Fréttablaðið - 20.12.2014, Page 32

Fréttablaðið - 20.12.2014, Page 32
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 32 Sjá má lengri útgáfu grein- arinnar á Vísi. visir.is Árið 2012 samþykktu íslensk stjórnvöld ásamt öðrum aðildarríkjum WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til árs- ins 2020 (Health 2020). Stefnan felur í sér að ríki Evrópu vinna saman að því að bæta heilsu íbú- anna, draga úr ójöfn- uði, styrkja lýðheilsu og tryggja notendamiðað heilbrigðis- og velferðar- kerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálf- bært og uppfyllir ýtrustu gæða- kröfur. Á grunni þessarar stefnumörkunar og fram- tíðarsýnar hafa mörg ríki Evrópu þegar ráðist í gerð áætlana til að ná mikil- vægum markmiðum í heil- brigðismálum. Evrópu- stefnan byggir á grunni fyrri stefnumótunar, svo sem „Heilbrigði allra árið 2000“ og Heilsa21 (Health21). Á Íslandi hefur ný heilbrigðisáætlun til ársins 2020 lengi verið í burðarliðnum en enn er óljóst hve- nær eða hvort hún kemst í fram- kvæmd. Hefðbundin uppbygging Þegar litið er til sögu heilbrigðis- þjónustunnar á Íslandi er einkenn- andi hversu undirbúningur fram- kvæmda hefur tekið langan tíma. Hins vegar hafa mál yfirleitt geng- ið hratt fyrir sig loks þegar ákveð- ið hefur verið að hefjast handa. Gamli Landspítalinn, fjórðungs- sjúkrahúsin, Borgarspítalinn, heilsugæslustöðvarnar og síðar sameining heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni eru allt dæmi um framkvæmdir sem lokið var á skömmum tíma eftir að ákvarð- anir voru teknar. Í kjölfar sameiningar Landspít- alans og Sjúkrahúss Reykjavíkur í Landspítala – háskólasjúkrahús um síðustu aldamót hefur staðið til að ráðast í byggingu nýs Land- spítala. Um miðjan síðasta ára- tug ákvað þáverandi ríkisstjórn að 18 milljörðum af símapening- unum skyldi verja til verkefnisins og var allur undirbúningur kom- inn vel af stað þegar efnahags- hrunið varð árið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað logandi ljósi að öðrum möguleikum til að fjármagna bygginguna. Verk- fræðistofur innan lands sem utan hafa metið byggingarkostnaðinn á bilinu 40-85 milljarða. Samt hefur trúverðug áætlun um uppbygg- ingu ekki enn séð dagsins ljós og í reynd hefur spurningunni um hvað varð af símapeningunum aldrei verið svarað. Stöðumat Alþjóðlegur samanburður sýnir að íslenska heilbrigðiskerfið hefur um áratugaskeið hvílt á traustum grunni, náð góðum árangri og starfsfólk þess verið vel mennt- að. Hin síðari ár hafa komið fram sterkar vísbendingar um að heil- brigðisþjónustan hafi dregist aftur úr því sem best gerist annars stað- ar. Ástæðurnar hafa einkum verið raktar til ónógra fjárveitinga, lélegra húsakynna, úrelts tækja- búnaðar, slæms vinnu umhverfis og lágra launa. Aðgangur að háþró- uðum lækningatækjum, líftækni- lyfjum og meðferðarúrræðum er nú meiri takmörkunum háður en áður var. Forsvarsmenn Landspítalans hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa starfsliði spítalans við- unandi vinnuaðstæður og tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga. Ein- býli sem áætluð eru á nýjum spít- ala munu til dæmis draga úr spít- alasýkingum. Á óskalista spítalans eru sömuleiðis margvísleg lækn- ingatæki, svo sem jáeindask- anni (PET/CT), sneiðmyndatæki, segul ómtæki, aðgerðaþjarkar o.fl. Ný húsakynni og kaup og rekstur þessara háþróuðu lækningatækja krefst a.m.k. tímabundið aukinna