Fréttablaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 6
31. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvenær hófst rannsókn á Sjóvár- málinu? 2. Hvað mun rennibrautin kosta sem forsvarsmenn Zalibunu vilja reisa í Hlíðarfjalli? 3. Hvað er tjónið mikið vegna gám- anna sem skemmdust á Dettifossi? SVÖR 1. Í júlí 2009. 2. 130 milljónir króna. 3. Nálægt 200 milljónum króna. 1. Nissan Leaf Nordic rafbifreið frá BL ehf. að verðmæti kr. 4.490.000,- 8680 2. - 21. iPhone 6 plus 128GB snjallsímar, hver að verðmæti kr. 164.990,- 343 1286 2669 3295 5168 10641 14222 17081 22273 22293 23625 25400 25501 25982 27243 27436 29178 29350 29563 29649 22. - 41. Eldsneytiskort frá Orkunni, hvert að verðmæti kr. 150.000,- 1001 2120 2800 2983 3245 12915 13539 14781 15215 18065 18185 18540 19782 21987 24215 25155 25466 26956 27687 29943 42. - 61. Gjafakort, hvert að verðmæti kr. 150.000,- 2185 2989 3828 4387 7591 9897 16555 17335 20328 21735 22134 23147 24212 24280 24710 26993 28097 29037 29590 29781 JÓLAHAPPDRÆTTI SJÁLFSBJARGAR DREGIÐ VAR ÞANN 24. DESEMBER 2014 Vinningar og vinningsnúmer Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra að Hátúni 12, Reykjavík, sími 550 0360. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 12. janúar 2015. Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu samtakanna, sjalfsbjorg.is Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. (birt án ábyrgðar) Dregið hefur verið í jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Vinningar komu á eftirtalin númer: Toyota Yaris Active að verðmæti kr. 2.950.000 hvor bifreið komu á miða númer : 4230 61533 Ferðavinningur frá Úrval-Útsýn að verðmæti kr 600.000 hver vinningur komu á miða númer: 27354 38128 46281 53577 77402 Ferðavinningur frá Úrval-Útsýn að verðmæti kr. 300.000 hver vinningur komu á miða númer: 857 3419 3439 4291 4331 4505 4905 4962 5823 6694 7193 7977 9047 9336 10099 12790 13341 13741 13857 13857 14261 16565 17046 17297 17466 17753 18063 18418 18872 18939 20476 20672 22873 23852 24573 24941 24974 25219 25709 26145 29080 29793 30423 30603 31498 31886 32004 34643 35316 35940 36884 37008 37093 37207 37474 38926 39973 40428 41910 42284 42382 44905 45045 46495 47141 47438 47658 48358 48534 49313 49866 50560 50605 50734 51717 52518 54352 54658 55008 58724 59935 60630 62181 63303 65681 67090 68590 72133 72452 72851 74066 75157 75263 75806 76167 77178 77474 78154 79465 79510 79871 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning og óskar vinningshöfum til hamingju. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu félagsins að Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sími 535-0900. Skrifstofa félagsins er lokuð til 5. janúar 2015. STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA Bi rt án á by rg ða r VERSLUN Útlit er fyrir að sala á freyðivíni verði meiri á árinu sem nú er að líða en á öðrum árum frá efnahagshruninu. Í byrjun vikunn- ar höfðu tæplega 106 þúsund lítr- ar selst, næstum jafn mikið og í fyrra, en þá voru söluhæstu dagar ársins eftir. „Um fj ó r - t á n pr ó s e nt af heildar sölu freyðivíns selst á þessum tveimur síðustu dögum ársins og því er útlit fyrir að salan verði meiri en hún hefur verið frá árinu 2008,“ segir Sigrún Ósk Sigurðar- dóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Alls seldust 106 þúsund lítrar af freyðivíni í fyrra. Salan hefur auk- ist ár frá ári frá 2009 þegar hún féll um 18 prósent milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur meðalverð á seldu freyðivíni hækkað á árinu. Ekki liggur fyrir hvort sala á kampa- víni hafi aukist milli ára en Sigrún segir allt stefna í aukningu í þeirri tegund freyðivíns. „Hlutfall kampavíns í lítrasölu freyðivíns hefur verið í kringum fimm prósent. Svo hefur ólíkum tegundum af freyðivíni í versl- unum ÁTVR einnig fjölgað en í árslok 2013 voru þær sextíu en 71 núna,“ segir Sigrún. Greiningardeild Arion banka gerði kampavínssölu hér á landi að umfjöllunarefni í Markaðs- punktum deildarinnar í maí síð- astliðnum. Kom þar fram að salan á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var sautján prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Söluaukn- Drykkja á freyðivíni nálgast góðærisárin Allt stefnir í að sala á freyðivíni verði meiri á þessu ári en á öðrum árum frá hruni. Um fjórtán prósent af heildarsölunni eiga sér stað á tveimur síðustu dögun- um fyrir áramót. Munaðarvaran kampavín virðist ætla að seljast betur en í fyrra. 