Fréttablaðið - 09.12.2015, Síða 20

Fréttablaðið - 09.12.2015, Síða 20
Öll tökum við alls konar ákvarðanir daglega sem varða okkar heilsu og sam- félagið sem við lifum í býr til þann ramma sem við tökum mið af þegar við tökum þær ákvarðanir. Því er svo mikilvægt að þeir sem taka að sér að vera fulltrúar almennings við ákvarðanatöku, í sveitarfélögum eða ríki, hafi þessa ábyrgð sína ofarlega í huga við alla stefnumótun, ákvarð- anatöku og mat á árangri samfélags eða sveitarfélags. Til eru heilmiklar rannsóknir á því í hvernig samfélögum fólki líður best og í hvernig samfélagi fólk er við besta heilsu og hvernig hægt er að meta árangur í þessum málum, rétt eins og við mælum hagvöxt og atvinnuleysi. Ríkisstjórnir geta stuðlað að jöfnuði og jöfnu aðgengi fólks að heilsugæslu, menntun og svo framvegis en sveitarfélögin sem skipuleggja nærumhverfi og nær- þjónustu fólks hafa í þessum efnum líka mögnuð tækifæri. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir heilbrigði, hamingju og vel- líðan fólks að íbúabyggð sé þannig skipulögð að það sé stutt í þjónustu, að fólk hafi tækifæri til hreyfingar, geti hjólað eða gengið til vinnu eða í skóla, nálgast heilsusamlegan mat og gefandi félagsstarf. Í þessum anda hefur Reykjavík ákveðið að vinna en í kjölfar samn- ings við Embætti landlæknis árið 2013 hófst vinna við það að heilsu- efla borgina. Það þýðir að við viljum skapa borgarbúum þá umgjörð að það sé auðvelt fyrir þá að taka ákvarðanir í sínu daglega lífi, sem eru góðar fyrir þeirra heilsu. Borgarstjórn þarf einnig að taka mið af áhrifum ákvarðana sinna á lýðheilsu með mun skipulegri hætti en hingað til. Þetta inniber einnig að Reykja- vík ætlar sér að styðja við og efla þá þætti borgarmannlífsins sem eru í eðli sínu góðir og ganga vel. Þetta á við um íþróttastarf, félagsstarf fatl- aðra, hverfastarf og samvistir barna með foreldrum svo eitthvað sé nefnt. Með sama hætti hefur Reykjavík ein- sett sér að vinna gegn þeim þáttum sem skaðað geta heilsu fólks eins og aðgengi að vímuefnum, óheilsusam- legum mat á starfsstöðvum borgar- innar o.s.frv. Undanfarið ár hefur stýrihópur skipaður stjórnmálamönnum og fag- fólki skipulagt hvernig best sé staðið að því að heilsuefla umhverfi barna og ungmenna í borginni. Samhliða rannsóknum á heilbrigði og jöfnuði í hverfum borgarinnar sem nú fara fram, hefur verið ákveð- ið að hefjast handa með heilsueflandi starf í leikskólum, grunnskólum, frístundarheimilum og félagsmið- stöðvum barna í allri Reykjavík, enda eru það fjölmennustu starfs- einingar borgarinnar og virka oft eins og hjartað í hverju hverfi. Stefnan er að allir leikskólar, grunnskólar og frístundamiðstöðvar verði heilsueflandi og vinni þann- ig kerfisbundið að því að ná betri árangri í sínu starfi. Reykjavík í einstæðri stöðu Í nóvember komu saman fulltrúar allra þessara aðila, þar sem einn helsti sérfræðingur Evrópu í heilsueflandi skólastarfi leiðbeindi um það, hvern- ig best væri að bera sig að til að ná þessum markmiðum. Að hans mati er Reykjavíkurborg í einstæðri stöðu til að ná árangri í þessum efnum, og ef rétt verður á málum haldið gæti hún vísað öðrum veginn til heilsu- samlegra borgarsamfélags. En háleit markmið eru eitt,  að ná að fram- kvæma þau er það sem máli skiptir. Til að styðja við heilsueflandi starf og samræma verklag innan hverfa munu verkefnastjórar félagsauðs og forvarna á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar halda utan um verkefnið og verða sérfræðingar Reykjavíkurborgar