Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 6
Neyðarástand vegna mengunar
Fyrir þig
í Lyfju
www.lyfja.is
Strepsils/Strepsils Cool/Strepsils med Honning & Citron/Strepsils Jordbær Sukkerfri/Strepsils Warm munnsogstöur. Samantekt á eiginleikum lyfs - styttur texti SPC. Innihaldsefni: 2,4-tvíklóróbensýlalkóhól 1,2 mg, amýlmetakresól 0,6 mg. Ábendingar: Eymsli og erting í hálsi.
Skammtar og lyfjagjöf: Strepsils Cool: Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: 1 munnsogstaa er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Strepsils/Strepsils med Honning & Citron/Strepsils Jordbær Sukkerfri/Strepsils Warm: Fullorðnir og börn 6 ára og eldri: 1 munnsogstaa
er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Börn á aldrinum 6-11 ára: Lyð skal gefa undir eftirliti fullorðins aðila. Börn yngri en 6 ára: Vegna lyfjaformsins skal notkun takmarkast við börn eldri en 6 ára. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju
hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Ekki nota stærri skammt en ráðlagður er. Sjúklingurinn skal leita læknis ef hann er í vafa eða ef einkenni lagast ekki eða versna innan nokkurra daga. Strepsils/Strepsils Cool/Strepsils med Honning &
Citron/Strepsils Warm inniheldur glúkósa og súkrósa. Sjúklingar með frúktósaóþol, glúkósa-galaktósavanfrásog eða súkrasa-ísómaltasaþurrð, sem eru sjaldgær arfgengir kvillar, skulu ekki taka lyð. Strepsils Jordbær Sukkerfri inniheldur ísómalt og maltitól sem geta haft væg
hægðalosandi áhrif. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki taka lyð. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Markaðsleysha: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Dregur úr eymslum og ertingu í hálsi
- á aðeins 5 mínútum
Strepsils
Efnahagsmál Aukakostnaður þjóð-
arinnar af því að halda úti íslenskri
krónu nemur 110 til 130 milljörðum
á ári, samkvæmt samantekt í nýjasta
tölublaði efnahagsritsins Vísbend-
ingar.
Ráðist er í útreikninginn í tilefni
af svari fjármálaráðherra til Björg-
vins G. Sigurðssonar, varaþing-
manns Samfylkingar, um hver væri
áætlaður beinn árlegur vaxtakostn-
aður íslenskra heimila og fyrirtækja
vegna krónunnar, samanborið við
vaxtastig alþjóðlegrar myntar á borð
við evru. Í skriflegu svari ráðherra í
byrjun mánaðarins er áætlað að
kostnaður heimilanna við krónuna
sé á bilinu 0,6 til 1,5 prósent, eða
11 til 29 milljarðar á ári. Ósvarað
er spurningunni um kostnað fyrir-
tækja því erfiðara sé að áætla hann.
Vísbending vísar hins vegar líka til
greinar Svönu Helenar Björnsdóttur,
formanns Samtaka iðnaðarins, í
Morgunblaðinu þar sem hún vitnar í
Samtök atvinnulífsins um að 70 pró-
sent heildarskulda einstaklinga og
fyrirtækja hafi verið í krónum árið
2013. Miðað við þau hlutföll segir
Vísbending að skuldir fyrirtækja í
íslenskum krónum nemi 1.600 millj-
örðum króna.
„Þessi tala gefur samkvæmt
útreikningum fjármálaráðherra
að vaxtaálag fyrirtækjanna sé nú
frá 10 til 24 milljarðar króna,“
segir í Vísbendingu. Miðað við það
væri heildarkostnaður heimila
og fyrirtækja 21 til 53 milljarðar á
ári, miklu lægri en niðurstaða Sam-
taka atvinnulífsins um 210 milljarða
króna hærri greiðslu vaxta en ann-
ars væru af samsvarandi skuldum á
evrusvæðinu. „Nálgunin er líka ger-
ólík. Ráðherrann notar fræðilega
nálgun og vitnar í kenningar hag-
fræðinga á meðan Samtök atvinnu-
lífsins nota rauntölur.“
Vísbending reynir líka að slá á
kostnað vegna skulda ríkis og sveit-
arfélaga. Varlega áætlað er talið að
krónuálag ríkisins nemi 28 millj-
örðum króna á ári og sveitarfélaga
12 milljörðum, eða 40 milljörðum
króna samtals.
Niðurstaðan er að erfitt sé að
slá fastri einhverri einni tölu, en
ekki sé gáleysislegt að miða við
þann raunvaxtamun sem verið hafi
milli Íslands og nágrannalandanna
undan farin ár. „Þær tölur segja að
álag heimilanna sé milli 70 og 90
milljarðar króna.“ Við bætist kostn-
aður við opinberar skuldir og alls
sé því aukakostnaður vegna krónu
á milli 110 og 130 milljarðar króna.
„Það er um það bil milljón á hverja
fjölskyldu landsins eða um 80 þús-
und króna kostnaður á mánuði.
Þetta er iðgjaldið sem landsmenn
borga til þess að geta með reglu-
bundnum hætti leiðrétt mistök í
hagstjórninni.“ olikr@frettabladid.is
Krónan
kostar hverja
fjölskyldu
milljón á ári
Hver fjölskylda borgar áttatíu þúsund krónur auka-
lega á mánuði vegna viðbótarkostnaðar við íslenska
krónu, samkvæmt úttekt efnahagsritsins Vísbend-
ingar. Árlegur aukakostnaður ríkisins og sveitarfé-
laga er áætlaður samtals fjörutíu milljarðar króna.
1.600
milljarðar telur Vísbending
að séu skuldir íslenskra fyrir-
tækja í krónum.
stjórnmál Stjórnarandstaðan
kynnti sameiginlegar breytingartil-
lögur sínar að fjárlagafrumvarpinu á
blaðamannafundi í Iðnó í gær.
Í tillögunum er lagt til umtals-
vert aukafjármagn í Landspítalann,
afturvirk leiðrétting í kjaramálum
eldri borgara og öryrkja ásamt því
að komið verði til móts við barna-
fjölskyldur með hækkun á þaki
fæðingarorlofs.
Í tillögunum er lögð til um 16
milljarða útgjaldaaukning auk 17
milljarða tekjuöflunar byggðrar á
auknum veiðigjöldum, orkuskatti,
efldu skattaeftirliti og arði frá bönk-
unum.
Í tillögunum er meðal annars lagt
til að nærri þrír milljarðar verði
settir aukalega í starfsemi Land-
spítalans, 800 milljónir í framhalds-
og háskóla landsins, 5,3 milljarðar í
leiðréttingu til aldraðra og öryrkja
og 4,1 milljarður í barnabætur
og fæðingarorlof.
Rauði þráður blaðamannafundar-
ins var sá að með tillögunum væri
stjórnarandstaðan að sýna fram
á að skýr valkostur er til við ríkis-
stjórnar flokkana. Allir fundar-
menn voru sammála um að flokk-
arnir ættu auðvelt með samvinnu og
væru samhuga í megindráttum. – srs
Vilja fjóra milljarða úr skattaeftirliti
Neyðarástandi var lýst yfir í Peking á mánudaginn eftir að mengun í borginni náði sögulegu hámarki. Skólum
hefur verið lokað og borgaryfirvöld ráðist í aðgerðir til að draga úr umferð. fréttablaðið/afP
9 . d E s E m b E r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d a g U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
9
B
-2
A
D
4
1
7
9
B
-2
9
9
8
1
7
9
B
-2
8
5
C
1
7
9
B
-2
7
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K