Fréttablaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 2
31. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Davíð, eruð þið á leiðinni
norður og niður?
„Við erum allavega ekki á leiðinni
suður og upp.“
Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri
Zalibunu ehf., vill reisa sleðarennibraut niður
Hlíðarfjall á Akureyri. Fyrirtækið ætlaði áður
að byggja brautina í Kömbunum við Suður-
landsveg.
HÚSNÆÐISMÁL Mótvægisaðgerð-
ir Búseta á Norðurlandi með
niður skurði á rekstrarkostn-
aði og frestun á viðhaldi lækka
verulega leigu á félagslegum
íbúðum í eigu félagsins. Þetta
er mat Benedikts Sigurðarson-
ar, framkvæmdastjóra Búseta á
Norðurlandi.
Fréttablaðið sagði frá því í
gær að Búseti á Norðurlandi hafi
ákveðið að hækka leigu á félags-
legum íbúðum um 13 prósent
frá og með næstu áramótum.
Hið rétta er að
fjármagnslið-
ur félagslegra
íbúða á Akur-
ey r i h æk k-
ar um 13 pró-
sent eða rúm
t íu pr ósent
umfram verð-
bólgu.
Á móti mun
Búseti á Norð-
urlandi lækka
rekstrarsjóðs-
gjöld um tvö þúsund krónur á
mánuði og hætt verður að inn-
heimta fast gjald vegna aðgangs
að þjónustu umsjónarmanns.
Einnig verður fast viðhaldsgjald
lækkað.
Gjaldskrárbreyting felur
þannig í sér að hækkun á mán-
aðargjaldi í félagslegum íbúðum
á Akureyri verður minnst 2,15
prósent og mest 4,5 prósent, en
ekki 13 prósent eins og var sagt
í Fréttablaðinu í gær.
- sa
Mótvægisaðgerðir Búseta á Norðurlandi munu koma til móts við leigjendur:
Búseti lækkar gjöld á leigjendur
BENEDIKT
SIGURÐARSON
framkvæmdastjóri
Búseta.
STJÓRNSÝSLA Stjórn Byggðastofn-
unar hefur samþykkt að afla heim-
ilda til að byggja nýtt húsnæði
fyrir starfsemina á Sauðárkróki.
Vill stjórnin skoða þann kost að
komast úr húsnæði sem er í eigu
Kaupfélags Skagfirðinga. þar
hefur stofnunin verið síðan hún
var flutt á Sauðárkrók 1998.
Á stjórnarfundi Byggðastofn-
unar í október kom fram að miðað
við núverandi húsaleigu væri mun
hagkvæmara að byggja nýtt hús-
næði. Spara mætti með því allt að
fimmtíu milljónir króna. Í sam-
vinnu við Framkvæmdasýslu
ríkisins verður unnið með málið
áfram. - sa
Mögulega byggð ný aðstaða:
Byggðastofnun
vill úr húsi KS
VIÐSKIPTI Slitastjórn Glitnis hefur
kært svonefndan bankaskatt til
ríkisskattstjóra. Steinunn Guð-
bjartsdóttir, formaður stjórnar-
innar, segir skattinn hafa verið
greiddan með fyrirvara.
Skatturinn var lagður á 2010 og
var þá 0,041 prósent. Um síðustu
áramót var hann svo hækkaður í
0,145 prósent.
„Við þurfum að fá niðurstöðu
frá Embætti ríkisskattstjóra og
svo kemur auðvitað til greina að
láta reyna á lögmæti skattsins
fyrir dómstólum. Við metum það
hins vegar út frá því hvað kemur
út úr kæru okkar til embættis-
ins,“ segir Steinunn. - skh
Dómstólaleið í myndinni:
Kæra skatt til
ríkisskattstjóra
HEILBRIGÐISMÁL Þak á árlegan
hámarkskostnað fólks vegna lyfja
lækkar um 10 prósent um áramót,
samkvæmt nýrri reglugerð heil-
brigðisráðherra.
Hámarkskostnaður fer úr 69.416
krónum hjá almennum notendum í
62.000 krónur, og hjá börnum, líf-
eyrisþegum og fólki undir 22 ára
úr 46.277 krónum í 41.000 krónur.
Afsláttarþrep í lyfjagreiðslu-
kerfi lækka einnig en það miðar
við að notendur borgi lyf sín að
fullu upp að ákveðinni fjárhæð. - skh
Kostnaðarþakið lækkað:
Dregur úr lyfja-
kostnaði fólks
ALÞINGI Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformað-
ur Framsóknarflokksins, mun taka við af Sig-
urði Inga Jóhannssyni, flokksbróður sínum, sem
umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í
dag. Sigurður mun sitja áfram í stóli sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra.
Síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins tók við hefur fyrrnefndi flokkur-
inn haft fimm ráðherra en sá síðarnefndi fjóra. Nú
eru ráðherrar flokkanna jafn margir.
Sigrún er fædd tveimur dögum áður en íslenska
lýðveldið var stofnað á Þingvöllum. Hún var kjörin
á þing eftir kosningarnar í fyrra en hefur í gegn-
um tíðina átt sæti í fjölmörgum ráðum og nefnd-
um.
Sitji Sigrún til enda kjörtímabilsins mun hún
slá met Gunnars Thoroddsen sem elsti ráðherra
Íslandssögunnar. Þegar kjörtímabilinu lýkur verð-
ur Sigrún á 74. aldursári en Gunnar var 72 ára er
hann lét af embætti forsætisráðherra árið 1983.
