Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 94

Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 94
KYNNING − AUGLÝSINGLeiga og eignaumsjón LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 20144 HÚSALEIGUBÆTUR GETA MEST ORÐIÐ 50.000 KRÓNUR Grunnfjárhæð húsaleigubóta á hverja íbúð er 17.500 krónur. Viðbætur vegna barna eru 14.000 krónur vegna fyrsta barns, 8.500 vegna annars barns og 5.500 vegna þriðja barns. Börnin þurfa að hafa lög- heimili í hinu leigða húsnæði. Að auki koma 15% þess hluta leigufjárhæðar sem liggur á bilinu 20.000– 50.000 kr. Húsaleigubætur geta mest orðið 50.000 kr. á mánuði, þó aldrei hærri en 50% af leigufjárhæð. Tekjur skerða húsaleigubætur í hverjum mánuði um 0,67 prósent af árstekjum umfram 2.550.000 krónur. Með tekjum er átt við samanlagðar heildartekjur allra þeirra sem lögheimili eða aðsetur eiga í viðkomandi leiguhúsnæði og eru þá tekjur barna umsækjanda 20 ára og eldri meðtaldar, nema viðkomandi stundi skólanám í sex mánuði eða lengur á árinu. Undanþegnar eru almannatrygginga- bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, húsaleigubætur fyrra árs og þær tekjugreiðslur sem eru undan- þegnar skatti. Þá teljast elli- og örorkulífeyrisgreiðslur úr séreignarlífeyrissjóðum, á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, ekki til tekna. Eignir skerða húsaleigubætur séu þær samanlagðar, að frádregnum skuldum, hærri en 6.651.000 kr. Heimild: velferdarraduneyti.is GÁMAR SEM LEIGUHÚSNÆÐI Takmarkað framboð á leigu- húsnæði víða um heim hefur kallað á ýmsar nýjar og frumlegar lausnir. Undanfarin ár hefur það færst í vöxt víða um heim að breyta hefðbundnum gámum í íbúðarhúsnæði sem bæði er nýtt undir lítil einbýli eða minni og stór fjölbýli. Slík gámahús hafa verið nýtt undir leiguíbúðir víða um heim, til dæmis í Mið-Evrópu, Bandaríkj- unum og í Asíu þar sem pláss fyrir nýbyggingar ætlaðar leiguíbúð- um er sérstaklega af skornum skammti. Flestar þessarar íbúða eru byggðar með einstaklinga í huga, til dæmis nemendur, eða barnlaus pör. Þó hafa líka verið byggð stærri hús þar sem jafnvel 2-3 gámar mynda grunn og við- byggingum er bætt við þá. Helstu kostir gámahúsa eru að þau eru miklu ódýrari og einfald- ari í uppsetningu en hefðbundið húsnæði auk þess sem rekstrar- kostnaður er margfalt lægri. Íslendingar hafa ekki kynnst gámahúsnæði í þessar mynd nema þá helst úti á landi við ýmsar stórar byggingafram- kvæmdir. Þar hafa starfsmenn stundum búið tímabundið í þeim eða öðrum smáhýsum auk þess sem gámar hafa verið nýttir undir ýmsa sameiginlega aðstöðu þar. Vafalaust þykir mörgum þetta fráhrindandi hugmynd en ekki þarf annað en að skoða nútíma gámahúsnæði á netinu til að sjá að þar eru á ferð falleg hús sem henta ólíkum þjóðfélagshópum. MIKILVÆGT AÐ VANDA VALIÐ Vandasamt getur verið að velja samviskusama og skilvísa leigjendur. Því er nauðsynlegt að leigusali kanni sem best bak- grunn þeirra sem sækja um að leigja húsnæði og þarf þá jafnvel að spyrja krefjandi spurninga. Sem dæmi um spurningar sem leigusali gæti spurt til að fá heild- stæða sýn á leigjandann eru: ● Hver er ástæðan fyrir því að þú vilt leigja? ● Hver er vinnuveitandi þinn? ● Hverjar eru tekjur þínar? ● Getur þú útvegað meðmæli frá fyrri leigusala og einnig nú- verandi vinnuveitanda? ● Ertu á vanskilaskrá og hefur þú hreint sakavottorð? ● Hversu margir munu búa í íbúðinni? ● Ertu með gæludýr? ● Verður í lagi að ég heimsæki þig í íbúðinni með stuttum fyrir- vara? ● Reykir þú? Öll þjónusta við fasteignina á einni hendi F A S T E I G N A U M S J Ó N | R Æ S T I N G | Þ R I F Í M A T V Æ L A I Ð N A Ð I | S É R V E R K E F N I | V E I T I N G A R | I S S . I S Upplýsingar hjá ISS Ísland: 5800 600 eða sala@iss. Fasteignaumsjón ISS er hagkvæmur kostur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.