Fréttablaðið - 09.12.2015, Síða 17
Ríkisútvarpið á nú mjög í vök að verjast. Alþingismenn núverandi stjórnarflokka
virðast á báðum áttum hvort þeir
eigi að leyfa því að lifa áfram enda
þótt skoðanakannanir sýni að
það er eindreginn vilji meirihluta
landsmanna að við eigum okkar
þjóðarútvarp. Það var ekki yfirlýst
stefna þessara flokka fyrir kosn-
ingar 2013 að skera niður starfsemi
Ríkisútvarpsins hvað þá að ganga af
því dauðu.
Háværum einstaklingum og
öflum sem ekki eiga einu sinni að
heita forystusveit þessara flokka
virðist hins vegar gefið einkennilega
mikið vald þegar vélað er um fram-
tíð þessarar stofnunar sem hlýtur að
teljast einn af helst máttar stólpum
íslenskrar menningar.
Hvernig stendur á því að slagur-
inn um framtíð Ríkisútvarpsins er
allt í einu orðinn eitthvert reiptog
vinstri og hægri flokkanna? Ég hef
þekkt alla útvarpsstjórana nema
einn og enginn þeirra hefur verið
„vinstri maður“ enda hafa þeir
flestir, ef ekki allir, verið skipaðir
af menntamálaráðherrum Fram-
sóknar- eða Sjálfstæðisflokks.
Það er að ýmsu leyti skiljanlegt
að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur
skyldi grípa til örþrifaráða til að
reyna að koma böndum á rekstur
Ríkisútvarpsins eins og hann var
orðinn eftir áralanga stjórn flokks-
bræðra hennar. En eins og hún
viðurkenndi eiginlega í þættinum
Sprengisandi á Bylgjunni sl. sunnu-
dag reyndist ohf-væðingin árið
2007 ekki farsæl lausn. Allra síst
sú ráðstöfun að skilja lífeyrisskuld-
bindingar starfsmannanna eftir hjá
stofnuninni.
En eftir mikið basl hafa stjórn-
endur Ríkisútvarpsins nú rétt
reksturinn við. Þeir hafa sagt upp
fjölda starfsfólks, hugsanlega ein-
hverjum sem hægt var að vera
án en því miður líka ýmsum sem
hræðileg eftirsjá er að. Sparnaðar-
aðgerðirnar hafa að sjálfsögðu líka
komið niður á dagskrá Útvarpsins
og gert hana einhæfari og endur-
tekningasamari eins og hlustendur
finna fyrir, og þeir sem vilja stofn-
unina feiga notfæra sér þá afturför
til að benda á að lítil eftirsjá yrði að
stofnuninni.
Hins vegar hefur nú loks tekist
með þessum sára niðurskurði, sölu
á eignum og leigu á hluta húsnæðis-
Ríkisútvarpið og
fjöregg þjóðarinnar
Örnólfur Árnason
situr í stjórn
Hollvina Ríkis
útvarpsins
ins í Efstaleiti að koma rekstrinum
á sléttan sjó. Nýtt uppgjör var birt
í Kauphöll í október sl. sem sýnir
hallalaust ár 2014-2015. Það er hið
fyrsta á starfsferli nýs útvarpsstjóra,
Magnúsar Geirs Þórðarsonar, sem
segist treysta sér til að reka stofnun-
ina hallalaust áfram næsta ár að því
tilskildu að Alþingi lækki útvarps-
gjaldið ekki frekar.
Gildismati hefur hrakað
Mér sýnist raunar þegar ég hugleiði
þessi mál að mesta hættan fyrir
Ríkis útvarpið og ýmsa aðra horn-
steina íslensks þjóðfélags, sem for-
eldrar okkar, afar og ömmur, byggðu
upp af dugnaði og stórhug, stafi af
því hversu mjög gildismati og menn-
ingarstigi íslenskra alþingismanna
hefur hrakað. Ég á ekki bara við aka-
demískan bakgrunn, þótt sá saman-
burður sé sannarlega sláandi, heldur
ekki síður hugsjónir og almennt lífs-
viðhorf. Hér áður fyrr sátu menn á
þingi sem fundu til djúprar ábyrgðar
gagnvart þjóð sinni og gátu náð
saman um ákveðin grundvallarat-
riði þótt þeir hnakkrifust um annað.