í heilsueflingu. Þeir vinna enda í nánu samráði við leik-, grunn- og framhaldsskóla, frí- stund, félagsmiðstöðvar, lögreglu, verslunareigendur, heilsugæslu og aðra aðila innan hvers hverfis sem eru í lykilstöðu til að hafa áhrif innan hverfis á heilbrigði barna og ung- menna. Heilsueflingarstarfið mun svo smám saman ná til allra starfsstöðva borgarinnar og enda í að öll hverfi borgarinnar verða orðin heilsu- eflandi eins og bæði Breiðholt og Grafarvogur hafa þegar byrjað að vinna að. Við höfum einstakt tækifæri til að breyta Reykjavík í heilsueflandi borg – borg sem styður við heilsu, hamingju og vellíðan íbúa. Til að það gerist þarf að taka lýðheilsusjónar- mið til skoðunar við alla ákvarðana- töku borgarstjórnar og vinna skipu- lega að heilsueflingu í öllum hverfum borgarinnar. Sú vinna er komin á fullt í Reykjavík. Heilsueflandi Reykjavík Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þetta og ég var sannfærður um að ég ætti ekkert heima á Stígamótum. Ég hélt einhverra hluta vegna að ekki væri tekið á móti körl- um sem hafa orðið fyrir kynferðis- ofbeldi.“ Þrátt fyrir að karlar hafi verið vel- komnir hingað í mörg ár fáum við á Stígamótum að heyra svona og sam- bærilegar sögur alltof oft. Það sem verra er, er að alltof margir karlkyns brotaþolar upplifa að þeir hafi ekki rétt á að leita sér hjálpar vegna kyn- ferðisofbeldis eða þá einfaldlega að þeir eigi ekki að þurfa þess – af því þeir eru karlar. Á Stígamótum eru karlar rúmlega 10-20% þeirra brota- þola kynferðisofbeldis sem leita hingað á hverju ári. Rúmlega helm- ingur þeirra varð fyrir kynferðisof- beldi á barnsaldri. Margir karlar lifa með afleiðingum kynferðisofbeldis árum eða áratug- um saman án þess að leita sér hjálpar eða að segja nokkrum frá ofbeldinu. Helsta ástæðan fyrir því að karlar leita ekki eftir aðstoð er sú skömm, sektarkennd og sjálfsásakanir sem þeir finna fyrir og fylgja oft brota- þolum kynferðisofbeldis. Þessum tilfinningum er svo viðhaldið með samfélagslegum ranghugmyndum um karlmennsku annars vegar og kynferðisofbeldi hins vegar. Skaðlegar ranghugmyndir Reynsla okkar á Stígamótum gefur til kynna að ranghugmyndir um kyn- ferðisofbeldi sé ein af meginástæðum þess að brotaþolar, bæði konur og karlar, taka á sig skömmina og tjá sig síður um ofbeldið. Þegar kemur að körlunum er menning okkar enn stútfull af alls konar karlmennsku- hugmyndum sem gera ákveðnar kröfur til karla, til dæmis: Að karlar eigi að hafa stjórn á öllum sviðum lífsins; að karlar eigi að vera til í kyn- líf hvar sem er, hvenær sem er og með nánast hverjum sem er; og að þeir eigi ekki að þurfa að leita sér hjálpar þegar þeir verða fyrir áföllum. Margir karlar kenna sér um að hafa ekki haft stjórn á gerandanum eins og „alvöru“ karlar eiga að geta gert í hvaða aðstæðum sem er. Í staðinn ættu skilaboðin að vera þessi: Karlar verða fyrir kynferðisofbeldi, bæði sem börn og á fullorðinsaldri; afleið- ingar þess eru mjög skaðlegar og geta dregið verulega úr lífsgæðum þeirra. Bætt líðan Undanfarin misseri hefur umræðan um karlkyns brotaþola aukist og hafa Stígamót reynt markvisst að tryggja að þeim sé mætt með skilningi þegar þeir leita sér hjálpar. Reynslan á Stígamótum sýnir að eftir a.m.k. fjögur viðtöl lýsir fólk aukinni sjálfs- virðingu og dregið hefur úr þung- lyndi, kvíða og streitu. Markmiðið er að tryggja að fleiri karlkyns brota- þolar eigi svona sögu að segja: „Eftir að ég leitaði mér hjálpar, þá var eins og þungu fargi væri létt af mér. Ég gat farið að tala um reynslu mína og takast á við þær tilfinningar sem ég var búinn að lifa með árum saman.