Fréttablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 42
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTASKÝRING | 42
1 2 3 4MENNTAMÁL FANGA
Sérgreiningar og engin þjónusta
Hún segir vandann vinda upp á sig
í skólakerfinu og gagnrýnir skort á
þjónustu til þeirra drengja sem hafa
fengið greiningar en lítið sé brugð-
ist við.
„Margir flosna upp úr skóla 12-14
ára gamlir, eru þá jafnvel komnir í
einhverja neyslu. Ég hef fengið for-
eldra drengs sem var í námi hér til
mín. Þau sýndu mér möppu sem
var full af alls kyns greiningum á
barninu. En ekki á neinum tíma-
punkti hafði hann fengið neina sér-
þjónustu, þrátt fyrir allar grein-
ingarnar. Ég held að hver kennari
sé ofhlaðinn, með svo mörg börn
í bekk og oft erfiða bekki þar sem
eru margir sem þurfa á séraðstoð
að halda. Þessar sérgreiningar skila
sér ekki í þjónustu. Margir hér hafa
upplifað skólann sem neikvæðan
þátt í sínu lífi. Skólagangan hefur
einkennst af höfnun. Hér finna þeir
fyrir umhyggju og hlýju, fá hvatn-
ingu frá kennurunum. Við höfum
verið heppin með kennara frá Fjöl-
brautaskólanum. Þeim er hjálpað
að finna eitthvað sem þeir ráða við
til að yfirstíga þennan þröskuld að
byrja í skóla.“
Friðhelgur staður
Fangarnir bera mikla virðingu fyrir
skólastarfinu og gæta þess að frið-
ur sé um það. „Það eru undan tekn-
ingar tilvik að það gerist eitthvað
slæmt í skólanum hér. Það er eins
og þeir beri virðingu fyrir honum.
Þetta er friðhelgur staður. Þetta
skiptir þá gríðarlega miklu máli og
auðvitað er varla hægt að lýsa því
hvað þetta skiptir miklu máli í betr-
unar- og endurhæfingarstarfi. Við
leggjum mesta áherslu á skólann,
bæði hér og á Sogni.“
Hún segir þá fanga sem ákveða að
læra hafa fyrir því. „Það er ekkert
gefins í þessu samfélagi. Við erum
upptekin af því að allir hlutir eigi
að koma upp í hendurnar á okkur,
margir vistmanna hugsa þann-
ig líka hér. En það er ekki þann-
ig með námsmenn á Litla-Hrauni.
Það er einstaklingurinn sem ræður
því hvað hann gerir hér. Hvað hann
ætlar að gera við tímann. Ætlar
hann að láta hann líða og koma
aftur inn, takast ekki á við líðandi
stund? Þeir sem virkilega leggja á
sig í námi og eru í því af heilum
hug, það sýnir sig að þeir eru að
eygja aðra möguleika.“
Mikið eftirlit
Mikið eftirlit er með föngum í
námi. Öll tölvunotkun og samskipti
eru skimuð. Enginn vist maður
kemst upp með að vera í námi án
þess að leggja sitt af mörkum.
Margrét segir enda mikið í húfi.
„Það er rangt að menn hafi skráð
sig í skóla bara til þess að fá meiri
útivist eða fá greitt. Ég fæ í hverri
einustu viku yfirlit frá kennurum
um ástundun, þá fæ ég afrit af
öllum tölvupóstum, tölvunotkun
og verkefnum sem er skilað. Menn
fá svo bara greitt í takt við mæt-
ingu og ástundun. Það verður að
vera mikið eftirlit, þetta skiptir
svo miklu máli að það má ekkert
út af bregða.“
Hún segir marga taka stórt
stökk í þroska í námi. „Þetta eykur
sjálfstraust þeirra og þroska. Þú
getur kannski fengið fanga inn sem
er þrítugur í árum talið en að tala
við viðkomandi er eins og að tala
við fjórtán, fimmtán ára gamlan
ungling. Þetta breytist oft mikið
í námi. Á meðan fangar stundar
nám þá breytast viðhorf gagnvart
fjölskyldu, samfélagi og gagnvart
sjálfum þeim. Ég finn að marg-
ir eiga þá líka auðveldara með að
horfast í augu við það sem þeir
hafa gert og taka ábyrgð á því.“
Gefandi starf
Starfið segir hún bæði gefandi og
erfitt. Þegar hún var á vígvelli
stjórnmálanna hlakkaði hún ekki
mikið til að fara í vinnuna. Nú
hlakkar hún til að morgni hvers
dags. „Þetta er ótrúlega gefandi
starf. Það tekur heilmikinn toll af
manni líka, en það eru ákveðin for-
réttindi að vakna á hverjum morgni
og hlakka til að fara í vinnuna. Ég
þekki vel annan vinnustað þar sem
ég var hætt að hlakka til,“ segir
hún og brosir. „Það er mikil breyt-
ing fyrir mig. Nú, sjö árum eftir að
ég kom hingað, þá finnst mér starf-
ið enn þá jafn gefandi. Jafnvel enn
meira, maður öðlast alltaf meiri
skilning og þroska. Ég hef þroskast
mikið á Litla-Hrauni,“ segir Mar-
grét og skellir upp úr.
