Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 36

Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 36
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Michelle byrjar á því að segja okkur frá þeim jólasiðum sem hún ólst upp við á Filippseyjum en jólahaldið þar einkennist af mikilli samveru fjöl- skyldunnar og tíðum kirkjuferðum. „Jólin eru mjög lengi í undirbún- ingi. Í raun byrja jólin í september. Þá er byrjað að syngja jólasöngva og huga að hátíðarhöldunum,“ segir Michelle og bætir við að svo fari allt í fullan gang níu dögum fyrir jól. „Frá 16.-24. desember er vaknað klukkan fjögur á nóttunni og farið í messu. Ef maður klárar þessa níu daga samviskusamlega þá getur maður óskað sér og óskin rætist.“ Gjafir eru aukaatriði Fjölskyldan kemur saman eftir messu og borðar morgunmat saman. Algengast er að hrísgrjón séu soðin í bambus og borðuð með eggjum og osti. Á aðfangadag er farið í messu seint að kvöldi og svo er jólamatur- inn borðaður á miðnætti. Á veislu- borðinu er að finna alls kyns góð- gæti; grillað svínakjöt, nammi og ávexti. Michelle segir ekki alla gefa gjafir á Filippseyjum, eingöngu þá sem hafa ráð á því. „Gjafir eru ekk- ert aðalatriði heldur samveran. Á jóladag hittist öll fjölskyldan, börn- in eru spariklædd og heimsækja alla ættingja, guðmæður og –feður. Stundum fá þau gjafir og þá helst pening. Það vekur upp spennu hjá þeim, að pening sé laumað í lófann þeirra af eldra fólkinu.“ Engir jólafrídagar Amelia er frá Búlgaríu en þegar hún var lítil var landið undir stjórn kommúnista sem hafði mikil áhrif á jólahaldið í landinu. „Kommún- istar voru ekki trúaðir og því voru jólin bara venjulegir dagar þegar ég var að alast upp. Allir krakkar fóru í skóla og fullorðnir í vinnu. Ára- mótin voru aftur á móti mun hátíð- legri en þá er hefð að börnin búi til vönd úr trjágreinum sem skreyttur er með helstu afurðum akuryrkju og ávaxtaræktar. Svo fara börnin með vöndinn og flengja fullorðna fólkið og syngja fyrir það lög og fá nammi eða pening,“ segir Amelia. Töfrastund á jólanótt Það hafa þó margir kristnar rætur í landinu og fjölskylda Ameliu hélt alltaf upp á jólin þrátt fyrir að frí- dagarnir væru fáir og hefðir fyrir jól voru í hávegum hafðar. „Í 45 daga fyrir jól er fastað. Þá er ekki borðað kjöt heldur eingöngu grænmetisréttir. Réttina á að borða klukkan sjö, níu eða tólf. Því vikan er sjö dagar, meðganga er níu mán- uðir og árið er tólf mánuðir. Hefð- bundnir réttir eru súrkál fyllt með steiktum hrísgrjónum, paprik- ur fylltar með baunum, þurrkaðir ávextir, valhnetur og nóg af rauð- víni með,“ segir Amelia og sleikir út um þegar hún rifjar upp matinn á aðventunni. „Svo er bakað brauð eingöngu úr hveiti og matarsóda. Peningur er settur í brauðdeigið og það er talið boða mikla lukku að fá peninginn í sinn hlut.“ Amelia segir gjafir ekki spila stórt hlutverk á jólunum. Töfra- stundir barnanna felast í öðru. „Það ríkir hefð í Búlgaríu og sér- staklega úti á landi að ungir menn safnist saman og gangi um þorpið og syngi fyrir framan hús þorpsbúa. Sá söngur er talinn boða heilbrigði, hamingju og góða uppskeru. Aðal- málið er svo á miðnætti á aðfanga- dag en þá er því trúað að skýin opn- ist og þá eiga allar óskir að rætast.“ Allir verða að fá ný jólaföt Julie er frá Nígeríu. Eins og í hinum löndunum er snemma byrjað að undir búa jólin. „Þetta byrjar í sept- ember þegar fólk fer að kaupa jóla- föt. Það er nefnilega mjög mikil- vægt að börnin fái ný jólaföt þannig að foreldrar fara snemma að líta í kringum sig.“ Á jólunum snúa brottfluttir þorpsbúar heim og því er mikið um fagnaðarfundi. „Það er mikil stemn- ing á aðfangadagskvöld. Þá eru allir úti að heilsa hver upp á annan, faðm- ast og spyrja frétta. Það er haldin glímukeppni og allir spila fótbolta. Svo lýkur kvöldinu á að allir fara í kirkju saman. Á aðfangadag koma allar fjölskyldur sér upp pálmatré við innganginn á húsum sínum, sem eru okkar jólatré. Pálmatréð táknar að allir séu velkomnir og að friður ríki á heimilinu.