“ Við á Stígamótum munum halda áfram að vekja athygli á þjónustu okkar fyrir karlkyns brotaþola og af því tilefni verður haldinn fundur fimmtudagsmorguninn 10. desem- ber á Stígamótum, titlaður „Karlar á Stígamótum“. Hallgrímur Helga- son verður sérstakur gestur okkar á fundinum og mun hann flytja erindi og lesa úr bók sinni „Sjóveikur í München“. Einnig munu Stígamót kynna nýjan fræðslubækling um og fyrir karlkyns brotaþola. Morgunverðarfundurinn fer fram á Stígamótum, kl. 8.30-10.00, Lauga- vegi 170, 2. hæð. Húsið verður opnað kl. 8.00 og boðið upp á léttar veiting- ar. Verið öll velkomin. Stígamót fyrir karla Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar- innar og formaður stýrihóps um Heilsueflingu í leik-, grunnskól- um og frístund Hjálmar Sigmarsson ráðgjafi á Stíga- mótum Nýlegar árásir í París eða hvar sem er annars staðar í heiminum eins og í Líbanon, Malí og áframhaldandi stríðið í Sýrlandi o.s.frv. sem leiða til þess að saklaust fólk lætur lífið eru gríðarlega villimannlegar og algjörlega gegn kenningum Íslams. Hinn heilagi Kóran kennir á skýr- an hátt að sé jafnvel ein saklaus manneskja drepin er það í eðli sínu líkt því að drepa allt mannkynið. Hinn fjórði kalífi Alheimssam- félags Ahmadiyya múslima skrifaði í bók sinni Morð í nafni Allah: „Hvað Íslam varðar hafnar það algjörlega og fordæmir hvers kyns hryðjuverkastarfsemi. Það veitir ekkert skjól eða réttlætingu á neinu ofbeldi, hvort sem það er framið af einstaklingi, hópi eða ríkis stjórn … Ég fordæmi harðlega öll verk og hætti hryðjuverkastarfsemi því það er mín bjargfasta skoðun að ekki einungis Íslam heldur geta einn- ig engin sönn trúarbrögð, hverju nafni sem þau nefnast, samþykkt ofbeldi og blóðsúthellingar sak- lausra manna, kvenna og barna í nafni Guðs.“ Þess vegna, ef einhver lýsir því yfir að hann komi fram fyrir hönd Íslams og hegðar sér í andstöðu við hinar sönnu og friðsömu kenning- ar Íslams þá myndi hið menntaða fólk samfélagsins vita að slíkt fólk er einungis fulltrúi eigin illra fýsna sinna og áforma. Sumt fólk myndi færa rök fyrir því að Íslam styðji ofbeldi og máli sínu til stuðnings myndi það setja fram hina íslömsku hugmynd um Jihad. Hin íslamska hugmynd um Jihad er ein sú mest misskilda hugmynd, ekki aðeins meðal þeirra sem ekki eru múslimar, heldur einnig af tilteknum „fræði- mönnum“ múslima. Spámaðurinn Múhameð (friður sé með honum) lýsti sig spámann árið 610 e.Kr. Hann eyddi næstu 13 árum í Mekka þar sem hann gekk í gegn- um geysilegar ofsóknir af hendi íbúa Mekka fyrir þann eina „glæp“ að trúa á einn Guð. Eftir 13 ár þegar þessar grimmilegu ofsóknir tóku engan endi flutti hann til Madinah þar sem hann var einróma sam- þykktur sem leiðtogi Madinah af múslimum, gyðingum og öllum hinum íbúum Madinah. Í ósætti sínu við velgengni Spá- mannsins Múhameð gerðu íbúar Mekka árás á Madinah. Þeir ákváðu að elta og ofsækja Múham- eð Spámann og fylgjendur hans í borg sem var í mörg hundruð kíló- metra fjarlægð. Múslimar trúa og Kóraninn staðfestir að þetta hafi verið sá tími þegar Guð veitti mús- limum leyfi til að verja sig líkam- lega í fyrsta sinn. Leyfi til að verja ekki einungis þá sjálfa heldur einn- ig kristna, gyðinga og trúarbrögð almennt. „Leyfi til að berjast er veitt þeim sem stríð er háð gegn vegna þess að þeir hafa verið beittir órétti – og Allah hefur sannarlega vald til að hjálpa þeim – þeir sem hafa verið hraktir burt af heimilum sínum á óréttmætan hátt einungis vegna þess að þeir sögðu ‚Drottinn okkar er Allah‘ – og ef Allah hefði ekki hrakið suma menn á brott gegnum aðgerðir annarra, þá hefðu klaust- ur og kirkjur og samkomuhús og moskur, þar sem nafns Allah er oft minnst, sannarlega verið rifin niður. Og víst mun Allah hjálpa þeim sem hjálpar Honum. Allah er vissulega máttugur og voldugur.