Páll Pétursson, eiginmaður Sigrúnar, var eitt
sinn ráðherra og eru þau fyrstu hjónin til að verða
ráðherrar. Páll var félagsmálaráðherra frá 1995 til
2003. - jóe
Formaður þingflokks Framsóknarflokksins tekur við umhverfisráðuneytinu:
Sigrún verður tíundi ráðherrann
RÚSSLAND Yfir hundrað mótmælendur voru handteknir í Moskvu-
borg í gær. Meðal hinna handteknu var Alexei Navalny, einn þekktasti
aðgerða sinni landsins, en mótmælin brutust út í kjölfar þess að bróðir
hans var dæmdur í fangelsi. Navalny var fluttur aftur á heimili sitt
þar sem hann hefur setið í stofufangelsi síðan í febrúar.
Er heim var komið tísti Navalny á samskiptavefnum Twitter þar
sem hann brýndi fyrir fólki að mótmæla áfram. Pútín gæti ekki hand-
tekið alla. Fjöldi mótmælenda var vel á þriðja þúsund. - jóe
Kastaðist ítrekað í kekki milli mótmælenda og lögreglu:
Þúsundir mótmæltu í Moskvu
AÐGERÐASINNI Navalny-bræður vilja meina að stjórnvöld ofsæki þá vegna skoð-
ana þeirra. Hér sést Alexei í kjölfar handtökunnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NÝR RÁÐHERRA Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður
Framsóknarflokksins, tekur við starfi umhverfisráðherra.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SPURNING DAGSINS
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN
AÐGANG AÐ
TÓNLISTINNI Í ÖLLUM
HERBERGJUM
Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar
stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú
getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er.
HEILBRIGÐISMÁL Samningavið-
ræður lækna og ríkisins virðast
komnar í hnút. Fundað var hjá
Ríkissáttasemjara í gær í tveim-
ur lotum, fyrri lotan hófst klukk-
an 10.30 og stóð til hádegis og hin
frá klukkan 15.00 þegar fámenn-
ari hópur hittist og stóð sá fundur
fram á kvöld. Enn er ósamið.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins voru samningaviðræður
langt komnar og stutt í að aðilar
næðu saman á mánudag. Þá hittust
aðilar á fundi þar sem samninga-
nefnd ríkisins bauð læknum um 28
prósenta hækkun og aukinn frí-
tökurétt, sem hægt væri að reikna
upp í 30 prósenta launahækkun.
Eftir það tilboð ríkisins lögðu
læknar skyndilega fram nýja
kröfugerð um 37 til 38 prósenta
hækkun. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins höfðu fyrir þenn-
an fund farið fram miklar og víð-
tækar samræður deiluaðila, með
aðkomu nokkurra ráðherra og aðil-
ar langt komnir með að sættast á
28 til 30 prósenta hækkun. Því má
segja að útspil samninganefndar
lækna hafi komið nokkuð í bakið á
gagnaðilum þeirra, auk þess sem
ríkissáttasemjara mun ekki hafa
verið kunnugt um þessa ráðagerð
lækna. Rétt fyrir lok fundarins
hækkuðu læknar síðan kröfur
sínar enn frekar, upp í um 41 til
42 prósent.
Á samningafundinum í gær
varð niðurstaðan sú að ekki verði
samið fyrr en læknar slái af kröf-
um sínum. Sigurveig Pétursdótt-
ir, formaður samninganefndar
lækna, segir að ekki verði samið
fyrir áramót úr því sem komið er.
„Það ber enn þá talsvert í milli,
það er vandamálið. Auðvitað hefur
ríkið hækkað sig frá því sem upp-
haflega var en þetta er ekki nægj-
anlegt til þess að við getum haldið
fólki á Íslandi, því þetta dugir ekki
til að fá samninginn samþykktan,“
segir Sigurveig.
Ríkisstjórnin fundaði einnig í
gær vegna stöðunnar sem komin
er upp í deilunni. Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra segist
miklar áhyggjur hafa af stöðunni.
„Við höfum fyrir okkar leyti
boðið kjarabætur sem vel rúmlega
mæta þeim væntingum sem að við
töldum að menn hefðu. Þess vegna
verðum við fyrir sárum vonbrigð-
um þegar við sjáum yfirlýsingar
á borð við þær sem hafa komið
að undanförnu og að hér skuli allt
stefna í verkfall,“ segir Bjarni.
Bjarni segist hafa teygt sig
langt, hlustað hafi verið eftir
því að kalla þurfi lækna heim að
utan, jafna stöðu þeirra miðað
við launaþróun annarra en kröfur
þeirra eins og þær birtust á mánu-
dag séu algerlega óraunhæfar.
Spurður hvort setja eigi lög á
verkfall lækna segist Bjarni ekki
ætla að bollaleggja um það að svo
stöddu.
„Það er engum blöðum um það
að fletta að ef hætt verður við allar
stórar aðgerðir frá og með fyrstu
vikunni á næsta ári, þá er komið upp
ástand sem er algerlega óþolandi og
óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi,“
segir Bjarni. fanney@frettabladid.is
Læknar fara fram á
42 prósenta hækkun
Samninganefnd lækna hafnaði á mánudag tilboði ríkisins um 28 prósenta launa-
hækkun. Samningaviðræður eru komnar í hnút eftir að læknar hækkuðu kröfur
sínar. Ekki verður samið fyrr en læknar slaka á kröfunum.
LÆKNADEILAN Minni hópur úr samninganefndum ríkisins og lækna fundaði hjá Ríkis-
sáttasemjara í gær eftir að samkomulag rann út í sandinn á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI