Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 100
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN AÐVENTAN | 72
súkkulaðibollar sem hann kveðst
hafa leyft krökkunum að hjálpa til
með. „Þetta er skemmtileg leið til
að bera fram eftirrétt í og lyftir
honum á hærra plan. Ég mæli líka
með súkkulaði-pannacotta,“ segir
hann. „Það er alveg fagurt hversu
einfalt það er.“
Súkkulaði-pannacotta með hind-
berja-coulis og ferskum berjum
Fyrir sex til átta
Fyrir pannacotta
200 g súkkulaði
5 dl rjómi
3 dl nýmjólk
1 vanillustöng
150 g sykur
5 matarlímsblöð
Fyrir 350 ml af coulis
250 g frosin hindber
175 g sykur
200 ml vatn
1. Bræðið súkkulaðið í potti.
2. Hellið rjóma, mjólk og sykri saman
við og blandið vel.
3. Skerið vanillustöngina niður eftir
miðjunni og skafið fræin út með
hníf. Setjið út í súkkulaðimjólkina
ásamt sjálfri vanillustönginni og hitið
að suðu.
4. Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn
og látið liggja þar þangað til suðan er
komin upp í súkkulaðimjólkinni.
5. Færið þá pottinn af hitanum og
látið kólna í nokkrar mínútur.
6. Takið gelatínblöðin upp úr vatninu
og kreistið vatnið úr þeim áður en
þeim er svo blandað saman við
súkkulaðimjólkina.
7. Hellið súkkulaðimjólkinni í
heppileg form.
Hindberja-coulis
1. Setjið ber, sykur og vatn saman í
pott og hleypið rétt upp suðunni.
2. Lækkið hitann og látið krauma létt
þar til sósan hefur soðið niður um
þriðjung.
3. Hellið sósunni í gegnum sigti og
kælið.
Súkkulaðibollar með ís og
heimalagaðri jarðarberjasósu
Fyrir fjóra til sex nautnaseggi
200 g gott súkkulaði
Vanilluís
4-6 blöðrur
250 g jarðarber
75 g sykur
1/4 bolli vatn
1. Bræðið súkkulaðið við lágan hita.
2. Blásið upp blöðrurnar í þá stærð
sem þið kjósið.
3. Dýfið blöðrunum í súkkulaðið til
hálfs og tyllið þeim síðan á bök-
unarplötu þannig að myndist flatur
botn. Látið þær storkna og dýfið
aftur í súkkulaðið til að gera bollann
sterkari. Geymið í ísskáp í tvær til
þrjár klukkustundir.
4. Hlutið jarðarberin í fjórðunga,
setjið í pott ásamt vatni og sykri,
hleypið upp suðunni og látið malla
þangað til vatnið er soðið alveg
niður. Leyfið sósunni að kólna eða
berið hana fram volga.
5. Sprengið blöðrurnar og losið þær
frá súkkulaðinu.
6. Setjið skálarnar á disk, nóg af ís í
þær og svo eins mikið af jarðarberja-
sósu og hugurinn girnist!
Ragnar Freyr Ingvars-son, læknir og matarg-úruú, kveðst íhaldssam-asti maður allra tíma á aðfangadagskvöld. „Þá er bara graflax og
ristað brauð í forrétt, svínaham-
borgarhryggur í aðalrétt og perur
Helenu fögru í eftirrétt. Allt eins
og amma og afi höfðu það,“ segir
hann. „Á jóladag reyni ég hins
vegar að bretta upp ermar og
hafa eitthvað nýstárlegra.“ Ragn-
ar Freyr býr í Lundi í Svíþjóð og
þangað fær hann foreldra sína og
bróður til sín yfir jólin.
