Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.12.2015, Blaðsíða 12
Vito, hörkuduglegur vinnufélagi Með Mercedes-Benz Vito fær þitt fyrirtæki dýrmætan liðsauka. Öflugur, sparneytinn og fjölhæfur. Hann fæst sem sendi-, fjölnota- og fólksflutningabíll, framhjóla-, afturhjóla- og fjórhjóladrifinn. Þrjár lengdir og fimm vélaútfærslur í boði og ótal möguleikar eru á að laga hann að sérstökum þörfum. Vetrardekk fylgja öllum Vito til áramóta, ásamt húfu, trefli og sköfu. Komdu í Atvinnubíladeild Öskju og kynnstu þessum hörkuduglega vinnufélaga. ASKJA ATVINNUBÍLAR · Fosshálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 590 2120 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur okkur á Facebook „Mercedes-Benz Ísland atvinnubílar“ H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -2 4 3 5 Vito, millilangur sendibíll, 114 hestöfl, 6 gíra beinskiptur Verð frá 4.240.000 kr. án vsk „Kjarni málsins er sá að jafnvel þó ráðstefnan hér í París skili þeim árangri sem menn gerðu sér vonir um, þá er það engan veginn nóg. Þetta getur hins vegar orðið mikil- vægur áfangi – kannski mikilvægasti áfanginn á síðastliðnum tuttugu til þrátíu árum. En baráttunni er þar með ekki lokið,“ segir Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, sem staddur er á Loftslagsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í París (COP21). Senn dregur að lokum ráðstefn- unnar í París. Samninganefndir 195 ríkja skiluðu af sér uppkasti að loftslagssamningi um helgina sem ráðamenn þjóðanna liggja yfir nú. Eftir er að taka stórar ákvarðanir áður en hægt verður að tala um að loftslagssamningur, sem byggja skal á í framtíðinni, sé í höfn. Efasemdaraddir heyr- ast sem segja meðal annars að of mikið hafi verið skilið eftir fyrir ráðamenn að vinna í. Ráðamenn hafa aðeins nokkra daga til stefnu en stefnt er að ráðstefnulokum á föstudaginn. Líklegt er þó að við- ræður ráðamanna haldi áfram inn í helgina. Í upphafi viðræðna ráðamanna á mánudaginn skoraði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á þá að ná samkomulagi um trúverðugan og sanngjarnan samning. Í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í París segir Ólafur jafnframt að þrennt hafi gerst sem geri það að verkum að ráðstefnan nú er öðruvísi, og kannski mikilvægari, en fyrri ráðstefnur af sama tagi. Í fyrsta lagi sé það sterkur almennur vilji ríkja, að forysturíkjum í öllum heimsálfum meðtöldum, að taka saman höndum í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar. „Í öðru lagi gríðarmikil þátt- taka forystumanna í viðskiptalífi – fyrirtækja vítt og breitt um ver- öldina. Við höfum aldrei fyrr séð viðskiptalífið taka þátt í umræð- unni um hreina orku og lofts- lagsbreytingar með þeim hætti sem við gerum nú. Eins almenn viðurkenning á hinum vísinda- legu rannsóknum sem sýna fram á að hættan er raunveruleg,“ segir Ólafur. „Allt gerir það að verkum að krafturinn í þessari samkomu hér í París er miklu meiri en við höfum séð áður.“ Ólafur tók einnig til þess að franskir ráðamenn, meðal annarra Franskir ráðamenn leggja allt sitt undir í París Forseti Íslands segir margt sanna að Loftslagsráðstefnan í París taki fyrirrennurum sínum fram. Hins vegar sé hámarksárangur aðeins skref í rétta átt. Ísklukka Ólafs Elías son ar á Pant heon-torginu í Par ís sýnir á táknrænan hátt að mannkynið má engan tíma missa. nordicPhotos/afP Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Kjarni málsins er sá að jafnvel þó ráðstefnan hér í París skili þeim árangri sem menn gerðu sér vonir um, þá er það engan veginn nóg. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r12 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A Ð I Ð 0 8 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 9 B -2 5 E 4 1 7 9 B -2 4 A 8 1 7 9 B -2 3 6 C 1 7 9 B -2 2 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.