“ Jólamaturinn gengur um húsið Jóladagur er aðalhátíðisdagurinn. Þá er vaknað snemma og byrjað að matbúa. „Það fer eftir fjárhag fjöl- skyldunnar hvað er í matinn, hvort það er geit, hæna eða kýr. Nokkr- um dögum fyrir jól er dýrið keypt og svo slátrað á jóladag. Það þýðir að margar fjölskyldur eru með lif- andi kýr eða geit á heimilinu dag- ana fyrir jól.“ Farið er í kirkju um ellefuleytið og svo er jólamaturinn borðaður í hádeginu. Um kvöldið er aftur farið á stjá úti við og keppt í fótbolta sem allir í þorpinu fylgjast með. „Jólin snúast mikið um að hitta sem flesta og fagna saman. Það var því mikið áfall fyrir mig að koma til Íslands og þurfa bara að hanga inni allan jóladag enda allar búðir lokaðar og enginn á ferli. Mér finnst ríkja undarlega mikil þögn á jólunum á Íslandi,“ segir Julie en jólaskreyt- ingarnar á Íslandi lýsa upp jólin hennar. „Jólaljósin eru æðisleg. Svo finnst okkur hangikjötið gott en við notum það meira sem snakk með rauðvíninu heldur en með kartöflum og uppstúf.“ Stórskrítin þessi Grýla Það sem Michelle fannst skrítnast við íslensku jólin eru aftur á móti þrettán jólasveinar. „Svo fékk ég algjört sjokk þegar ég heyrði sög- una um Grýlu sem étur börnin. Ég fékk bara áfall. Þar að auki finnst mér maturinn sem borðaður er á Þorláksmessu stórundarlegur. Úldin skata og ammóníakleginn hákarl. Mér finnst samt íslenskt vodka sem maður fær til að skola þessum ósköpum niður alveg æðis- legt. Þegar ég kom fyrst til Íslands fékk ég heimþrá á jólunum því mér fannst hátíðin vera svolítið ein- manaleg og allir í sínu horni. Á Fil- ippseyjum er töluvert meiri hávaði og allt opið á jóladag svo fjölskyld- ur geti gert eitthvað skemmtilegt saman. Hér á Íslandi er bara 10/11 opið og því höfum við opið hús hjá okkur og bjóðum öllum sem vilja í mat og drykk.“ Engin jól án skötu Amelia segist aftur á móti njóta þess að vera heima í rólegheit- unum hér á Íslandi en hún hefur örlitlar áhyggjur af stressinu í jólaundirbúningnum. „Mér finnst stressið í Íslendingum bara versna ár frá ári, enda gefur fólk allt of mikið af gjöfum.“ Amelia á búlgarskan mann og hefur búið á Íslandi í 23 ár. Á þeim tíma hefur fjölskyldan tekið upp fjölmarga íslenska siði. „Það eru ekki jól án skötu á Þorláksmessu. Mér finnst skatan æðisleg. Svo borð- um við hamborgarhrygg, hangi- kjöt, laufabrauð og allt þetta hefð- bundna. Svo finnst mér íslensku jólasveinarnir alveg frábærir og þegar börnin voru yngri var ég alltaf jafn spennt að setja skóinn þeirra út í glugga.“ Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Íslensk jól eru undarlega þögul Julie Okechi Anuforo, Michelle Jónsson og Amelia Mateeva segja frá fallegum hefðum og jólasiðum þjóða sinna þar sem samvera, kirkjuferðir og óskastundir skipa stóran sess. Íslensk jól færðu þeim jólaljós, hangikjöt, skötu, Grýlu og stress. JÓLASKREYTINGAR Julie, Michelle og Amelia eru hrifnar af íslenskum jólaskreytingum og þá sérstaklega jólaljósum. Þær halda þó í sína siði og föndra jólaskreytingar frá heimalandinu. Hér eru þær með survachka, vöndinn sem börnin í Búlgaríu búa til og flengja fullorðna fólkið með, ásamt jólastjörnunni sem föndruð er á Filippseyjum og hver fjölskylda skreytir heimili sitt með. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er mikil stemning á aðfangadagskvöld. Þá eru allir úti að heilsa hver upp á annan, faðmast og spyrja frétta. Það er haldin glímu- keppni og allir spila fótbolta. Julie Okechi Anuforo um jólahefðir í Nígeríu. Aðalmálið er svo á mið- nætti á aðfangadag en þá er því trúað að skýin opnist og þá eiga allar óskir að rætast. Amelia Mateeva um jólahefðir í Búlgaríu. Í níu daga fyrir jól er vaknað klukkan fjögur á nóttunni og farið í messu. Ef maður klárar þessa níu daga samviskusamlega þá getur maður óskað sér og óskin rætist. Michelle Jónsson um jólahefðir á Filippseyjum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.