Allir hafa hæfileika
Margrét eygir alltaf eitthvað
gott í hverjum þeim sem kemur
til afplánunar. „Þetta eru mann-
eskjur. Ég er bara sannfærð um
það að langstærstur hluti þeirra
sem koma hingað inn á eitthvað
gott í sér. Það er okkar að vinna
úr því, draga það fram og að það
verði ríkjandi og ráðandi í þeirra
fari. Það hafa allir hæfileika,
það er líka okkar að finna þá og
rækta. En ég lít ekki á það sem
mitt hlutverk endilega að það sé
allt rétt upp í hendurnar á þeim.
Þeir þurfa að hafa fyrir hlutunum
og læra að á hverjum einasta degi
þá þurfum við að hafa fyrir ein-
hverju og takast á við eitthvað.“
3 ár Lagt er til í hvítbók um umbætur í menntun
að nám til stúdentsprófs miðist við
þriggja ára námstíma og að starfs-
nám verði stytt. Styttra starfsnám
mun gagnast föngum vel því þeir
geta þá unnið að tækifærum sínum á
meðan þeir afplána.
21% íslenskra nemenda nær ekki lágmarksvið-
miðum í lestri.
Árangur íslenskra nemenda í les-
skilningi hefur versnað síðastliðinn
áratug og mælist nú undir meðaltali
OECD-ríkja.
44% nemenda tekst að ljúka námi úr fram-
haldsskóla á tilsettum tíma. Stefnt er
að því að ná þessu hlutfalli í 60%.
Stór hópur fanga nær ekki að komast
í framhaldsskóla og flosnar upp úr
námi í grunnskóla.
30% Á Íslandi er hlutfall fullorðinna án fram-
haldsskólaprófs hið fimmta hæsta
meðal OECD-ríkja, eða um 30%. Bent
hefur verið á að þetta háa hlutfall
fólks án framhaldsskólamenntunar
geti haft alvarlegar efnahagslegar og
félagslegar afleiðingar.
27% nemenda innritast á almennar brautir í
íslenska framhaldsskóla. Um 60%
nemenda innritast beint á stúdents-
námsbrautir en einungis 14% á
starfsnámsbrautir. Innan Evrópusam-
bandsins innritast um 50% nemenda
á starfsnámsbrautir.
ÓLÆSI, BROTTFALL ÚR FRAMHALDSSKÓLA OG STARFSNÁM
Gerðu sjónvarpið snjallara
Xtreamer Wonder
Verð: 24.990 kr.
Snjallpera
Lumen Smart LED
Verð: 7.990 kr.
Far- og spjaldtölva
Dell Inspiron 7347
Verð:179.990 kr.
Hörðustu pakkarnir
fást hjá Advania
Guðrúnartúni 10, Reykjavík
Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17
Tryggvabraut 10, Akureyri
Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17
advania.is/jol
Kíktu til okkar í kaffi – við tökum vel á móti þér í verslunum okkar
Leðurbakpoki
Solo Executive
Verð: 24.990 kr.
Heyrnartól - þrír litir
Jabra Revo Stereo
Verð: 29.990 kr.
Fartölva
Dell Inspiron 3531
Verð: 54.990 kr.
Hátalari
Marshall Stanmore
Verð: 89.990 kr.
Heyrnartól
Urbanears Plaan - margir litir
Verð: 10.490 kr.
VANTAR VERKEFNI Fangar smíða húsgögn og fleira til þess að skapa sér atvinnu.
Margrét stendur hér við jóla skraut sem fangar smíðuðu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA