Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 104

Fréttablaðið - 20.12.2014, Síða 104
20. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 76 FLIPBOARD Ég les helst erlendar fréttir í þessu frábæra forriti. Byrja alla daga á að renna í gegnum samantekt viðskiptafrétta úr hinum ýmsu áttum. LEGGJA.IS App sem auðveldar mér lífið og minnkar vesen. Engar fleiri sektir! ÍSLANDSBANKAAPPIÐ Nú eru verðbréfayfirlit komin inn í appið og vonandi styttist í að við getum átt þar viðskipti. Er alveg hættur að nota heimabanka. ÜBER Über mun vonandi taka við af leigubílum hér á Íslandi, eins og það hefur gert í borgum á borð við San Francisco. Hef appið klárt þegar þar að kemur. Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri fræðslu- og viðskipta- þróunar VÍB WHITE NOICE BABY Draumur nýbakaðra foreldra. Hljóðin úr appinu hafa mjög róandi áhrif á organdi börn. Hef ekki prófað það á fullorðna. PLEX Með Plex get ég horft á efni úr tölvunni minni í símanum, á spjaldtölvunni og í sjónvörpunum á heimilinu. Verður spenn- andi að sjá hvort það rati á Google glass. SPOTIFY Eina áskriftin mín fyrir utan internet og RÚV. Nota heima, í bílnum og í vinnunni. SOUNDHOUND Forrit sem svarar spurningunum „hvað heitir þetta lag aftur?“ og „hver á aftur þetta lag?“. Hef ratað á fjölda góðra diska og hljómsveita með notkun forritsins. 10 ÓRÍON NASA skaut nýju farartæki út í geim, í fyrsta skipti í 33 ár. Tilraunaflug Óríon er neistinn sem mun vekja geimferðaáætlun Bandaríkjanna úr dvala. Óríón náði 5.790 km hæð og fór tvívegis umhverfis jörðina. Hylkið braut sér leið í gegnum lofthjúpinn á 32 þúsund km/klst. og allt fór vel. Óríon er lykillinn að mönnuðum ferðum til Mars. 9 LOFTSLAGSBREYTINGAR Milliríkjanefnd SÞ um lofts- lagsbreytingar batt endahnút á yfirlit sitt yfir stöðu loftslags- breytinga. Niðurstaðan: Við berum sökina og vandamálið er að versna. Samningur Banda- ríkjanna og Kína um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er umhverfisfrétt ársins þar sem löndin skuldbinda sig til draga úr losun um tugi prósenta á næstu 30 árum. 8 VATN Á ENCELADUS Vísindamenn tilkynntu að vatn í vökvaformi væri að finna undir íshellunni á tunglinu Enceladus sem er á braut um Satúrnus. Með uppgötvun yfir eitt þúsund fjarreikistjarna í hundraða ljósára fjarlægð verða líkurnar á að líf leynist víðar sífellt betri. Uppgötvunin á Enceladus gæti þýtt að við þyrftum ekki að ferðast órafjarlægðir til að finna nágranna okkar, mögulega eru þeir í bakgarði okkar. 7 HOLUHRAUN Eldgosið í Holuhrauni er einstakt á heimsvísu. Svo mikið af hrauni hefur ekki komið upp í 230 ár og gosið er í raun það stærsta sem sést hefur síðan á 18. öld. Eld- fjallafræðingar segja að eldvirknin við eldfjallið sé óþekkt í vísinda- sögunni og það mun taka næstu ár að vinna úr þeim gögnum sem vísindamenn hafa safnað. 6 GEIMKÚREKAR Í VANDRÆÐUM Einkaaðilar í geimgeiranum áttu erfitt ár. Mannlaus eldflaug Orbital Sciences sprakk í tætlur stuttu eftir flugtak og í október lést flugmaður Virgin Galactic þegar tilraunaferja fyrirtækisins hrapaði í flugi yfir Mojave-eyði- mörkinni. Þetta er fyrirsjáanlegur fórnarkostnaður geimkönnunar. Vonandi verða fjárfestar skiln- ingsríkari en eldflaugafræðin. 5 DREADNOUGHTUS Vísindamenn í Argentínu fundu steingerðar leifar risaeðlu sem er talin vera stærsta landdýr jarðar. Risaeðlan var nefnd Dreadnoughtus. Hún var 65 tonn (12 afríkufílar) og 26 metrar að lengd. Dreadnoughtus var uppi fyrir 77 milljónum ára, át gras og óttaðist ekkert. 