Fréttablaðið - 09.12.2015, Síða 10
Konur og margþætt
mismunun
12.00 Setning fundar
Sóley Tómasdóttir, formaður
mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar
12.05 Fita er femínískt málefni
Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur og
formaður samtaka um líkamsvirðingu
12.25 Lífið sem kom á óvart
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir formaður
félags eldri borgara í Reykjavík
12.45 Kúgun hversdagsins
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
talskona Tabú
13.05 Að vera flóttakona í Reykjavík
Andrea Gutiérrez
13.25 Umræður og fyrirspurnir
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Boðið verður upp á súpu og brauð.
Fundarstjóri er Magnús Már Guðmundsson.
Opinn fundur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar
10. desember kl. 12.00 – 13.30 í Iðnó
á alþjóðlegum degi mannréttinda.
Sádi-ArAbíA Fulltrúar helstu hópa
sýrlenskra stjórnarandstæðinga og
uppreisnarmanna sitja nú á fundum
í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu. Þar
ætla þeir að gera tilraun til þess að
ná samstöðu um helstu markmið
sín, sem hægt væri að leggja áherslu
á í friðarviðræðum við Bashar al
Assad Sýrlandsforseta.
Fyrri tilraunir hafa allar farið
út um þúfur og miklar vonir því
kannski vart bundnar við þessi
fundahöld.
Undanfarnar vikur hefur hins
vegar komist nokkur hreyfing á
alþjóðlegar viðræður um hugsan-
lega lausn á átökunum í Sýrlandi.
Laugardaginn 14. nóvember
síðastliðinn, daginn eftir eftir voða-
verkin í París sem kostuðu 130
manns lífið, komu utanríkisráðherr-
ar og aðrir fulltrúar frá Sameinuðu
þjóðunum, Evrópusambandinu,
Arababandalaginu, Bandaríkjunum,
Rússlandi, Sádi-Arabíu, Tyrklandi,
Íran og tólf öðrum löndum saman
í Genf til að ræða möguleikann á
friðarsamkomulagi.
Afraksturinn var furðu nákvæm
áætlun um að kosningar yrðu
haldnar í Sýrlandi innan 18 mánaða,
samið yrði um vopnahlé og stjórnar-
skrárbreytingar yrðu gerðar.
Sýrlenskir uppreisnarmenn tóku
dræmt í þessar hugmyndir, sögðu
þær fjarri öllum raunveruleika og
gátu alls ekki séð hvernig hægt ætti
að vera að koma þeim í framkvæmd.
Sérstaklega settu þeir fyrir sig að
Assad forseti fengi tækifæri til að
taka þátt í kosningum, og stjórna
landinu þangað til þær yrðu haldn-
ar.
„Assad og stjórn hans hafa eyði-
lagt meira en 75 prósent af landinu,
drepið hundruð þúsunda og hrakið
milljónir manna á flótta – og þeir
vilja samt að við höldum kosning-
ar?“ hafði arabíska fréttastöðin Al
Jazeera eftir Haitham al-Maleh frá
Sýrlenska þjóðarbandalaginu, sem
er bandalag sýrlenskra stjórnarand-
stæðinga, einkum þeirra sem búa í
útlegð.
Þetta bandalag, sem hefur notið
stuðnings Vesturlanda, hefur samt
ákveðið að senda fulltrúa sína til
Ríad. Þangað eru líka komnir full-
trúar bandalags stjórnarandstæð-
inga sem enn búa í Sýrlandi og hafa
verið látnir að mestu í friði af stjórn
Assads.
Athygli vekur að Kúrdum í
norðurhluta Sýrlands hefur heldur
ekki verið boðið til viðræðnanna,
þótt hersveitir Kúrda hafi náð betri
árangri en aðrir í baráttunni gegn
Íslamska ríkinu svonefnda.
Borgarastyrjöldin í Sýrlandi
hefur nú staðið yfir í bráðum fimm
ár og kostað meira en 250 þúsund
manns lífið.
gudsteinn@frettabladid.is
Stjórnarand stæðingar
reyna að ná samstöðu
Sýrlenskir stjórnarandstæðingar og uppreisnarmenn reyna að ná samstöðu
fyrir hugsanlegar friðarviðræður við Assad forseta. Fyrri tilraunir hafa farið út
um þúfur og því kæmi árangur á óvart. Kúrdum er ekki boðið að vera með.
Íbúar í stórskemmdu húsi í Aleppo þar sem loftárásir stjórnahersins hafa verið
nánast daglegur viðburður árum saman. Nordicphotos/AFp
Assad og stjórn hans
hafa eyðilagt meira
en 75 prósent af landinu,
drepið hundruð þúsunda og
hrakið milljónir manna á
flótta – og þeir vilja samt að
við höldum kosningar?
Haitham al-Maleh
sýrlenskur stjórnarandstæðingur
9 . d e S e m b e r 2 0 1 5 m i Ð V i K U d A G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A Ð i Ð
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
9
B
-3
9
A
4
1
7
9
B
-3
8
6
8
1
7
9
B
-3
7
2
C
1
7
9
B
-3
5
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K