120 100 80 60 40 20 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 SALA Á FREYÐIVÍNI 2006–2013 í þúsundum lítra 106 100 100 98 94 116 123 116 ÁTVR Kampa- vínssala er óhefð- bundinn efnahagsvísir í samanburði við aðra eins og lands- framleiðslu og atvinnu- leysistölur. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN SIGRÚN ÓSK SIGURÐARDÓTTIR ingin átti bæði við um dýrt sem ódýrt kampavín og fólst því ekki í að kaupendur væru að færa sig í auknum mæli í ódýrari tegundir kampavíns á kostnað dýrari. „Í augum flestra er kampavín munaðarvara og þar af leiðandi eitt það fyrsta sem heimili, sem á annað borð hafa haft efni á að kaupa slíka vöru, skera við nögl þegar harðnar í ári. […] Svo virðist sem sala kampavíns gefi nokkuð góða mynd af gangi hagkerfisins á hverjum tíma og hefur hún skýra jákvæða fylgni bæði við hagvöxt og einkaneyslu,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar. haraldur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Með aukinni notkun hlífðar- gleraugna hefur augnslysum af blysum og kraftlitlum flugeldum fækkað. Hins vegar sýna tölur frá augndeild Land- spítala aukinn fjölda slysa vegna mjög kröft- ugra flugelda, segir María Soffía Gottfreðsdótt- ir, augnskurðlæknir á augndeild Landspítala, í aðsendri grein á fréttavefnum Vísi í dag. Hún segir að svo virðist sem margir átti sig ekki á því hversu öflugir flugeldarnir eru orðnir. „Í verstu slysunum vegna mjög kröftugra flugelda hafa hlífðargleraugu ekki mikið að segja og telja margir að takmarka beri aðgang almennings að allra kröftugustu flugeldunum,“ segir hún. María Soffía segir að á Íslandi séu augns- lys ein aðalorsök varanlegrar blindu hjá börnum. Að meðaltali hafi verið um tvö augn- slys um hver áramót og geta áverkarnir verið allt frá smávægilegum bruna á augnlokum og yfirborði augans og yfir í alvarlegustu áverka þar sem augað hreinlega springur. María nefnir nokkrar leiðir til þess að draga úr líkum á því að slys verði. Aldrei skyldi líta á flugelda sem leikföng og foreldrar þurfi að passa upp á börn og unglinga. Mikilvægt sé að nota hlífðargleraugu. Þá fari áfengisnotk- un og flugeldar ekki saman. Grein Maríu Soffíu má lesa í heild á Vísi. - jhh Augnlæknir segir að svo virðist sem margir átti sig ekki á því hversu öflugir flugeldar eru orðnir: Augnslysum vegna kröftugra flugelda fjölgar AUGNAÐGERÐ Í verstu slysunum hafa hlífðargleraugu ekki mikið að segja. EFNAHAGSMÁL Óvíst er hvort færi gefst á frekari lækkun vaxta Seðlabankans fyrr en dregið hefur úr þeirri óvissu sem nú ríkir á vinnumarkaði. Þetta segir í greinargerð Seðlabankans til fjármála- og efnahagsráðherra. Greinargerðin er skrifuð vegna þess að verðbólga fór undir neðri þolmörk Seðlabank- ans í desember og stendur nú í 0,8 prósentum. Seðlabankinn segir að langvarandi verðhjöðnun sé af margvíslegum ástæðum óæskilegt ástand. Í þessu samband verði þó að líta til þriggja þátta sem á þessu stigi kalla á varfærin viðbrögð. Í fyrsta lagi að verðbólga sé um þessar mundir verulega undir verðbólgumarkmiði fyrst og fremst vegna lækkunar innflutningsverðs. Í öðru lagi þá sé stutt síðan verðbólguvæntingar mældust í samræmi við verðbólgumarkmiðið og því hafi ekki mikið reynt á kjölfestu þeirra við markmið. Í þriðja lagi þurfi að horfa til þess óróleika sem gætir á vinnumarkaði og sem gæti leitt til þess að verðbólga ykist hratt á ný óháð þróun erlendrar verð- bólgu. - jhh Óvíst hvort stýrivextir lækka frekar fyrr en ástand á vinnumarkaði skýrist: Varfærin viðbrögð Seðlabanka SEÐLABANKASTJÓRI Már Guðmundsson hefur sent ráðherra greinargerð vegna verðbólgunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.