“ (Hinn Heil- agi Kóran, kafli 22:40-41) Þrjár tegundir Jihad Jihad er arabískt orð sem þýðir að leitast við, að kappkosta og keppa að ákveðnum málstað. Þetta eru þrjár tegundir Jihad. 1. Hið æðsta Jihad – ferli bar- áttunnar innra með sjálfum sér, viðleitnin við að hreinsa sjálfan sig, baráttan gegn eigin illum til- hneigingum, baráttan við að vera siðferðilegur, hógvær, auðmjúkur, góður, kærleiksríkur, hjálpsamur og allir aðrir góðir eiginleikar sem maður getur hugsað sér. 2. Hið mikla Jihad – að breiða út hinn sanna boðskap og kenn- ingu Íslams. Kóraninn kennir hins vegar á skýran hátt að það er engin nauðung í málefnum trúarbragða (Hinn heilagi Kóran, kafli 2:257). Allir eru frjálsir að því að kjósa hvort þeir trúi eða trúi ekki, það er engin nauðung. 3. Hið lægra Jihad – hið lægsta stig Jihad, hið líkamlega Jihad. Íslam heimilar þetta hins vegar eingöngu í því skyni að „verja“ sig í vissum kringumstæðum, ekki til að „ráðast á“ eða „meiða“ nokkurn. Ef manneskja vill ráðast á þig, eyðileggja heimili þitt, meiða eða jafnvel drepa börn þín og ástvini, myndir þú standa hjá og horfa á þá fremja slíkt? Víst myndirðu verja þig. Á sama hátt kennir Íslam þolin mæði fyrst og að grípa til sjálfsvarnar ef allt um þrýtur. Hræsnin í aðgerðum hryðju- verkamanna Þetta er hræsnin sem finnst í aðgerðum þessara hryðjuverka- manna sem eru eignaðar Íslam, en þó gætu aðgerðir þeirra ekki verið lengra frá hinum sönnu kenn- ingum Íslams. Á þessum tímum er Ahmadiyya múslimasamfélagið það samfé- lag þar sem lengst hefur verið við lýði kalífadómur, eða frá árinu 1908. Það er það samfélag sem mestrar einingar nýtur meðal múslimasamfélaga á heimsvísu undir einum kalífa með deildum í yfir 200 löndum og fjölda með- lima sem telur tugi milljóna. Stofnandinn og kalífar Ahmadiyya múslimasamfélagsins hafa ávallt fordæmt hryðjuverkastarfsemi og ávallt stutt samtal milli trúar- bragða, gagnkvæman skilning og friðsamlega sambúð um leið og virðing er borin fyrir trú annarra almennt og þetta er eina leiðin fram á við. Hinn sanni boðskapur Íslams kemur til varnar öðrum trúarbrögðum og guðshúsum þeirra og hefur engan stað fyrir þá sem ávallt eru reiðubúnir að eyði- leggja aðra. Íslam fordæmir hryðjuverkastarfsemi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Margir karlar lifa með af- leiðingum kynferðisofbeldis árum eða áratugum saman án þess að leita sér hjálpar eða að segja nokkrum frá ofbeldinu. Við höfum einstakt tæki- færi til að breyta Reykjavík í heilsueflandi borg – borg sem styður við heilsu, ham- ingju og vellíðan íbúa. Hinn sanni boðskapur Íslams kemur til varnar öðrum trúarbrögðum og guðshúsum þeirra og hefur engan stað fyrir þá sem ávallt eru reiðu- búnir að eyðileggja aðra. Mansoor Ahmad Malik Imam og lands- forstöðumaður Ahmadiyya mús- limasamfélagsins á Íslandi Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m i Ð V i k u d a g u r20 s k o Ð u n ∙ f r É t t a b l a Ð i Ð 0 8 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 9 B -2 0 F 4 1 7 9 B -1 F B 8 1 7 9 B -1 E 7 C 1 7 9 B -1 D 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.