fjárveitinga til spítalans. Til lengri tíma litið má hins vegar gera ráð fyrir fjárhagslegum sem fagleg- um ávinningi af nútímavæðingu þjóðar spítalans. Áætlun til lengri tíma Yfirstandandi launadeila lækna hefur varpað ljósi á að greinilega þurfi að endurskoða starfsemi heilbrigðisþjónustunnar og jafn- vel hugsa einhverja þætti hennar upp á nýtt. Í löndunum í kringum okkur hefur undanfarin ár átt sér stað skipuleg uppbygging sjúkra- húsþjónustu og heilsugæsla hefur víða tekið stakkaskiptum. Í Dan- mörku nær til dæmis uppbygging nútímasjúkrahúsakerfis til 10-15 ára framkvæmdatímabils. Alls staðar eru þessar fram kvæmdir tengdar víðtækri stefnumótun og langtímaáætlunum. Ef Ísland ætlar að eiga möguleika á að standa jafnfætis þessum löndum er mikilvægt að mótuð verði raun- hæf framtíðarsýn og samhæfð framkvæmdaáætlun til a.m.k. eins til tveggja áratuga. Við það verkefni þarf að leggja áherslu á eftirtalin atriði: ● Langtímastefnumótun heil- brigðis yfirvalda. ● Skilvirkt skipulag heilbrigðis- þjónustu. ● Ýtrustu gæða- og öryggiskröfur. ● Virka þátttöku lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. ● Notendamiðaða heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Efling heilbrigðisþjónust unnar er einfaldlega spurning um for- gangsröðun og gera þarf heil- brigðismálum jafnt undir höfði og öðrum helstu viðfangsefnum sam- félagsins. Hafa ber í huga að gott heilsufar er ekki aðeins mikilvægt fyrir íbúana sjálfa heldur fyrir sérhvert þjóðfélag í heild sinni og efnahagsstarfsemi þess. Það eru því ekki góð tíðindi þegar Ísland hrapar niður listann hjá OECD þegar borin eru saman fjárfram- lög til heilbrigðismála. Ísland er nú í 22. sæti af 34 ríkum OECD. Er það mikil breyting frá því að vera áður á meðal þeirra efstu á listanum. Hvert viljum við stefna? Fangelsisbygging sem er að rísa á Hólmsheiði hefur að geyma 56 klefa þar sem flottræfilsháttur er hafð- ur að leiðarljósi og ekki í neinum takti við efnahags- lega getu, heldur skal látið stjórnast af óraunhæfum kröfum og sýndarmennsku þegar ríkissjóður á í hlut með skeytingarleysi hver raunveruleg fjárhagsleg geta er. Fyrri ríkisstjórn tókst í andarslitrum sínum ásamt hagsmunaöflum að þrýsta nýbygg- ingu af stað í krafti ábyrgðarleysis til að búa sér minnisvarða. Sé fjár- hagsleg geta er ekkert að því að eiga flott rammgirt fangelsi jafn- vel í amerískum stíl með turnum ásamt lúðrum til að þeyta ef ein- hver vill útskrifa sig sjálfur. Það er umhugsunarefni að fang- elsismálayfirvöld skuli réttlæta þessa framkvæmd upp á þrjá til fjóra milljarða sem leysir tak- markaðan vanda í ljósi þess að það eigi að loka öðrum plássum sem nemur helming af því sem þessi bygging veitir. Það mætti alveg álykta svo hvort ekki væri rétt að embættismenn sem fara með fjár- muni með slíkum hætti yrðu ekki betur geymdir innan slíkra veggja í ljósi þess að samfélagið á í mikl- um fjárhagserfiðleikum hvert sem litið er. Á biðlista eftir fangelsisvist eru nú um 500 manns. Aðeins lít- ill hluti af þeim hefur fengið dóm vegna ofbeldis- eða kynferðis- brota. Stærsti hópurinn er með dóm vegna umferðarlagabrota eða nytjatöku. Meirihluti biðlist- ans uppfyllir líklega skilyrði til að afplána dóm sinn með væg- ari hætti, eða samfélagsþjónustu. Það myndu flestir af þessum ein- staklingum sem bíða eftir að sitja af sér viðkomandi dóm líklega ekki vilja afplána sína refsingu í rammgirtu fangelsi jafnvel þó