Fréttablaðið - 20.12.2014, Side 96
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 68
Lágum við útvarpið og biðum
eftir jólakveðjunni frá pabba
Rósa Haraldsdóttir sjúkraliði átti heima í því sögufræga húsi Fjalakettinum við Aðalstræti fyrstu árin sín. Rétt áður en klukkur
Dómkirkjunnar hringdu inn helg jól skottaðist hún jafnan til ömmu sinnar og afa, Rósu og Helga Hjörvar, í Suðurgötu 6.
Heimilið var allt snurf-usað og fínt hjá ömmu Rósu í Suðurgötunni og alveg sérstak-lega á hátíðum, enda hafði hún stúlku til að
hjálpa sér. Sú bjó í húsinu, líka um
jólin. Við vorum alltaf hjá ömmu
og afa á aðfangadagskvöld þegar
ég var lítil. Þar var stórt lifandi
jólatré í stofunni og við gengum
syngjandi kringum það.“
Þannig byrjar Rósa
Hara ldsdótt ir að
rifja upp bernsku-
jól í Reykjavík á fimmta
áratug síðustu aldar. Sjálf
átti hún heima í Aðal-
stræti 8, tignarlegu
húsi með stórum svöl-
um. Það gekk undir
nafninu Fjalakötturinn enda
var leikhús í hluta þess um
tíma og þar var fyrsta
bíó á Íslandi. En hvort
tveggja fyrir daga
Rósu.
Foreldrar Rósu voru
Solveig Hjörvar hús-
freyja og Haraldur
Samúelsson loftskeyta-
maður á togurum og hún var í
miðið af þremur systkinum sem á
legg komust.
Höldum áfram með jólaminn-
ingarnar. Hvað var á borðum hjá
ömmu Rósu og afa Helga á aðfanga-
dagskvöld? „Veistu, ég man ekkert
hvað við borðuðum. Ég var aldrei
neitt matargat. En ég reikna með að
það hafi verið lambalæri og senni-
lega ís á eftir. Man bara eftir jóla-
skemmtuninni í stofunni. Þegar við
höfðum öll gengið kringum jólatréð
lékum við krakkarnir okkur með
það sem við fengum eða lásum í
nýju bókunum. Við fengum alltaf
bækur, systkinin. Ein jólin fékk ég
Önnu í Grænuhlíð.“
Eru þér aðrar jólagjafir minnis-
stæðar frá þessum árum? „Ég hef
lík- lega verið fimm ára þegar
ég fékk silfurarmband með
litlum fílum í halarófu.
Hvort það var um sömu jól
eða jólin áður sem ég fékk fjög-
urra manna dúkkukaffistell
frá ömmu minni,
það man ég ekki.
En ég hélt mikið
upp á það og passaði
það eins og sjáöldur augna
minna. Þegar ég var komin
fram yfir fermingu hafði
mamma lánað frænk-
um mínum stellið og þær
brutu tvo bolla. Þá mölvaði ég það
sem eftir var, setti allt í skó-
kassa og gróf hann. Það var
bara jarðarför. Á þeim tíma
var ég flutt austur í sveit, að
Brautarholti á Skeiðum.“
Fékkst þú fína kjóla fyrir
jólin þegar þú varst barn? „Já.
Mamma saumaði rosalega fína
jólakjóla á okkur systurnar. Meðal
annars siffonkjóla, rauðbleika með
hvítum doppum. Svo fór pabbi oft
í siglingar og keypti margt handa
okkur úti í Bretlandi og Þýskalandi,
bæði föt og annað.“
Var hann alltaf heima á jól unum?
Úr myndaalbúminu
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
JÓLABARN „Mamma bjó til kúlu til að hengja á tréð. Það er lítil ljósapera, hún hefur lakkað hana með naglalakki og sett á hana glimmer,“ segir Rósa sem lumar líka á skrauti frá æsku foreldra sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
TEBOÐ Svalirnar á Fjalakettinum voru upplagðar
sem leikpláss.
HJÁ LJÓSMYNDARANUM „Mamma
saumaði rosalega fína jólakjóla.“
Í ÚTIVIST Á góðviðrisdegi í rimla-
rúminu úti á svölum.
„Nei, nei. Pabbi var oft á sjó um
jólin og sendi okkur þá alltaf
kveðju í útvarpinu. Við lágum við
tækin og biðum eftir kveðjunni
frá honum. Svo var víst nokkuð
algengt að skipunum væri komið
út fyrir ytri hafnargarðinn fyrir
klukkan fimm á aðfangadag því þá
mátti senda þau af stað í túr annan
hvorn jóladaginn en það var bann-
að ef skipin voru við bryggju. Þetta
hefur mér verið sagt en ég man það
ekki sjálf.
Pabbi var bara í fjarskiptunum
en ekki í erfiðisvinnunni um borð.
En það var svo sem álag líka, sér-
staklega í stríðinu. Þá máttu loft-
skeytamennirnir aldrei sofa djúpum
svefni, því þeir urðu að hlusta eftir
öllum hljóðum og voru með talstöð-
ina í sínum pínulitlu klefum.“
Skreyttuð þið eitthvað heima hjá
ykkur fyrir jólin? „Já, og ég á enn
sýnishorn af því sem við skreytt-
um með. Mamma bjó til kúlu til
að hengja á tréð. Það er lítil ljósa-
pera, hún hefur lakkað hana með
naglalakki og sett á hana glimm-
er. Sú kúla er líklega búin til 1942
eða 43. Ég skreyti alltaf með henni.
Líka með kúlu sem pabbi minn
fékk þegar hann var tveggja ára
og hann var fæddur 1910. Svo á ég
skraut sem mamma átti þegar hún
var barn.“
Fórstu á jólaball? „Hvort ég gerði.
Afi, Helgi Hjörvar, vann hjá útvarp-
inu og fór alltaf með okkur krakk-
ana á jólaball þangað síðdegis á jóla-
dag. Það var mikil skemmtun.
Útvarpið var á efri hæð í Land-
símahúsinu við Austurvöll (Nasa).
Þar var lyfta milli hæða sem sér-
stakur lyftuvörður stjórnaði. Svo
voru leðursæti í lyftunni.
Á jólaballinu var barnakór
sem söng, það var gengið í kring-
um jólatré, lesin saga og það kom
jólasveinn. Þetta var sent út um
allt land þannig að börn á lands-
byggðinni gátu fylgst með, þar sem
útvarpið náðist.
Áður en við héldum heim fengum
við öll epli og þau epli ilmuðu eins
og jólaeplin gerðu á þeim tíma þann-
ig að lyktin barst um allt hús. Ég hef
ekki fundið eplalykt í mörg ár.“