Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2014, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 20.12.2014, Qupperneq 16
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 16 Fjölvítamín frá náttúrunnar hendi Mæðrastyrksnefnd er með tvær úthlutanir fyrir jólin. Önnur þeirra fór fram í gær á Korpu- torgi og er ætluð einstaklingum en sú seinni fer fram á mánudag en þá fær fjölskyldufólk úthlutað. Talsverður erill var á Korpu- torgi þegar Fréttblaðið mætti á staðinn rétt eftir hádegi á föstu- dag. Öryggisverðir taka á móti fólki við innganginn þar sem það fær miða og fer síðan í biðröð og bíður þess að fá úthlutað jólamat. Um 60-70 sjálfboðaliðar klæddir í rauða boli eru á staðnum og vinna hörðum höndum að því að raða í poka og flokka það sem hver og einn fær. „Ég held það séu hátt í 800 sem hafa komið í dag,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, for- maður nefndarinnar, meðan hún leiðir okkur um húsnæðið. Staflar af hinum ýmsa hátíðar- mat blasa við og sjálfboðaliðar eru á fullu við að tína saman í körf- ur og poka til þess að tryggja að allir fái jafnt. Í pokanum eru allar helstu nauðsynjar til hátíðar halds. Kjöt, kartöflur, meðlæti, mjólkur- vörur, ís, sælgæti og gos. Í dag fær hver einstaklingur þrjá poka fulla af mat. „Við fáum margt gefins og það sem við kaupum fáum við á miklum afslætti,“ segir Ragn- hildur. „Það eru alveg ótrúlega margir sem leggja okkur lið,“ segir hún en bæði fyrirtæki og einstaklingar gefa nefndinni. Síminn hringir hjá Ragnhildi og á línunni er einstaklingur sem kemst ekki í úthlutunina í dag. „Komdu bara á mánudag, það er ekkert mál,“ segir Ragnhildur í símann áður en hún leggur á. „Það eru ekki allir sem komast á tilsett- um degi en það fá allir hjálp.“ Hún segir fleiri hafa sótt um úthlutun í ár en í fyrra og að hóp- urinn sé líka að breytast. Um 2.000 umsóknir um úthlutanir hafa bor- ist í ár en að baki hverri umsókn eru mismargir. „Við höfum tekið eftir því að í ár er meira um að fólk í fullri vinnu sé að leita til okkar. Mikið af ungu láglauna- fólki sem vinnur fulla vinnu en nær ekki endum saman. Það hefur allt hækkað og launin sem þetta fólk er á eru svo lág að það sjá það allir að þetta gengur ekki upp,“ segir hún og í sama mund hringir síminn aftur. Á línunni er félags- ráðgjafi frá borginni sem biður um hjálp fyrir fjölskyldu sem hefur ekki efni á mat. „Segðu þeim bara að koma á mánudag, við aðstoðum þau,“ segir hún. Það geta verið þung spor að þurfa að leita sér aðstoðar fyrir jólin og Ragnhildur segir það reynast mörgum erfitt. Henni finnst þó eins og skömmin yfir því að þurfa þiggja aðstoð sé að verða minni en áður. „Ástandið er bara þannig að fólk getur ekkert annað gert,“ segir hún og heldur áfram að leiða okkur um húsnæðið. Í hillum er að finna ýmsa smá- vöru, meðal annars lítil leikföng og annað smálegt sem fólk getur fengið til þess að gefa í gjafir. Þar að auki er hægt að fá hinar ýmsu snyrtivörur, meðal annars krem, hárbursta, sjampó og ilmvötn svo eitthvað sé nefnt. Hver og einn fær að velja sér 3-4 smávörur. Í fjöl- skylduúthlutuninni sem fram fer á mánudag geta foreldrar svo fengið leikföng fyrir börn sín sem fyrir- tæki og einstaklingar hafa fært nefndinni. Það eru enn rúmir tveir tímar eftir af úthlutuninni þegar við erum að fara og enn er stöðugur straumur af fólki. Við útidyra- hurðina stendur par með poka og bíður eftir að vera sótt. Þau segja það bjarga jólunum hjá þeim að fá úthlutað. Hún er öryrki sem vinnur í hlutastarfi og þetta er í þriðja sinn sem hún kemur og fær aðstoð fyrir jólin. Hann hefur verið án atvinnu í nokkur ár en er að búa sig undir að komast aftur á vinnumarkaðinn. Þau segja bæði að það hafi verið erfitt að koma í fyrsta sinn til þess að þiggja aðstoð en það þýði lítið að hugsa um það ætli þau sér að halda jól. „Ég hugsa þetta þannig að þegar mér fer að ganga betur þá mun ég gefa til baka og hjálpa þeim sem þurfa á því að halda,“ segir hann og í því kemur vinur þeirra á bíl að sækja þau. Inni halda sjálfboða- liðar áfram að raða í poka og passa að enginn fari svangur inn í jólin. Næsta úthlutun nefndarinn- ar fer fram á mánudag og enn er hægt að sækja um aðstoð. Fleira launafólk sækir sér aðstoð Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar í 86. sinn. Um 2.000 umsóknir vegna úthlutunar hafa borist í ár en að baki hverri umsókn eru mismargir. Formaður nefndarinnar segir fleira fólk í fullri vinnu leita sér aðstoðar þar sem það nái ekki endum saman vegna lágra launa. FORMAÐURINN Ragnhildur segir hópinn sem sækir aðstoðina vera að breytast. MATARPOKINN Hér má sjá innihald matarpokanna sem úthlutað var fyrir einstak- linga. Auk þess sem er á myndinni fær fólk ís og brauð. LEIKFÖNG Í fjölskylduúthlutuninni geta foreldrar fengið jólagjafir fyrir börnin sín. MIKILL FJÖLDI Sjálfboðaliðar sjá um að raða í pokana og aðstoða fólkið sem mætir í úthlutunina. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.