Þeir hefðu staðið sem klettur um
Ríkisútvarpið, jafnt „hægri“ sem
„vinstri“ menn.
Það hefði verið óhugsandi, held
ég, á þeim tíma þegar forvígismenn
stjórnmálaflokkanna voru úr hópi
helstu menntafrömuða þjóðarinnar
og einlægustu unnenda íslenskrar
menningar, að ekki ríkti skilningur
á mikilvægi Ríkisútvarpsins. Mig
langar að nefna nokkra stjórnmála-
menn sem ég þekkti nægilega vel til
að vita að þeir hefðu haft gerólíka
afstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu en
það fólk sem nú situr á Alþingi fyrir
flokka þeirra, Sjálfstæðisflokkinn og
Framsóknarflokkinn: Prófessorarnir
Bjarni Benediktsson, Gunnar Thor-
oddsen, Ólafur Björnsson, Þórir
Kr. Þórðarson, Gunnar G. Schram,
Ólafur Jóhannesson og Haraldur
Ólafsson. Eða menntamálaráð-
herrarnir Vilhjálmur Hjálmarsson
og Ingvar Gíslason. Ég hef oft verið
ósammála ýmsum þessara manna
um pólitísk málefni en ég bar virð-
ingu fyrir hverjum einasta þeirra
og hefði treyst þeim til að halda á
fjöreggjum íslensku þjóðarinnar, af
trúmennsku.
Gætið að ykkur, ágætu alþingis-
menn, því Ríkisútvarpið er eitt af
þeim fjöreggjum íslensku þjóðar-
innar sem ykkur var trúað fyrir.
Hvernig stendur á því að
slagurinn um framtíð Ríkis
útvarpsins er allt í einu orð
inn eitthvert reiptog vinstri
og hægri flokkanna?
Við í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum stöndum saman að
breytingatillögum við fjárlög. Þar
sýnum við að það er hægt að leggja
aðrar áherslur við stjórn landsins
og nýta á sanngjarnari hátt bætta
afkomu ríkissjóðs.
Við setjum bætt kjör almennings
í forgang og þeirra sem hafa lægstar
tekjur, leggjum áherslu á heilbrigðis-
þjónustu, menningu og menntamál
og á fjárfestingar í umhverfi og inn-
viðum samfélagsins um allt land.
Með þessu vinnum við í sameiningu
gegn ójöfnuði á Íslandi og tryggjum
að aukin hagsæld skiptist á réttlátan
hátt. Allar okkar tillögur eru að fullu
fjármagnaðar með tekjuöflun fyrir
ríkissjóð.
Tillögur okkar eru m.a.:
Elli- og örorkulífeyrir almanna-
trygginga hækki afturvirkt og með
sama hætti og lægstu laun á samn-
ingstíma kjarasamninga, sem miða
við 300 þúsund króna mánaðarlaun.
Landspítalinn fái nægilegt fé til að
standa undir nauðsynlegri starfsemi.
Barnafjölskyldum verði mætt með
hækkun á þaki fæðingarorlofs upp í
500 þúsund og barnabætur hækki með
hækkun á skerðingarviðmiðum.
Framlög til háskóla hækki og fjár-
munum verði veitt til að aflétta fjölda-
takmörkunum í framhaldsskólum og
styrkja rekstur þeirra.
Að blásið verði til sóknar fyrir
íslenskt mál í stafrænum heimi.
Fjárfestingar verði í innviðum og
sóknaráætlun landshluta.