Ragnar Freyr er nýbúinn að
gefa út bókina Veislan endalausa
og tekur því vel að deila tveimur
uppskriftum að eftirréttum úr
henni. Að sjálfsögðu hefur hann
prófað þá. „Ég át allt sem er í
bókinni og þessa tvo rétti hef ég
gert nokkrum sinnum, þeir eru
pottþéttir,“ lofar hann. Hlær dátt
þegar hann er spurður hvern-
ig hann líti út. „Ég er fimm kíló-
um of þungur. Maður sem borðar
jafn mikið og ég getur ekki slopp-
ið refsilaust en ég reyni að lyfta
lóðum og spila skvass til að vega
upp á móti átinu.“
Í annarri uppskriftinni eru
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Fegurð einfaldleikans í eft irréttum
Eitt af því sem huga þarf að í tíma er eftirrétturinn á aðfangadagskvöld. Sumir halda í hefðir, einn þeirra er Ragnar Freyr
Ingvarsson, einnig þekktur sem læknirinn í eldhúsinu. Hann lumar líka á hugmyndum fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt.
Ég er aldrei með það sama í jólamat-
inn – við hjónin erum bæði nokkuð
tilraunaglöð og algerir gourmet-
nautnaseggir! Það eru samt nokkr-
ir fastir punktar í tilverunni á jól-
unum. Til dæmis eitt sem alltaf er
í boði með eftirréttinum, bæði á
aðfangadagskvöld og jóladag. Það
er karamella sem ég geri og hún er
svo góð að ég þarf að passa að hún
klárist ekki fyrir matinn!
Við höfum í gegnum tíðina haft
karamelluna með heimalöguðum
ís, ris à l´amande, súkkulaðiköku
og fleiru.
Karamella
2 1/2 dl rjómi
1 1/2 msk. sykur
3 msk. síróp
Smjörklípa
Vanilludropar
Rjómi, sykur og síróp er soðið í
hálftíma. Bæta svo smjörklípunni og
vanillunni við.
Karamella ómissandi
Hver sem jóladesertinn verður hjá Þórunni
Lárusdóttur leikkonu verður karamella í boði.
LEIKKONAN Þórunn er enn að velta
fyrir sér eftirréttinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Ég hef farið til tengdó á aðfanga-
dagskvöld seinni árin. Hún ber allt-
af fram mjög góðan heimagerðan ís
en ég er að gæla við að gera ris à
l´amande fyrir þessi jól,“ segir Þor-
björn Sigurðsson verkfræðingur
og gítar- og hljómborðsleikari með
Mugison, Pétri Ben, Ensími og fjöl-
mörgum fleirum. Hann kveðst eiga
eftir að taka slaginn við tengda-
mömmu. „Tengdó kemur til okkar
núna og er búin að bjóðast til að
koma með ís.“
Svo það er óvíst hvernig slagurinn
endar? „Já, eða að þær mæðgurnar
viti að það verði slagur. Ég á eftir að
taka þá umræðu. En ég hef gert ris
à l´amande áður svo ég treysti mér
í það. Fann bara uppskrift á netinu
og útkoman varð verulega djúsí.
Kannski höfum við bara bæði ris à
l´amande og ís, er ekki bæði betra?“
Tekur slaginn við tengdamömmu
Þorbjörn Sigurðsson, verkfræðingur og tónlistarmaður, er vanur að fá
gómsætan ís hjá tengdó á aðfangadagskvöld. Nú býður hann henni heim.
TÓNLISTARMAÐURINN „Kannski höfum við bara bæði ris à l’amande og ís,” segir
Þorbjörn.
KOKKURINN Í ELDHÚSINU Á aðfanga-
dag víkur Ragnar Freyr ekki frá því hefð-
bundna en á jóladag brettir hann upp
ermar. MYNDIR/ÚR BÓKINNI VEISLAN ENDALAUSA
SÚKKULAÐI-PANNACOTTA Einfalt að gera, að sögn kokksins í eldhúsinu.
BOLLAR GERÐIR MEÐ BLÖÐRUM
Nauðsynlegt er að dýfa blöðrunum
tvívegis í súkkulaðið og láta það storkna
á milli.
ÍSINN Ragnar Freyr segir líka mega bera fram frómas eða ris à l´amande í bollunum.