4 METAN OG VATN Á MARS Könnunarfarið Curiosity sem nú rúntar um á Mars fann ævafornt vatn í berglögum rauðu plánet- unnar ásamt metani og flóknum lífrænum sameindum. Þar með hefur verið staðfest að Mars hefur að geyma þrjár forsendur lífs: orkugjafa, vatn og lífræn efni. Áfram Curiosity! 3 ÓÐAÞENSLA, EÐA HVAÐ? Þetta átti að vera merkilegasta uppgötvun vísindasögunnar. Vísindamenn að störfum á Suðurpólnum tilkynntu kaldir að þyngdarbylgjur sem mynduð- ust örfáum sekúndum eftir Miklahvell hefðu loks fundist. Óðaþensluskeiðið var staðreynd — þangað til að vísindamenn fóru að rýna í gögnin. Eitthvað vantaði og við höfum ekki enn fengið botn í málið. Hin vísindalega aðferð að verki. 2 EBÓLA Ónæmiskerfi mannsins hefur ekki roð við ebólu. Faraldurinn hefur kostað tæplega 7 þúsund manns lífið. Veirufræðingar hafa lagt allt kapp á þróa bóluefni. Við höfum svipt hulunni af stórkost- legum líffræðilegum eiginleikum veirunnar. Núna getum við loks boðið smituðum upp á sérsniðna meðferð, hingað til höfum við í raun ekki getað boðið upp á annað en sýklalyfjakokteil. 1 STEFNUMÓT ALDARINNAR Í nóvember rann stóra stundin upp þegar könnunarfarið Philae lenti á yfirborði halastjörn- unnar 67P eftir 6,4 milljarða km ferðalag. Verkefnið er flóknasta geimævintýri mannkyns en farinu var skotið á loft fyrir ára- tug. Philae, sem nú sefur værum blundi á 67P, náði að senda gögn til jarðar. Núna vitum við að flókin lífræn efni er að finna á halastjörnum ásamt vatni. Hver veit nema halastjörnur hafi sáð fræjum lífs hér á jörðinni. UPPÁHALDS ÖPPIN8 Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is 3G 9:41 AM Airwatch SCL Instagram Leggja.is Flipboard White noice baby Plex FlipboardSpotify GTA V ★★★★★ XBOX ONE SPENNA GTA V var líklega besti leikur síðustu kynslóðar leikjatölva og sá vinsælasti. Uppfærð útgáfa af leiknum fyrir Xbox One og PS4 er einfaldlega flottari, betri í alla staði. Þetta er þrekvirki framleiðandans Rockstar sem virðist ekki geta tekið rangar ákvarðanir. Söguheimurinn er stórborgin Los Santos, einskonar skuggaútgáfa Los Angeles, þar sem spilarinn leiðir söguhetjurnar þrjár í gegnum hrottalega undirheima þar sem markmiðið er að tryggja sér næsta stóra rán. Grafíkin hefur nánast verið uppfærð frá grunni og munurinn á gömlu og nýju útgáfunni er gríðar- legur. Aukaefnið frá fyrri kynslóð fylgir með leiknum og spilarar sem snúa aftur fá sitthvað fyrir sinn snúð. Útgáfan leyfir spilurum einnig að takast á við handahófskenndan og blóðugan heim Los Santos í 1. persónu. Þetta er stórkostleg upp- lifun en vinnur á köflum gegn því sem GTA V snýst um. Sjónarhornið er takmarkandi og persónurnar verða ekki jafn áberandi. Þetta er minniháttar vandamál. Netspilunin hefur einnig verið tekin í gegn og virkar afar vel. Bólar ekkert á Heist-fídusnum reyndar. Í heild sinni er GTA V fyrir nýju kynslóðina glæsilegt afrek. Eitthvað sem verður líklega aldrei endur- tekið. - khn Kynslóðabilið brúað AFREK GTA V er líklega besti leikur síðustu kynslóðar leikjatölva og sá vinsælasti. 2014 ÁRIÐ Í VÍSINDUM Afrek vísindamanna voru fjölbreytt á árinu. Á ýmsum sviðum tóku þeir höndum saman, á öðrum tókust þeir á. 2014 var ár framfara en við sáum vísindamenn einnig gera það sem þeir gera svo vel, að horfast í augu við óvæntar breytur og vonbrigði. Hér er það helsta í vísindum á árinu. ÁRIÐ 2014 Í VÍSINDUM Geimfar lenti á halastjörnu í nóvember sem var flóknasta geimævintýri mannkyns. Nú er vitað að flókin lífræn efni er að finna á halastjörnum ásamt vatni í föstu formi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.