Sérstakt átak í viðhald og nýfram-
kvæmdir í vegagerð, enda þörfin afar
brýn.
Til að mæta skuldbindingum Íslands
vegna loftslagsvandans er gert ráð fyrir
auknum fjármunum til fjárfestinga í
græna hagkerfinu og til Loftslagssjóðs.
Að auki eru gerðar tillögur um ýmis
mjög brýn réttlætismál: Aukin fram-
lög til móttöku flóttamanna, aukins
stuðnings við innflytjendur, til fang-
elsismála, til baráttu gegn kynbundnu
ofbeldi, til geðheilbrigðismála og til
frumkvæðisathugana umboðsmanns
Alþingis.
Allar þessar tillögur eru fjármagn-
aðar með auknum tekjum, hærri veiði-
gjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á
stóriðju og bættu skatteftirliti.
Þar fyrir utan má minna á að á kjör-
tímabilinu hefur stjórnarmeirihlut-
inn tekið fjölmargar ákvarðanir um
lækkun tekna ríkissjóðs upp á tugi
milljarða; m.a. lækkun veiðigjalds,
afnám auðlegðarskatts, lækkun á
tekjuskatti betur stæðra, afnám sykur-
skatts og heykst á alvöru gjaldtöku af
ferðamönnum.
Með tillögum okkar í stjórnarand-
stöðunni sýnum við fram á að það er
til svigrúm fyrir raunverulegar úrbætur
í samfélaginu. Það skiptir öllu máli
hverjir fara með stjórn opinberra fjár-
muna.
Sameinumst um réttlátari fjárlög
Árni Páll Árnason
Katrín Jakobsdóttir
Óttarr Proppé
Helgi Hrafn Gunnarsson
formenn stjórnarandstöðuflokkanna Landspítalinn fái nægilegt fé
til að standa undir nauðsyn
legri starfsemi.
www.hi.is
PI
PA
R
\T
BW
A
•
S
ÍA
•
1
55
83
9
FRÆÐI OG FJÖLMENNING
Menntun og fjölmenning
Menntun í fjölmenningarsamfélagi er viðfangsefni annars fundar í nýrri
fundaröð Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Fræði og fjölmenning.
Við þróun fjölmenningarsamfélags er mikilvægt að huga sérstaklega
að börnum og ungu fólki. Á Íslandi hefur nú þegar skapast töluverð
reynsla af skóla margbreytileikans og þekking með rannsóknum á því
sviði menntavísinda. Á fundinum verður athygli einkum beint að börnum
og ungmennum af erlendum uppruna í íslensku menntakerfi.
Fundurinn verður haldinn á Alþjóðlega mannréttindadaginn,
fimmtudaginn 10. desember nk., kl. 12.00 til 13.15 í fundarsal
Þjóðminjasafns Íslands.
Dagskrá
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, setur fundinn.
Hanna Ragnarsdóttir, prófessor í fjölmenningarfræði við Menntavísindasvið Háskóla
Íslands, fjallar um hvers konar umgjörð íslensk menntastefna, lög og námskrár mynda fyrir
fjölbreytta nemendahópa, einkum börn af erlendum uppruna.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir frá nýrri fjölmenningarstefnu fyrir skóla- og frí-
stundastarf, Heimurinn er hér, sem tók gildi í Reykjavík á síðasta ári. Stefnan tekur til alls
lærdómsumhverfis barna og ungmenna með tilliti til fjölmenningar.
Kristrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri móttökudeildar Lækjarskóla í Hafnarfirði, fjallar um
reynslu Lækjarskóla af því að taka á móti börnum af erlendum uppruna og hvernig sú reynsla
hefur og mun nýtast við móttöku flóttabarna og barna hælisleitenda.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17M i ð V i k u D A G u R 9 . D e s e M B e R 2 0 1 5
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
9
B
-0
8
4
4
1
7
9
B
-0
7
0
8
1
7
9
B
-0
5
C
C
1
7
9
B
-0
4
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K