Fréttablaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 8
31. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 INDÓNESÍA, AP Mikill grátur og harmakvein brutust út í gær meðal ættingja farþega indónesísku þot- unnar sem fórst á sunnudag þegar tilkynnt var að fundist hefði brak úr vélinni og tugir líka á floti í Jövu- hafinu. Þremur dögum eftir hvarf far- þegaþotu flugfélagsins AirAsia varð ljóst að hún hefði farist í hafi í um það bil 160 kílómetra fjarlægð frá eyjunni Borneó. Hún var á leiðinni frá borginni Súrabaja í Indónesíu til Singapúr á sunnudaginn var, og var tæplega hálfnuð þegar hún hrapaði í hafið. Um borð voru 162 manns, far- þegar og áhöfn. Nánast allir farþegarnir voru Indónesíubúar, sem oft gera sér ferð til Singapúr á frídögum. „Ég veit að vélin hefur farist, en ég get ekki trúað því að bróðir minn og fjölskylda hans séu látin,“ segir Ifan Joko, sem missti sjö ættingja sína, þar af þrjú börn. Enn var ekki vitað hvað olli hrapi vélarinnar en ljóst að mun auðveld- ara yrði að finna svarta kassann og annað úr vélinni þarna en malas- ísku farþegaþotuna sem hvarf spor- laust í mars síðastliðnum. Sú þota er talin hafa hrapað í Suður-Indlands- haf vestur af Ástralíu, þar sem haf- dýpið er hundrað sinnum meira en í Jövuhafi. „Þetta gerir leitina miklu ein- faldari,“ segir Eric van Sebille, haffræðingur við háskóla í Sydney í Ástralíu. Dýptin í Jövuhafi er að meðaltali um 40 til 50 metrar, þann- ig að oft væri hægt að sjá stórt brak á hafsbotni án þess að þurfa dýran leitarbúnað. Brak vélarinnar fannst á stað sem er aðeins tíu kílómetra frá þeim stað þaðan sem síðast bár- ust merki frá henni. Dýpi þarna er ekki nema 20 til 30 metrar. Tölu- verður öldugangur gerði þó björg- unarfólki erfitt fyrir. Tony Fernandez, stofnandi og forstjóri lággjaldaflugfélagsins AirAsia, hélt í gær til Súrabaja til að votta aðstandendum hinna látnu samúð sína persónulega: „Ég er leiðtogi þessa fyrirtækis og verð að taka á mig ábyrgðina. Þess vegna er ég hér. Ég ætla ekki að hlaupast á brott undan skyldum mínum,“ sagði hann. gudsteinn@frettabladid.isw Ég er leið- togi þessa fyrir- tækis og verð að taka á mig ábyrgðina. Þess vegna er ég hér. Ég ætla ekki að hlaupast á brott undan skyldum mínum. Tony Fernandez, stofnandi og forstjóri AirAsia. BRAK ÚR VÉLINNI FUNDIÐ Dwi Putranto, yfirmaður í indónesíska flughernum, sýnir ferðatösku og annað sem fannst á floti í Jövuhafi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Brak vélarinnar fundið Aðeins 20 til 30 metra dýpi er á slysstað í Jövuhafi og auðvelt að sjá til botns. Leit að svarta kassanum, braki og líkum farþega og áhafnar ætti því að geta gengið hratt. Í gær hafði engin niðurstaða fengist um orsök slyssins. Í hverri einustu viku framleiða fyrirtæki á borð við Airbus, Boeing, Bombardier og Embraer nærri þrjá- tíu þotur. Flestar þeirra fara í notkun í Asíuríkjum, þar sem eftirspurn fer hríðvaxandi. Aukin velmegun hefur breytt lífsháttum margra og fólk leyfir sér ferðalög í meiri mæli en áður. Lággjaldaflugfélög hafa ýtt enn frekar undir eftir- spurnina. Aukinni flugumferð fylgir hins vegar aukin hætta. Vandinn er ekki síst sá að asískum flugfélög- um hefur gengið illa að finna hæfa flugmenn til að stjórna öllum þessum þotum. Alls eru 1.600 þotur í notkun í ríkjum Suðaustur-Asíu og álíka margar í smíðum fyrir flugfélög þar skráð. Fyrir hverja flugvél þarf að ráða og þjálfa að minnsta kosti tíu til tólf flugmenn. ➜ Flugmannaskortur í Asíu SKIPULAGSMÁL „Teljum við afar brýnt að innanríkisráðuneytið staðfesti við Reykjavíkurborg að ekki liggi fyrir samþykki þess um hugsan- lega lokun flug- brautar 06/24 á Reykjavíkur- flugvelli,“ segir í bréfi samtak- anna Hjartað í Vatnsmýri til Ólafar Nordal innan- ríkisráðherra. Þá vilja samtökin, sem Friðrik Pálsson er í forsvari fyrir, að ráðu- neytið hlutist til um að heilbrigðis- ráðuneytið meti áhrif lokunar brautar 06/24 á sjúkraflug. - gar Skorað á innanríkisráðherra: Staðfesti ekki lokun brautar FRIÐRIK PÁLSSON Fyrsta starfsár Orku náttúrunnar er senn á enda. Við þökkum viðskiptavinum fyrir góðar viðtökur og frábært samstarf á árinu sem er að líða um leið og við óskum landsmönnum öllum farsældar á komandi ári. Við hlökkum til að bjóða áfram framúrskarandi þjónustu og vöru á samkeppnishæfu verði. Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is TAKK FYRIR VIÐTÖKURNAR STJÓRNSÝSLA Tveir tvísköttunar- samningar, sem fullgiltir voru á árinu, taka gildi þann 1. janú- ar 2015. Annar samninganna er endur gerð á samningi við Bret- land frá árinu 1991. Hinn samn- ingurinn er við Kýpur og er nýr. Þá munu tveir upplýsinga- skiptasamningar, sem einnig voru fullgiltir á árinu, taka að fullu gildi á nýársdag. Samning- arnir eru milli Íslands og Marsh- all-eyja og Niue. Sá hluti þeirra samninga sem sneri að skatta- lagabrotum tók gildi þegar þeir voru undirritaðir síðastliðið sumar. - ih Samstarf á sviði skattamála: Samningar um tvísköttun í gildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.