu annars vegar og hins vegar endurheimt votlendis, sem ætti þá að skila minni losun gróðurhúsalofttegunda og hugsanlega frekari ávinningi, svo sem bættum vatnsbúskap. Taka verður tillit til áhrifa aukinnar skógræktar, sem felur í sér verulega kolefnisbindingu, og annarra mögulegra aðgerða sem geta haft áhrif. Þetta verður eitt af stærri viðfangsefnum næstu ára. Án tillits til hvað hverjum er um að kenna þá er það staðreynd að beitarálag hefur minnkað stórlega á síðustu áratugum. Ástæða þess er bæði nærri helmings fækkun sauðfjár og sú staðreynd að langt fram eftir 20. öldinni var sauðfé beitt úti á vetrum meðan auða jörð var að fá. Slíkt er nú aflagt og rannsóknir hafa sýnt að landið er á heildina litið í framför, það grær hraðar en það eyðist. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ. Þarf samstillt átak allra hlutaðeigandi NEYTENDUR Gies-kubbakerti hafa verið innkölluð vegna slysahættu. Neytendastofa segir að þrjár til- kynningar hafi borist um að kertin brenni óeðlilega hratt niður og geti því valdið hættu. Brunahætta er sérstaklega mikil ef um er að ræða kerti í skreytingu. Vitað er um eitt tilvik þar sem einstaklingur brenndi sig. Hægt er að skila kertunum til Ölgerðarinnar gegn fullri endur- greiðslu eða úttekt á nýrri vöru. - ibs Brenna óeðlilega hratt: Hættuleg Gies- kerti innkölluð STJÓRNMÁL Mest ánægja er með störf Bjarna Benedikts sonar, fjármála- og efnahagsráð- herra, en þriðji hver kjósandi er ánægður með störf hans. Þetta má lesa úr niðurstöðum Þjóðar- púls Gallup. Ánægja með störf Bjarna eykst um tvö prósent en hann og Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra eru einu ráðherr- arnir sem hækka í áliti milli þjóðarpúlsa. Síðast var púls þjóð- arinnar tekinn í apríl. Næst á eftir Bjarna fylgja Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra með fjórðungs stuðning. Ánægja með Kristján Þór Júlíusson minnkar mest eða um ellefu prósent. Mest óánægja er með störf Hönnu Birnu Kristjáns dóttur, fyrrverandi innanríkisráð- herra, en tveir þriðju þeirra sem tóku afstöðu voru óánægðir með hennar störf. Fast á hæla hennar fylgir Sigurður Ingi Jóhannsson sem sjávarútvegs- og landbúnaðar ráðherra en tölu- verð óánægja er einnig með störf hans sem umhverfis- og auðlind- aráðherra. Minnst óánægja, en hefur þó aukist um sex prósent, er með störf Eyglóar Harðardóttur. Umtalsvert færri eru óánægðir með störf Gunnars Braga Sveins- sonar nú en í apríl. Óánægja í hans garð minnkar um tæplega tíu prósent. - jóe Þjóðarpúls Gallup var tekinn í nóvember. Flestir ráðherrar eru óvinsælli nú en í síðasta Þjóðarpúlsi: Bjarni Benediktsson vinsælastur ráðherra VINSÆLASTUR Mest ánægja er með störf Bjarna Benediktssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Menningarmálasvið Stokkhólmsborgar býður dvöl í gestabústaðnum Villa Bergshyddan í Stokkhólmi. Við dvölina gefst tækifæri til að kynnast Stokkhólmi og mynda tengsl með mögulega samvinnu í huga. Fólk sem starfar að listum og menningu og býr í einhverri höfuðborga Norðurlanda getur fengið bústaðinn að láni í eina eða tvær vikur á árinu 2015. Dvalargjald fyrir eina viku eru 1100 sænskar krónur. Bústaðurinn er 3 herbergi og eldhús í endurbyggðu húsi frá 18. öld. Opnað verður fyrir umsóknir þann 15. desember 2014 og er umsóknarfrestur til 15. febrúar 2015. Umsóknareyðublöð má finna hér: www.stockholm.se/nordisktsamarbete Í umsókn skal tilgreina tilgang dvalar og óskir um dvalartíma ásamt kynn- ingu á umsækjanda. Nánari upplýsingar veitir Auður Halldórsdóttir verkefnastjóri skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, s. 590-1520, netf. audur. halldorsdottir@reykjavik.is og Anne-Marie Andersson hjá Stokkhólmsborg netf. anne-marie.a.andersson@stockholm.se Villa Bergshyddan Tréið hans Nóa Verð frá 8.500 kr. Sængurverasett. Margar tegundir. Verð 12.900 kr. Viðarfílar. Í öllum regnboganslitum. 14 cm. Verð 5.170 kr. Dádýrahau skúpur. Margar teg undir. Verð 6.290 kr. Retro vörur. Ýmsar tegun dir. Verð frá 2.79 0 kr. Hreindýraskurðbretti. Þrjár stærðir. Verð frá 4.490 kr. Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár! Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. Fæst einnig í Hagkaupi Smáralind, Skeifunni og Garðabæ. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Laugardagar kl. 11-18 Sunnudagar kl. 12-18 Falleg jólatré
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.