svo að það sé í anda fimm stjörnu hótels. Ítrekað er búið að benda á ýmsar leiðir til að uppræta bið- lista á einfaldan og ódýr- an hátt sem fangelsismála- yfirvöld hafa hunsað með tómu yfirlæti. Óskiljanlegt Það er óskiljanlegt að fangelsisyfirvöld séu búin að lýsa yfir lokun kvenna- fangelsisins í Kópavogi ásamt fangelsinu á Skólavörðustíg sem nemur helmingi nýbyggingar á Hólmsheiði. Eðlilegast væri að opna fangelsi með sem ódýrustum hætti t.d. í anda Kvíabryggju sem myndi kosta innan við 10 prósent af núverandi nýbyggingu ásamt minni rekstrarkostnaði. Yfirvöld geta náð milljörðum í ríkissjóð með sektargreiðslum við innköllun hundraða manna sem hafa fengið dóm til afplánun- ar sem oft og tíðum mætti leysa á einfaldan hátt, væri látið af þessu verklagi sem hefur viðgengist árum saman. Það getur engan veg- inn talist eðlilegt að afbrotamaður sé með refsingu hangandi yfir sér árum saman vegna úrræðaleysis fangelsismálayfirvalda. Til lítils er að dæma afbrotamenn til refs- ingar sem er síðan ekki fylgt eftir þar sem það er ekki hægt að sitja af sér dóma vegna plássleysis og síðan fyrnast dómar í skjóli drátt- ar. Þessi háttur er aðeins til þess að fleiri sjá sér leik á borði að fara á skjön við lög og reglur og hunsa sektargreiðslur. Ef fangelsismála- yfirvöldum er svona annt um skjól- stæðinga sína sem sumir hverjir eru ógæfu- og síbrotamenn þá hefði verið eðlilegra að veita fjár- magni til eftirmeðferðar til að við- komandi einstaklingar næðu festu til að fóta sig áfram í lífinu. Íslenskt réttarkerfi vegna útrás- arinnar virðist vera lítið annað en sjónarspil þegar um hvítflibba er að eiga og til lítils að Sérstakur rannsaki og rannsaki með mátt- leysismálsóknum sem síðan eru felldar niður vegna formgalla eða fyrninga, þar sem lög eru afbök- uð með öllum tiltækum ráðum og sýndarmennskudómum í anda Simbabve. Því virðist öfugt farið þegar fella þarf dóm yfir hinum almenna borgara. Stjórnvöld undangenginna ára hafa alltof oft látið stjórn- ast af óábyrgum hætti og væru eflaust betur geymd innan lok- aðra veggja í rammgirtu fang- elsi frekar en smákrimmar miðað við ábyrgðarleysi sem er viðhaft gagnvart ríkis sjóði með glórulaus- um ákvörðunum og skuldsetning- um. Því væri kannski best farið að breyta Alþingi á Austurvelli í hegningarhús í ljósi slíkra vinnu- bragða. Eðlilegast væri að taka upp endurmenntun embættismanna stjórnsýslunnar í sið- og stærð- fræði sem treysta sér ekki að vera í takt við efnahagsgetu ríkissjóðs. Í ljósi þess er lágmarkskrafa að stjórnvöld geri sér grein fyrir að fársjúkt fólk og ástvinir líða stór- lega fyrir brenglaða forgangs- röðun. Vinnusöm þjóð á meira og betra skilið en að þurfa nánast í hverjum fréttatíma að þurfa hlusta á spillingu sem viðgengst og grass- erar hvert sem litið er. Fangelsismálayfi rvöld ekki í takti við efnahag þjóðarinnar HEILBRIGÐISMÁL Ingimar Einarsson félags- og stjórnmála- fræðingur Reykja- víkur Akademíunni ➜ Efl ing heilbrigðisþjónust- unnar er einfaldlega spurn- ing um forgangsröðun og gera þarf heilbrigðismálum jafnt undir höfði og öðrum helstu viðfangsefnum sam- félagsins. ➜Eðlilegast væri að opna fangelsi með sem ódýrustum hætti t.d. í anda Kvíabryggju sem myndi kosta innan við 10 prósent af núverandi nýbyggingu ásamt minni rekstrarkostnaði. EFNAHAGSMÁL Vilhelm Jónsson fj árfestir sem borgar skuldir sínar l
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.