Fréttablaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 16
31. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 16
PALESTÍNA GASASTRÍÐIÐ
Ísraelar gerðu árásir á Gasa í fimmtíu daga sam-
fleytt síðastliðið sumar, bæði úr lofti og á landi.
Hildarleikurinn hófst stuttu eftir að Hamasliðar
höfðu rænt þremur ísraelskum unglingum, sem
síðan fundust myrtir.
Árásirnar kostuðu meira en tvö þúsund manns
lífið. Meira en hálf milljón manna, nærri þriðjungur
allra íbúa Gasasvæðisins, hraktist að heiman. Nærri
20 þúsund heimili voru gjöreyðilögð og nærri 40
þúsund heimili skemmdust.
Meðan á þessu stóð skutu liðsmenn Hamas og ann-
arra smærri samtaka herskárra Palestínumanna um
4.500 sprengiflaugum yfir landamærin til Ísraels.
Um fimm þúsund Ísraelar flúðu heimili sín vegna
hættu á að einhverjar þessara sprengiflauga yllu
tjóni.
Þetta var í þriðja skiptið á sex árum sem Ísra-
elar efna til allsherjarárása á Gasasvæðið, þar sem
nærri tvær milljónir manna búa.
Ísraelar ráðast inn á Gasasvæðið:
Linnulausar árásir
í fimmtíu daga
EYÐILEGGING Nærri þriðjungur íbúa Gasasvæðisins hraktist
frá heimilum sínum. NORDICPHOTOS/AFP
12. JÚNÍ
Þremur
ísraelskum
unglingum rænt
í landtökubyggð-
unum Gush
Etsion á Vestur-
bakkanum.
30. JÚNÍ
Lík unglinganna
þriggja fundust.
8. JÚLÍ
Loftárásir Ísraela
hefjast.
16. JÚLÍ
Innrás land-
hersins hefst.
3. ÁGÚST
Ísraelski land-
herinn fer að
mestu frá Gasa.
26. ÁGÚST
Síðustu
loftárásirnar,
samkomulag
um vopnahlé.
Við
höfum gefið
Hamas
ráðningu
sem þeir
munu
minnast
árum
saman.
Benjamin
Netanjahú,
forsætisráðherra
Ísraels, í sjón-
varpsviðtali í
lok ágúst.
SÝRLAND OG ÍRAK ÍSLAMSKA RÍKIÐ
Vígasveitir íslamistasamtaka,
sem nú nefna sig Íslamska
ríkið, hafa á síðustu misser-
um orðið æ fyrirferðarmeiri
á meðal uppreisnarhópa gegn
stjórn Assads, forseta í Sýr-
landi.
Á þessu ári náðu þær síðan
stórum svæðum í Írak á sitt
vald, lýstu yfir stofnun kalífa-
dæmis í Sýrlandi og Írak og
vöktu athygli og óhug um heim
allan fyrir grimmdarverk sín
gagnvart bæði föngum sínum
og íbúum þeirra svæða sem
þær leggja undir sig.
Ungt fólk frá Vesturlöndum
hefur flykkst til liðs við sam-
tökin ekki síður en heima-
menn. Hersveitir Kúrda og sjía
í Írak hafa þó á síðustu vikum
ársins náð að stöðva sókn
þeirra, og loftárásir Banda-
ríkjanna hafa þar hjálpað til.
Forsprakki samtakanna er
Abu Bakr al Baghdadi. Hann
er frá Írak og virðist gera sér
vonir um að verða allsherjar-
leiðtogi múslima í gjörvöll-
um arabaheiminum – við afar
dræmar undirtektir trúbræðra
sinna almennt.
Öfgasamtök íslamista hreiðra um sig í Sýrlandi og Írak:
Höggva mann og annan
GRIMMDARVERK Liðsmenn samtakanna hafa birt nokkur myndbönd með aftökum á vestrænum frétta-
mönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Og ef einhver
ætlar að svíkjast
undan merkjum,
kljúfið þá höfuð
hans með byssu-
kúlum og tæmið
innihald þess, hver
svo sem hann er.
Yfirlýsing Íslamska ríkisins.
3. JANÚAR
ISIS nær Fallujah
í Írak á sitt vald.
1. FEBRÚAR
Al-kaída slítur
tengslum við ISIS.
29. JÚNÍ
ISIS lýsir yfir
stofnun kalífa-
dæmis.
3. JÚLÍ
ISIS nær stóru
olíuvinnslusvæði í
Sýrlandi á sitt vald.
3. ÁGÚST
ISIS nær bænum
Sindsjar í Kúrda-
héruðum Íraks.
14. ÁGÚST
Kúrdar hrekja
vígasveitirnar
frá Sindsjar-fjalli.
8. ÁGÚST
Bandarískar
herþotur gera
árásir á ISIS í Írak.
16. SEPTEMBER
Íslamska ríkið
ræðst inn í Kúrda-
bæinn Kobani
í Sýrlandi.
23. SEPTEMBER
Bandaríkin hefja
loftárásir á ISIS
í Sýrlandi.
Framhald af síðu 12
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
4
4
79
4
www.ils.is
Borgartúni 21, 105 Reykjavík
sími 569 6900, fax 569 6800
HELSTU ERLENDU FRÉTTIR ÁRSINS 2014